Lífið

Kleif áttunda hæsta fjall heims án fóta

Samúel Karl Ólason skrifar
Rustam Nabiev á Manaslu.
Rustam Nabiev á Manaslu. Instagram

Rússinn Rustam Nabiev náði í vikunni því afreki að klífa áttunda hæsta fjall heims. Það gerði hann þrátt fyrir að vera ekki með fætur.

Himalayan Times segir Nabiev vera fyrrverandi hermann og að hann hafi misst fæturna þegar braggi hrundi árið 2015.

Miðillinn segir einnig að fimm sjerpar hafi fylgt Nabiev upp fjallið og ferðin hafi verið á vegum Imagine Nepal Treks. Himalayan Times hefur eftir forstjóra fyrirtækisins að tindinum hafi verið náð þann 2. október.

Þá birti Nabiev mynd af sér á fjallinu á Instagram þar sem hann var í um 8.163 metra hæð. Nabiev sagði fáa hafa trúað að hann gæti komist á tind fjallsins og væri hann sá fyrsti sem færi upp rúmlega átta kílómetra hátt fjall á höndunum.

Eins og áður segir er Manaslu áttunda hæsta fjall heims. Það er í Nepal og er 8.163 metrar að hæð. Undir lok síðasta mánaðar dó þar maður frá Kanada. Sá var á leið upp fjallið þegar hneigi niður í um 7.800 metra hæð.

HT segir að minnst 171 hafi ætlað sér upp fjallið þetta haustið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×