Leitar að stjúppabba fyrir framan alþjóð Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 30. september 2021 20:57 Selfossmærin Sigurbjörg Grétarsdóttir ákvað að láta undan þrýstingi dóttur sinnar og skella sér á blint stefnumót í raunveruleikaþættinum Fyrsta blikið á Stöð 2. Í síðasta þætti Fyrsta bliksins ákvað þáttarstjórnandinn Ása Ninna að koma móður sinni á blint stefnumót, og það í sjónvarpinu. Sigurbjörg Grétarsdóttir, eða Sibba Grétars eins og hún er alltaf kölluð, var pöruð saman við ólívukónginn og bílstjórann Sighvat Frank Cassata. Sighvatur er ættaður frá Sikiley en Sigurbjörg frá Selfossi, hvað eru mörg S í því? Ásamt því að hafa bæði einstaklega gaman að tónlist... Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. Það voru ekki allir eins afslappaðir og Sigurbjörg á stefnumótinu. ....þá elska þau bæði að ferðast og njóta lífsins. Það var ekki annað hægt að sjá en að Sibba hafi ekki látið þessa tilraun dóttur sinnar til að koma sér út stressa sig neitt sérstaklega og var hún einstaklega afslöppuð og virtist njóta sín í botn. Stressið var meira áberandi hjá öðrum ættlið þetta kvöldið. Eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan notaði Sibba hvert tækifæri til slá á létta strengi, bæði í viðtalinu og á sjálfu stefnumótinu. Klippa: Fyrsta blikið - Mamma slær á létta strengi Þó svo að ekki hafi mátt greina eina einustu rómantík á stefnumótinu sjálfu sögðust bæði Sibba og Sighvatur ánægð með kvöldið og reynsluna. Í dag er Cassata enn einhleypur og þáttarstjórnandinn heldur leit sinni áfram að stjúp pabbanum. Sibba lét stressið ekki þvælast fyrir sér á stefnumótinu og sló á létta strengi við hvert tækifæri. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Sigurbjörg Grétarsdóttir, eða Sibba Grétars eins og hún er alltaf kölluð, var pöruð saman við ólívukónginn og bílstjórann Sighvat Frank Cassata. Sighvatur er ættaður frá Sikiley en Sigurbjörg frá Selfossi, hvað eru mörg S í því? Ásamt því að hafa bæði einstaklega gaman að tónlist... Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. Það voru ekki allir eins afslappaðir og Sigurbjörg á stefnumótinu. ....þá elska þau bæði að ferðast og njóta lífsins. Það var ekki annað hægt að sjá en að Sibba hafi ekki látið þessa tilraun dóttur sinnar til að koma sér út stressa sig neitt sérstaklega og var hún einstaklega afslöppuð og virtist njóta sín í botn. Stressið var meira áberandi hjá öðrum ættlið þetta kvöldið. Eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan notaði Sibba hvert tækifæri til slá á létta strengi, bæði í viðtalinu og á sjálfu stefnumótinu. Klippa: Fyrsta blikið - Mamma slær á létta strengi Þó svo að ekki hafi mátt greina eina einustu rómantík á stefnumótinu sjálfu sögðust bæði Sibba og Sighvatur ánægð með kvöldið og reynsluna. Í dag er Cassata enn einhleypur og þáttarstjórnandinn heldur leit sinni áfram að stjúp pabbanum. Sibba lét stressið ekki þvælast fyrir sér á stefnumótinu og sló á létta strengi við hvert tækifæri. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Ég byrjaði að rembast og Hörður var ekki enn kominn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Makamál Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira