Guardiola í Pandóruskjölunum sökum bankareiknings í Andorra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2021 22:31 Guardiola er í Pandóruskjölunum. EPA-EFE/Ian Walton Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal er Pep Guardiola, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City. Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Lagði inn á bankareikning í Andorra er hann spilaði Katar Guardiola mun hafa sett rúmlega hálfa milljón evra inn á bankareikning í Andorra er hann spilaði í Katar undir lok ferils síns. Reikningurinn var enn opinn er hann þjálfaði Barcelona frá árunum 2009 til 2012. Samkvæmt El Pais og La Sexta á Spáni mun Guardiola hafa opnað reikninginn til að geyma launin sem hann fékk frá Al Ahli á árunum 2003 til 2005. Fékk hann rúmlega 1,7 milljón punda í laun á þeim tíma. Pep Guardiola failed to declare to Spanish authorities that he had opened an offshore bank account while playing in Qatar, according to the Pandora Papers leaks @Tom_Morgs https://t.co/AzqJWFSriJ— Telegraph Football (@TeleFootball) October 4, 2021 Guardiola mun hins vegar ekki hafa tilkynnt yfirvöldum á Spáni um tilvist reikningsins fyrr en árið 2012 þegar ekki þurfti að borga skatt af þeim eftir skattaívilnanir þar í landi. Samkvæmt Lluis Orobitg, lagalegum ráðgjafa Guardiola, var reikningurinn stofnaður þar sem það var ómögulegt að fá dvalarleyfi í Katar þar sem hann hefði ekki þurft að borga skatt. Það er hins vegar ekki talið að Pep hafi gert neitt ólöglegt þó að reikningurinn hafi verið stofnaður með hjálp skúffufyrirtækisins Repox Investments. The Telegraph hafði samband við Manchester City vegna málsins en félagið vildi ekki tjá sig um fjármál Guardiola. Fótbolti Enski boltinn Pandóruskjölin Tengdar fréttir Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. 4. október 2021 15:21 Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. 4. október 2021 14:57 Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3. október 2021 19:33 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Lagði inn á bankareikning í Andorra er hann spilaði Katar Guardiola mun hafa sett rúmlega hálfa milljón evra inn á bankareikning í Andorra er hann spilaði í Katar undir lok ferils síns. Reikningurinn var enn opinn er hann þjálfaði Barcelona frá árunum 2009 til 2012. Samkvæmt El Pais og La Sexta á Spáni mun Guardiola hafa opnað reikninginn til að geyma launin sem hann fékk frá Al Ahli á árunum 2003 til 2005. Fékk hann rúmlega 1,7 milljón punda í laun á þeim tíma. Pep Guardiola failed to declare to Spanish authorities that he had opened an offshore bank account while playing in Qatar, according to the Pandora Papers leaks @Tom_Morgs https://t.co/AzqJWFSriJ— Telegraph Football (@TeleFootball) October 4, 2021 Guardiola mun hins vegar ekki hafa tilkynnt yfirvöldum á Spáni um tilvist reikningsins fyrr en árið 2012 þegar ekki þurfti að borga skatt af þeim eftir skattaívilnanir þar í landi. Samkvæmt Lluis Orobitg, lagalegum ráðgjafa Guardiola, var reikningurinn stofnaður þar sem það var ómögulegt að fá dvalarleyfi í Katar þar sem hann hefði ekki þurft að borga skatt. Það er hins vegar ekki talið að Pep hafi gert neitt ólöglegt þó að reikningurinn hafi verið stofnaður með hjálp skúffufyrirtækisins Repox Investments. The Telegraph hafði samband við Manchester City vegna málsins en félagið vildi ekki tjá sig um fjármál Guardiola.
Fótbolti Enski boltinn Pandóruskjölin Tengdar fréttir Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. 4. október 2021 15:21 Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. 4. október 2021 14:57 Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3. október 2021 19:33 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. 4. október 2021 15:21
Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. 4. október 2021 14:57
Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3. október 2021 19:33