„Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2021 11:31 Laugardalshöll var græn 15. febrúar 2020 þegar Skallagrímur varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Nú þarf körfuknattleiksdeild félagsins á sjálfboðaliðum að halda til að starfsemi deildarinnar verði ekki lögð niður. vísir/daníel Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor. Kvennalið Skallagríms, sem varð bikarmeistari árið 2019, á að hefja nýja leiktíð í úrvalsdeild á morgun með útileik gegn Keflavík. Á fimmtudagskvöld hefur verið boðað til neyðarfundar í Grunnskóla Borgarness þar sem reyna á að koma í veg fyrir að liðið verði lagt niður. „Þær spila á morgun, og ég geri ráð fyrir því að þær spili í vetur. Ég treysti því að samfélagið í Borgarfirði þétti raðirnar og fleiri komi að borðinu. Þetta er ákveðið ákall en ég er sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál,“ segir Hannes sem var rétt búinn að lesa tilkynningu Skallagríms um neyðarfund þegar Vísir heyrði í honum nú í hádeginu. Hannes segir ljóst að ef að Skallagrímskonur spili ekki í vetur þá verði einfaldlega sjö lið í úrvalsdeildinni, og að ekkert lið falli. Hann er hins vegar sannfærður um að körfuboltabærinn Borgarnes standi undir nafni. „Þetta er ekki komið inn á borð til okkar þannig að þær ætli að draga sig úr keppni. Því fylgja háar sektir og ekki væri hægt að kalla inn nýtt lið núna, hvort sem er fyrir kvennaliðið í úrvalsdeild eða karlaliðið í 1. deild,“ segir Hannes. Hafði áhyggjur af sjálboðaliðastarfinu jafnvel fyrir faraldur Hannes segir að skortur á sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni hafi verið orðinn mikið vandamál áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fyrir einu og hálfu ári. Nú sé staðan enn verri, eins og sýni sig í Borgarnesi. Fyrr á þessu árið höfnuðu Snæfell og KR því að senda lið til keppni í úrvalsdeild kvenna. „Þetta er afar leitt og bara bagalegt þegar svona er. Þetta endurspeglar vandamál í íþróttahreyfingunni yfir höfuð, þar sem við þurfum svo mikið á sjálfboðaliðum að halda. Alveg sama hvort það er í hverfum á höfuðborgarsvæðinu eða í bæjum úti á landi þá þurfa fleiri að koma að starfinu til að láta íþróttalífið ganga,“ segir Hannes. „Þetta kannski sýnir að samfélagið þarf að taka ábyrgð á þessu. Því miður er það jafnan á svo fárra höndum að halda úti starfi, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum. Það eru svo fáir sem eru tilbúnir að koma að starfinu því þetta sjálfboðaliðastarf útheimtir að sjálfsögðu mikinn tíma; að sækja peninga og annað sem að rekstrinum snýr. Ég hef talað mikið um það á síðustu árum að ég hafi áhyggjur af sjálfboðaliðastarfinu almennt og Covid var ekkert að hjálpa til þar. Það eru sífellt færri sem að bjóða sig fram í sjálfboðaliðastarf og þeirri þróun þarf að breyta.“ Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Kvennalið Skallagríms, sem varð bikarmeistari árið 2019, á að hefja nýja leiktíð í úrvalsdeild á morgun með útileik gegn Keflavík. Á fimmtudagskvöld hefur verið boðað til neyðarfundar í Grunnskóla Borgarness þar sem reyna á að koma í veg fyrir að liðið verði lagt niður. „Þær spila á morgun, og ég geri ráð fyrir því að þær spili í vetur. Ég treysti því að samfélagið í Borgarfirði þétti raðirnar og fleiri komi að borðinu. Þetta er ákveðið ákall en ég er sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál,“ segir Hannes sem var rétt búinn að lesa tilkynningu Skallagríms um neyðarfund þegar Vísir heyrði í honum nú í hádeginu. Hannes segir ljóst að ef að Skallagrímskonur spili ekki í vetur þá verði einfaldlega sjö lið í úrvalsdeildinni, og að ekkert lið falli. Hann er hins vegar sannfærður um að körfuboltabærinn Borgarnes standi undir nafni. „Þetta er ekki komið inn á borð til okkar þannig að þær ætli að draga sig úr keppni. Því fylgja háar sektir og ekki væri hægt að kalla inn nýtt lið núna, hvort sem er fyrir kvennaliðið í úrvalsdeild eða karlaliðið í 1. deild,“ segir Hannes. Hafði áhyggjur af sjálboðaliðastarfinu jafnvel fyrir faraldur Hannes segir að skortur á sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni hafi verið orðinn mikið vandamál áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fyrir einu og hálfu ári. Nú sé staðan enn verri, eins og sýni sig í Borgarnesi. Fyrr á þessu árið höfnuðu Snæfell og KR því að senda lið til keppni í úrvalsdeild kvenna. „Þetta er afar leitt og bara bagalegt þegar svona er. Þetta endurspeglar vandamál í íþróttahreyfingunni yfir höfuð, þar sem við þurfum svo mikið á sjálfboðaliðum að halda. Alveg sama hvort það er í hverfum á höfuðborgarsvæðinu eða í bæjum úti á landi þá þurfa fleiri að koma að starfinu til að láta íþróttalífið ganga,“ segir Hannes. „Þetta kannski sýnir að samfélagið þarf að taka ábyrgð á þessu. Því miður er það jafnan á svo fárra höndum að halda úti starfi, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum. Það eru svo fáir sem eru tilbúnir að koma að starfinu því þetta sjálfboðaliðastarf útheimtir að sjálfsögðu mikinn tíma; að sækja peninga og annað sem að rekstrinum snýr. Ég hef talað mikið um það á síðustu árum að ég hafi áhyggjur af sjálfboðaliðastarfinu almennt og Covid var ekkert að hjálpa til þar. Það eru sífellt færri sem að bjóða sig fram í sjálfboðaliðastarf og þeirri þróun þarf að breyta.“
Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti