Brynjar Karl aftur heim til Leiknis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 15:01 Stefán Páll Magnússon, framkvæmdastjóri Leiknis, og Brynjar Karl Sigurðsson. leiknir Brynjar Karl Sigurðsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Leiknis Reykjavíkur. Hann var kosinn formaður á fundi körfuknattleiksdeildarinnar á dögunum. Leiknir er að endurvekja körfuknattleiksdeild félagsins og Brynjar á að leiða það starf. „Við hjá Leikni erum mjög spennt að fá Brynjar Karl í hópinn og vinna með honum að því að veita börnum Efra-Breiðholts aðgang að körfuboltaíþróttinni,“ segir Stefán Páll Magnússon, framkvæmdastjóri Leiknis, í frétt á heimasíðu félagsins. „Leiknir hefur sett stefnuna á að verða hverfisfélag Efra-Breiðholts og er að fjölga deildum hjá félaginu. Körfuboltadeildin hefur nú verið endurvakin og verður öflug viðbót við íþróttaframboðið hjá félaginu. Brynjar Karl hefur unnið frábært starf fyrir körfuboltaíþróttina hvar sem hann hefur komið. Hann hefur lagt áherslu á að valdaefla stúlkur og unga Íslendinga af erlendum uppruna. Síðarnefndi hópurinn er stór í okkar hverfi og viljum við læra af reynslu Brynjars Karls.“ Sjálfur segist Brynjar vera spenntur að snúa aftur heim í Leikni. „Ég er fæddur og uppalinn í Fellunum og íþróttaiðkun mín hófst hjá Leikni. Spennan og tilhlökkunin er mikil því í mörg ár hef ég rennt hýru augu til þess að koma heim og til þess að starfa með unga fólkinu í Efra-Breiðholti. Ég hef fylgst af aðdáun með þeim mikla anda og dugnaði sem ríkir hjá félaginu.“ Brynjar hefur verið mikið milli tannanna á fólki undanfarin ár vegna þjálfunaraðferða sinna. Hann þjálfaði hóp stúlkna hjá Stjörnunni og ÍR en hætti á báðum stöðum. Hluti stúlknanna fylgdi honum svo til Aþenu, félags sem hann stofnaði. Aþena sendir lið til leiks í 1. deild kvenna. Fyrsti leikur Aþenu er gegn Vestra á morgun. Fylgst var með Brynjari og stúlkunum sem hann þjálfaði í heimildamyndinni Hækkum rána. Íslenski körfuboltinn Leiknir Reykjavík Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira
Leiknir er að endurvekja körfuknattleiksdeild félagsins og Brynjar á að leiða það starf. „Við hjá Leikni erum mjög spennt að fá Brynjar Karl í hópinn og vinna með honum að því að veita börnum Efra-Breiðholts aðgang að körfuboltaíþróttinni,“ segir Stefán Páll Magnússon, framkvæmdastjóri Leiknis, í frétt á heimasíðu félagsins. „Leiknir hefur sett stefnuna á að verða hverfisfélag Efra-Breiðholts og er að fjölga deildum hjá félaginu. Körfuboltadeildin hefur nú verið endurvakin og verður öflug viðbót við íþróttaframboðið hjá félaginu. Brynjar Karl hefur unnið frábært starf fyrir körfuboltaíþróttina hvar sem hann hefur komið. Hann hefur lagt áherslu á að valdaefla stúlkur og unga Íslendinga af erlendum uppruna. Síðarnefndi hópurinn er stór í okkar hverfi og viljum við læra af reynslu Brynjars Karls.“ Sjálfur segist Brynjar vera spenntur að snúa aftur heim í Leikni. „Ég er fæddur og uppalinn í Fellunum og íþróttaiðkun mín hófst hjá Leikni. Spennan og tilhlökkunin er mikil því í mörg ár hef ég rennt hýru augu til þess að koma heim og til þess að starfa með unga fólkinu í Efra-Breiðholti. Ég hef fylgst af aðdáun með þeim mikla anda og dugnaði sem ríkir hjá félaginu.“ Brynjar hefur verið mikið milli tannanna á fólki undanfarin ár vegna þjálfunaraðferða sinna. Hann þjálfaði hóp stúlkna hjá Stjörnunni og ÍR en hætti á báðum stöðum. Hluti stúlknanna fylgdi honum svo til Aþenu, félags sem hann stofnaði. Aþena sendir lið til leiks í 1. deild kvenna. Fyrsti leikur Aþenu er gegn Vestra á morgun. Fylgst var með Brynjari og stúlkunum sem hann þjálfaði í heimildamyndinni Hækkum rána.
Íslenski körfuboltinn Leiknir Reykjavík Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira