Hópur Íslendinga handtekinn í Kaupmannahöfn Snorri Másson skrifar 4. október 2021 20:54 Tveir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna líkamsárásar. Nurphoto/GettyImages Hópur Íslendinga var handtekinn vegna líkamsárásar í Kaupmannahöfn um miðjan síðasta mánuð. Tveir þeirra hafa verið í haldi í rúmar tvær vikur vegna gruns um alvarlega líkamsárás og einn hefur þegar verið kærður. Árásin átti sér samkvæmt upplýsingum fréttastofu stað í Kaupmannahöfn helgina 17.-19. september. Alla vega einn á að hafa slasast mjög alvarlega í átökunum. Til mjög harðvítugra átaka kom á milli fjölda einstaklinga og fimm Íslendingar blönduðust í átökin. Þeir voru allir handteknir í fyrstu en eftir yfirheyrslur og nánari rannsókn var tveimur þeirra umsvifalaust sleppt án ákæru enda var ekki talið að hlutdeild þeirra að málinu hafi verið veruleg. Þrír urðu eftir í varðhaldi. Einn þeirra var látinn laus eftir að hafa verið ákærður en síðustu tveir eru enn í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Þeir hafa því verið það í rúmar tvær vikur, sem er gæsluvarðhald í lengra lagi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mennirnir flestir Íslendingar á þrítugsaldri, sem eru ekki búsettir í Kaupmannahöfn allajafna. Mál af þessum toga á borði utanríkisþjónustunnar Lögreglan í Kaupmannahöfn gaf upp í svörum til fréttastofu að sannarlega hefði Íslendingur verið tekinn höndum 20. september vegna líkamsárasar og þar er lögreglan trúlega að vísa til þess sem hefur verið ákærður en gengur laus. Ekki voru veittar upplýsingar um hina einstaklingana en rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi. Embætti ríkislögreglustjóra hér á landi hefur ekki getað staðfest málið þegar fréttastofa hefur óskað eftir því. Í svari frá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er það staðfest að mál af þessum toga er á borði skrifstofunnar, en ráðuneytið veitir ekki efnislegar upplýsingar um málið. Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Árásin átti sér samkvæmt upplýsingum fréttastofu stað í Kaupmannahöfn helgina 17.-19. september. Alla vega einn á að hafa slasast mjög alvarlega í átökunum. Til mjög harðvítugra átaka kom á milli fjölda einstaklinga og fimm Íslendingar blönduðust í átökin. Þeir voru allir handteknir í fyrstu en eftir yfirheyrslur og nánari rannsókn var tveimur þeirra umsvifalaust sleppt án ákæru enda var ekki talið að hlutdeild þeirra að málinu hafi verið veruleg. Þrír urðu eftir í varðhaldi. Einn þeirra var látinn laus eftir að hafa verið ákærður en síðustu tveir eru enn í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Þeir hafa því verið það í rúmar tvær vikur, sem er gæsluvarðhald í lengra lagi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mennirnir flestir Íslendingar á þrítugsaldri, sem eru ekki búsettir í Kaupmannahöfn allajafna. Mál af þessum toga á borði utanríkisþjónustunnar Lögreglan í Kaupmannahöfn gaf upp í svörum til fréttastofu að sannarlega hefði Íslendingur verið tekinn höndum 20. september vegna líkamsárasar og þar er lögreglan trúlega að vísa til þess sem hefur verið ákærður en gengur laus. Ekki voru veittar upplýsingar um hina einstaklingana en rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi. Embætti ríkislögreglustjóra hér á landi hefur ekki getað staðfest málið þegar fréttastofa hefur óskað eftir því. Í svari frá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er það staðfest að mál af þessum toga er á borði skrifstofunnar, en ráðuneytið veitir ekki efnislegar upplýsingar um málið.
Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira