Aron lék leikinn þrátt fyrir fregnir þess efnis í síðustu viku að hann sætti lögreglurannsókn vegna ásakana um að hafa tekið þátt í hópnauðgun árið 2010.
Liðin gerðu markalaust jafntefli en leikurinn var í B-riðli deildabikarsins í Katar, þar sem Al Arabi er nú með tvö stig eftir tvo leiki. Fimm lið eru í riðlinum og komast fjögur efstu í átta liða úrslit.
Samkvæmt Twitter-síðu Al Arabi var Aroni skipt af velli eftir fyrri hálfleik en ekki fylgdi sögunni hvers vegna.
Aron var ekki valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Armeníu á föstudag og Liechtenstein á mánudag í undankeppni HM.