Íslenski boltinn

„Samstarfsfélagi minn sagði að ég skuldaði eitt mark þannig að ég henti bara í tvö“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mjólkurböðuð Karítas Tómasdóttir með Mjólkurbikarinn.
Mjólkurböðuð Karítas Tómasdóttir með Mjólkurbikarinn. vísir/hulda margrét

Karítas Tómasdóttir gleymir kvöldinu í kvöld eflaust ekki í bráð. Hún skoraði tvö mörk þegar Breiðablik vann 4-0 sigur á Þrótti í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

„Samstarfsfélagi minn sagði að ég skuldaði eitt mark þannig að ég henti bara í tvö fyrir hann,“ sagði Karítas eftir leikinn.

Hún varð einnig bikarmeistari með Selfossi fyrir tveimur árum. „Þetta er ekki slæmur ávani, alls ekki,“ sagði Karítas.

Rangæingurinn segir erfitt að bera titlana tvo saman. „Já, nei, já, það er alltaf gaman að vinna titla,“ sagði Karítas sem var sátt með frammistöðu Breiðabliks í leiknum.

„Algjörlega, við unnum saman og börðumst allan leikinn og þetta var geggjaður liðssigur.“

Henni fannst Blikar ekki lenda í teljandi vandræðum í leiknum í kvöld. „Nei, þannig séð ekki. Þær eru með mjög gott lið og við þurftum að vera þéttar fyrir í vörninni og halda einbeitingu allan leikinn,“ sagði Karítas að lokum.


Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

„Dómarinn þekkir ekki okkar leikmenn“

Þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins var Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur með sitt lið og frammistöðu þess. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga.

„Ógeðslega stolt af liðinu“

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0.

„Hún er magnaður leikmaður“

Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×