Wolka frumsýnd í öllum sölum Bíó Paradísar á sama tíma Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2021 07:00 Wolka er frumsýnd á RIFF í dag. Wolka Fimm dagar eru eftir af RIFF kvikmyndahátíðinni. Góð aðsókn og mikil gleði ríkir á RIFF, uppselt er á tvær sýningar í hellabíó í dag og af nógu að taka. RIFF HEIMA er líka í fullum gangi en þar er stór hluti hátíðarinnar aðgengilegur á netinu. Kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Ólafur Ásgeirsson lést fyrr á þessu ári en hann markaði djúp spor í íslenskt kvikmyndalíf sem listamaður og manneskja. Hans fjórða og hinsta mynd, Wolka, er frumsýnd á RIFF í dag klukkan 19 í öllum sölum Bíó Paradísar. Wolka segir frá 32 ára pólskri konu sem fórnar öllu með því að brjóta skilorð sitt, eftir fimmtán ára afplánun í fangelsi vegna morðs, og ferðast til Íslands til að leita að konu fyrir dularfullar sakir. Myndin er ein þriggja íslenskra kvikmynda hátíðarinnar (hinar eru heimildarmyndirnar Ekki einleikið og Hvunndagshetjur) sem einblína á sjónarhorn innflytjenda eða fólks með erlendan uppruna á Íslandi, og fer nánast alfarið fram á pólsku. Árni Ólafur nam leikstjórn í kvikmyndaskólanum í Łódź í Póllandi á sínum tíma, en það er ein virtasti háskóli sinnar gerðar í heiminum. Myndin er pólsk-íslensk samframleiðsla, en Árni skrifaði handritið ásamt Michal Godzic, en í stöðum listrænna stjórnenda má finna góða blöndu Íslendinga og Pólverja. Árni Ólafur Ásgeirsson lést fyrr á þessu ári. RIFF tileinkar dagskrárflokki kvikmyndum Árna Ólafs, og verður hægt að sjá Blóðbönd (2006) klukkan 15 og Brim (2010) klukkan 13 fyrr um daginn. Annar sérstakur dagskrárflokkur er tileinkaður félaga sem hvarf á braut á árinu, Dimitri Eipides, dagskrárstjóri RIFF á árunum 2005-2010. Á þessum upphafsárum hátíðarinnar hafði Dimitri mótandi þátt á stefnuna og setti á stokk meginkeppnisflokk hátíðarinnar, Vitranir, þar sem verk upprennandi kvikmyndagerðarfólks eru í fyrirrúmi. Á löngum ferli kom Dimitri víða við sem dagskrárstjóri og stjórnandi kvikmyndahátíða en hann starfaði um árabil við kvikmyndahátíðina í Þessalóníku á Grikklandi og kvikmyndahátíðina í Toronto, svo eitthvað sé nefnt. RIFF sýnir nokkrar af eftirlætismyndum Dimitris á hátíðinni. Í dag er sýnt gríska meistaraverkið Dogtooth (2010) eftir leikstjórann Yorgos Lanthimos (The Lobster, The Favourite). Dimitri Eipides var dagskrárstjóri RIFF á árunum 2005-2010. Á undan sýningunni fer Yorgos Krassakopolous, núverandi dagskrárstjóri alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Þessalóníku og samstarfsmaður Dimitris, með stuttan ingang. Dogtooth er sýnd aftur á laugardag klukkan 21.10 en einnig eru sýndar Taxidermia klukkan 18 og Kinbaku - The Art of Bondage klukkan 21.45 þann dag. Kvikmyndasmiðja RIFF, Talent Lab, er skipuð átján upprennandi kvikmyndagerðarmönnum frá öllum heimshornum. Þátttakendur taka þátt í vikulangri smiðju þar sem hugmyndir eru þróaðar undir leiðsögn Margrétar Örnólfsdóttur, handritshöfundar. Stuttmyndir þátttakendanna keppa um Gullna Eggið og eru sýndar klukkan 13.15 og 15.30 í dag. Leikstjórarnir verða spurðir spjörunum úr eftir sýningu. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Tengdar fréttir Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Fyrsta RIFF helgin fer nú af stað eftir glæsilegan opnunardag. Hátíðin hófst í gær og veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier verðlaun fyrir framúrskandi listfengi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 1. október 2021 16:45 Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31 Lét árekstur ekki á sig fá og afhenti lundann að viðstöddu forystufólki Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Løve frá Frakklandi fengu heiðursverðlaunin þetta árið fyrir framúrskarandi listræna sýn í kvikmyndagerð. 