Rafíþróttir undir hatt ÍBR: „Þau börn sem þátt hafa tekið blómstrað og félagslegur þroski þeirra tekið framförum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2021 23:15 Rafíþróttir njóta æ meiri vinsælda. vísir/getty Á fimmtugasta þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBV) var samþykkt að rafíþróttir verði nú teknar undir hatt bandalagsins. Það var Björn Gíslason, formaður Íþróttafélagsins Fylkis, sem lagði fram tillöguna. Fimmtugasta þing Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, var haldið í dag, þann 2. október 2021. Þar var tillagan samþykkt með miklum stuðningi. Rafíþróttir verða teknar undir hatt ÍBR og munu nú starfa innan vébanda þess líkt og aðrar greinar innan bandalagsins. „Við í Fylki erum auðvitað afar þakklát fyrir þann mikla stuðning sem tillagan hlaut á þinginu. Þá erum við ekki síður ánægð með þá viðurkenningu sem samþykkt hennar veitir rafíþróttum í heild sinni, enda geta rafíþróttir skipt sköpum við að koma í veg fyrir félagslega einangrun barna, aukið félagsfærni þeirra og sjálfstraust. Þannig er þetta ekki einungis skref í rétta átt heldur tímabært,“ sagði Björn um þessa tímamótatillögu. „Reynslan sýnir að rafíþróttadeildin mætir mikilvægri þörf fyrir börn sem ekki finna sig í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi, en á þessum tíma hafa þau börn sem þátt hafa tekið blómstrað og félagslegur þroski þeirra tekið miklum framförum. Með starfinu er komið í veg fyrir að iðkendur einangrist heima hjá sér. Aukið sjálfstraust þeirra leynir sér heldur ekki; iðkendur upplifa sig sem hluta af liðsheild og klæðast stoltir rafíþróttatreyju Fylkis með tölvuleikjagælunöfnum sínum á bakinu,“ segir í greinargerð með tillögunni. Þá kemur enn fremur fram í greinargerðinni að Rafíþróttadeild Fylkis sé fyrsta íslenska rafíþróttadeildin með keppnislið sem kemur upp úr æskulýðsstarfi og á hverjum tíma hafa verið um 160 börn í deildinni þegar sumarstarf er tekið með í reikninginn. Björn á þinginu í dag.ÍBR „Því miður hafa biðlistar verið inn í deildina á hverri önn og ekki hefur verið unnt að mæta allri eftirspurn. Þó hefur deildinni tekist að vaxa þótt heimsfaraldur COVID-19 hafi sett strik í reikninginn. Jákvæð teikn eru á lofti og horfur á því að áfram muni deildin vaxa, þannig allir geti tekið þátt sem það vilja,“ segir í greinargerð með tillögunni.“ Rafíþróttir Tengdar fréttir Tímamótatillaga um að rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR Björn Gíslason, formaður Fylkis, leggur í dag fram tímamótatillögu á 50. þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, þess efnis að rafíþróttir verði teknar undir hatt bandalagsins og starfi innan vébanda þess líkt og aðrar greinar. 2. október 2021 10:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Fimmtugasta þing Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, var haldið í dag, þann 2. október 2021. Þar var tillagan samþykkt með miklum stuðningi. Rafíþróttir verða teknar undir hatt ÍBR og munu nú starfa innan vébanda þess líkt og aðrar greinar innan bandalagsins. „Við í Fylki erum auðvitað afar þakklát fyrir þann mikla stuðning sem tillagan hlaut á þinginu. Þá erum við ekki síður ánægð með þá viðurkenningu sem samþykkt hennar veitir rafíþróttum í heild sinni, enda geta rafíþróttir skipt sköpum við að koma í veg fyrir félagslega einangrun barna, aukið félagsfærni þeirra og sjálfstraust. Þannig er þetta ekki einungis skref í rétta átt heldur tímabært,“ sagði Björn um þessa tímamótatillögu. „Reynslan sýnir að rafíþróttadeildin mætir mikilvægri þörf fyrir börn sem ekki finna sig í öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi, en á þessum tíma hafa þau börn sem þátt hafa tekið blómstrað og félagslegur þroski þeirra tekið miklum framförum. Með starfinu er komið í veg fyrir að iðkendur einangrist heima hjá sér. Aukið sjálfstraust þeirra leynir sér heldur ekki; iðkendur upplifa sig sem hluta af liðsheild og klæðast stoltir rafíþróttatreyju Fylkis með tölvuleikjagælunöfnum sínum á bakinu,“ segir í greinargerð með tillögunni. Þá kemur enn fremur fram í greinargerðinni að Rafíþróttadeild Fylkis sé fyrsta íslenska rafíþróttadeildin með keppnislið sem kemur upp úr æskulýðsstarfi og á hverjum tíma hafa verið um 160 börn í deildinni þegar sumarstarf er tekið með í reikninginn. Björn á þinginu í dag.ÍBR „Því miður hafa biðlistar verið inn í deildina á hverri önn og ekki hefur verið unnt að mæta allri eftirspurn. Þó hefur deildinni tekist að vaxa þótt heimsfaraldur COVID-19 hafi sett strik í reikninginn. Jákvæð teikn eru á lofti og horfur á því að áfram muni deildin vaxa, þannig allir geti tekið þátt sem það vilja,“ segir í greinargerð með tillögunni.“
Rafíþróttir Tengdar fréttir Tímamótatillaga um að rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR Björn Gíslason, formaður Fylkis, leggur í dag fram tímamótatillögu á 50. þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, þess efnis að rafíþróttir verði teknar undir hatt bandalagsins og starfi innan vébanda þess líkt og aðrar greinar. 2. október 2021 10:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Tímamótatillaga um að rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR Björn Gíslason, formaður Fylkis, leggur í dag fram tímamótatillögu á 50. þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, þess efnis að rafíþróttir verði teknar undir hatt bandalagsins og starfi innan vébanda þess líkt og aðrar greinar. 2. október 2021 10:00