Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2021 13:37 Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Vísir/Vilhelm 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. Síðasta sumar slösuðust 72 börn en það er ekki mikil aukning þar sem 68 börn slösuðust sumarið 2020. Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Um helgar var áðurnefnt meðaltal 3,7 en það var 2,2 á virkum dögum. „Einnig er sláandi að um helgar verður rúmur helmingur þessara slysa á tímabilinu frá klukkan ellefu að kvöldi til fimm að morgni,“ segir í tilkynningu frá bráðamóttökunni. Í tilkynningunni segir að fólk eigi ekki að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis. Í tilkynningunni segir að tölurnar þurfi að skoða í samhengi við þá miklu aukningu sem hafi orðið í notkun rafhlaupahjóla á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fyrirtækjum sem leigja út rafhlaupahjól fjölgað og síðustu ár hafi um tuttugu þúsund rafhlaupahjól í einkaeigu verið flutt til landsins. Miðað við það megi áætla að hátt í milljón ferðir hafi verið farnar á rafhlaupahjólum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Þá er vísað í rannsókn sem birt var í Læknablaðinu í vor þar sem fram koma að um fjörutíu prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjólaslysa hafi verið undir áhrifum áfengis. Tölur sumarsins ýti undir þær niðurstöður. Sjá einnig: Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Að endingu segir að efla þurfi öryggi á rafhlaupahjólum. Þó þau séu ódýr og umhverfisvænn samgöngumáti fylgi þeim nokkur slysatíðni og vegna mikilla vinsælda sé brýnt að halda áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. Þar að auki sé líklegt að bættar almenningssamgöngur að næturlagi um helgar gætu dregið úr slysatíðni. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Landspítalinn Tengdar fréttir Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira
Síðasta sumar slösuðust 72 börn en það er ekki mikil aukning þar sem 68 börn slösuðust sumarið 2020. Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Um helgar var áðurnefnt meðaltal 3,7 en það var 2,2 á virkum dögum. „Einnig er sláandi að um helgar verður rúmur helmingur þessara slysa á tímabilinu frá klukkan ellefu að kvöldi til fimm að morgni,“ segir í tilkynningu frá bráðamóttökunni. Í tilkynningunni segir að fólk eigi ekki að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis. Í tilkynningunni segir að tölurnar þurfi að skoða í samhengi við þá miklu aukningu sem hafi orðið í notkun rafhlaupahjóla á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fyrirtækjum sem leigja út rafhlaupahjól fjölgað og síðustu ár hafi um tuttugu þúsund rafhlaupahjól í einkaeigu verið flutt til landsins. Miðað við það megi áætla að hátt í milljón ferðir hafi verið farnar á rafhlaupahjólum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Þá er vísað í rannsókn sem birt var í Læknablaðinu í vor þar sem fram koma að um fjörutíu prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjólaslysa hafi verið undir áhrifum áfengis. Tölur sumarsins ýti undir þær niðurstöður. Sjá einnig: Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Að endingu segir að efla þurfi öryggi á rafhlaupahjólum. Þó þau séu ódýr og umhverfisvænn samgöngumáti fylgi þeim nokkur slysatíðni og vegna mikilla vinsælda sé brýnt að halda áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. Þar að auki sé líklegt að bættar almenningssamgöngur að næturlagi um helgar gætu dregið úr slysatíðni.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Landspítalinn Tengdar fréttir Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira
Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43