30. september 2021 19:42 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Ólafur Ásgeirsson lést fyrr á þessu ári en hann markaði djúp spor í íslenskt kvikmyndalíf sem listamaður og manneskja. Hans fjórða og hinsta mynd, Wolka, er frumsýnd á RIFF í dag klukkan 19 í öllum sölum Bíó Paradísar. Wolka segir frá 32 ára pólskri konu sem fórnar öllu með því að brjóta skilorð sitt, eftir fimmtán ára afplánun í fangelsi vegna morðs, og ferðast til Íslands til að leita að konu fyrir dularfullar sakir. Myndin er ein þriggja íslenskra kvikmynda hátíðarinnar (hinar eru heimildarmyndirnar Ekki einleikið og Hvunndagshetjur) sem einblína á sjónarhorn innflytjenda eða fólks með erlendan uppruna á Íslandi, og fer nánast alfarið fram á pólsku. Árni Ólafur nam leikstjórn í kvikmyndaskólanum í Łódź í Póllandi á sínum tíma, en það er ein virtasti háskóli sinnar gerðar í heiminum. Myndin er pólsk-íslensk samframleiðsla, en Árni skrifaði handritið ásamt Michal Godzic, en í stöðum listrænna stjórnenda má finna góða blöndu Íslendinga og Pólverja. Árni Ólafur Ásgeirsson lést fyrr á þessu ári. RIFF tileinkar dagskrárflokki kvikmyndum Árna Ólafs, og verður hægt að sjá Blóðbönd (2006) klukkan 15 og Brim (2010) klukkan 13 fyrr um daginn. Annar sérstakur dagskrárflokkur er tileinkaður félaga sem hvarf á braut á árinu, Dimitri Eipides, dagskrárstjóri RIFF á árunum 2005-2010. Á þessum upphafsárum hátíðarinnar hafði Dimitri mótandi þátt á stefnuna og setti á stokk meginkeppnisflokk hátíðarinnar, Vitranir, þar sem verk upprennandi kvikmyndagerðarfólks eru í fyrirrúmi. Á löngum ferli kom Dimitri víða við sem dagskrárstjóri og stjórnandi kvikmyndahátíða en hann starfaði um árabil við kvikmyndahátíðina í Þessalóníku á Grikklandi og kvikmyndahátíðina í Toronto, svo eitthvað sé nefnt. RIFF sýnir nokkrar af eftirlætismyndum Dimitris á hátíðinni. Í dag er sýnt gríska meistaraverkið Dogtooth (2010) eftir leikstjórann Yorgos Lanthimos (The Lobster, The Favourite). Dimitri Eipides var dagskrárstjóri RIFF á árunum 2005-2010. Á undan sýningunni fer Yorgos Krassakopolous, núverandi dagskrárstjóri alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Þessalóníku og samstarfsmaður Dimitris, með stuttan ingang. Dogtooth er sýnd aftur á laugardag klukkan 21.10 en einnig eru sýndar Taxidermia klukkan 18 og Kinbaku - The Art of Bondage klukkan 21.45 þann dag. Kvikmyndasmiðja RIFF, Talent Lab, er skipuð átján upprennandi kvikmyndagerðarmönnum frá öllum heimshornum. Þátttakendur taka þátt í vikulangri smiðju þar sem hugmyndir eru þróaðar undir leiðsögn Margrétar Örnólfsdóttur, handritshöfundar. Stuttmyndir þátttakendanna keppa um Gullna Eggið og eru sýndar klukkan 13.15 og 15.30 í dag. Leikstjórarnir verða spurðir spjörunum úr eftir sýningu.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Tengdar fréttir Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Fyrsta RIFF helgin fer nú af stað eftir glæsilegan opnunardag. Hátíðin hófst í gær og veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier verðlaun fyrir framúrskandi listfengi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 1. október 2021 16:45 Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31 Lét árekstur ekki á sig fá og afhenti lundann að viðstöddu forystufólki Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Løve frá Frakklandi fengu heiðursverðlaunin þetta árið fyrir framúrskarandi listræna sýn í kvikmyndagerð. 30. september 2021 19:42 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Fyrsta RIFF helgin fer nú af stað eftir glæsilegan opnunardag. Hátíðin hófst í gær og veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier verðlaun fyrir framúrskandi listfengi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. 1. október 2021 16:45
Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31
Lét árekstur ekki á sig fá og afhenti lundann að viðstöddu forystufólki Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Løve frá Frakklandi fengu heiðursverðlaunin þetta árið fyrir framúrskarandi listræna sýn í kvikmyndagerð. 30. september 2021 19:42