Minnir á siðareglur lækna í tengslum við umræðu um stöðu bráðamóttökunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2021 15:00 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, minnti lækna á ákvæði í siðareglum lækna þess eðlis að þeir skuli gæta fyllstu varkárni í umræðu um fagleg mál, í vikulegum forstjórapistli Páls. Hann vill að starfsfólk Landspítalas sameinist í sterku ákalli til stjórnvalda. Tilefni skrifa Páls er gagnrýni Félags bráðalækna vegna stöðunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Félagið hefur sagt að stjórn og forstjóri Landspítalans sé óhæf til að leysa vanda bráðamóttökunnar. Í tilkynningu sem fylgdi opnu bréfinu félagsins til heilbrigðisyfirvalda sagði að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Loforð um úrbætur hefðu hins vegar engu skilað. Páll vill að starfsfólkið sameinist í sterku ákalli Í pistli Páls, sem kom út í gærkvöldi á vef Landspítalans, segir að enn eina ferðina berist neyðarkall frá Landspítalanum. Í löngum pistli fer hann yfir hvernig málið horfi við stjórnendum spítalans og hvað hafi verið gert til að bæta úr stöðu bráðamóttökunnar. Að lokum beinir hann orðum sinnum til starfsmanna spítalans og hvetur þá til þess að gæta hófs í umræðu um Landspítalann, og minnir hann lækna á siðareglur þeirra. „Siðareglur lækna leggja okkur til dæmis þær skyldur á herðar að gera grein fyrir því ef við fáum vitneskju um aðstæður sem telja má faglega óviðunandi (5.gr.). Við verðum hins vegar líka að hafa í huga að í 17. grein sömu siðareglna er það brýnt fyrir læknum að „…gæta fyllstu varkárni í ummælum um fagleg mál og … íhuga ábyrgð sína í því efni, hvort sem hann ræðir við einstakling eða á opinberum vettvangi,“ skrifar Páll. Sýna þurfi yfirvegun og mikilvægt sé að „sameinast í gífuryrðalausu, skýru og vel rökstuddu ákalli til þeirra stjórnvalda sem hér taka við á næstu vikum um að gera betur og fjármagna með fullnægjandi hætti heilbrigðisþjónustuna í heild og Landspítala sérstaklega.“ Pistil Páls má lesa hér. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. 30. september 2021 20:56 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Tilefni skrifa Páls er gagnrýni Félags bráðalækna vegna stöðunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Félagið hefur sagt að stjórn og forstjóri Landspítalans sé óhæf til að leysa vanda bráðamóttökunnar. Í tilkynningu sem fylgdi opnu bréfinu félagsins til heilbrigðisyfirvalda sagði að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Loforð um úrbætur hefðu hins vegar engu skilað. Páll vill að starfsfólkið sameinist í sterku ákalli Í pistli Páls, sem kom út í gærkvöldi á vef Landspítalans, segir að enn eina ferðina berist neyðarkall frá Landspítalanum. Í löngum pistli fer hann yfir hvernig málið horfi við stjórnendum spítalans og hvað hafi verið gert til að bæta úr stöðu bráðamóttökunnar. Að lokum beinir hann orðum sinnum til starfsmanna spítalans og hvetur þá til þess að gæta hófs í umræðu um Landspítalann, og minnir hann lækna á siðareglur þeirra. „Siðareglur lækna leggja okkur til dæmis þær skyldur á herðar að gera grein fyrir því ef við fáum vitneskju um aðstæður sem telja má faglega óviðunandi (5.gr.). Við verðum hins vegar líka að hafa í huga að í 17. grein sömu siðareglna er það brýnt fyrir læknum að „…gæta fyllstu varkárni í ummælum um fagleg mál og … íhuga ábyrgð sína í því efni, hvort sem hann ræðir við einstakling eða á opinberum vettvangi,“ skrifar Páll. Sýna þurfi yfirvegun og mikilvægt sé að „sameinast í gífuryrðalausu, skýru og vel rökstuddu ákalli til þeirra stjórnvalda sem hér taka við á næstu vikum um að gera betur og fjármagna með fullnægjandi hætti heilbrigðisþjónustuna í heild og Landspítala sérstaklega.“ Pistil Páls má lesa hér.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. 30. september 2021 20:56 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49
Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. 30. september 2021 20:56