Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2021 20:31 Borgarstjóri segir hægt að hefja byggingu þrjú þúsund íbúða í Reykjavík nú þegar. Vaxtalækkanir á síðasta ári hafi skapað spennuna sem nú ríki á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. Seðlabankinn tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina á meginvöxtum sínum í gær sem á skömmum tíma hafa hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna þrálátrar verðbólgu sem nú mælist 4,4 prósent. Með vaxtahækkununum og takmörkunum á greiðslubyrði fólks af íbúðarlánum vill bankinn sporna gegn miklum verðhækkunum á íbúðum sem drífi verðbólguna áfram. Meginvextir Seðlabankans sem hafa síðan bein áhrif á vexti viðskiptabankanna á húsnæðislánum hafa á skömmum tíma hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna mikillar verðbólgu sem hækkun húsnæðisverðs knýr áfram.Vísir/Vilhelm Á sama tíma segir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að skortur sé á íbúðum víðast hvar um landið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki skorta á heimildir til íbúðabygginga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir útlánatregðu bankanna frá 2019 og lækkun vaxta á síðasta ári hafa skapað þá spennu sem nú sé á húsnæðismarkaði.Stöð 2/Arnar „Verðhækkanir á húsnæði eru bein afleiðing af lækkun vaxta. Bankarnir hættu eða drógu verulega saman í lánum til nýrra íbúðaverkefna fyrir um tveimur árum. Þeir töldu þá að það væru svo margar íbúðir að koma inn á markaðinn að það yrði offramboð. Þetta breyttist með vaxtalækkuninni,“ segir Dagur. Þörfinni fyrir nýtt húsnæði verði mætt að hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafi gert þróunaráætlun til næstu fimm ára um jafnt og gott framboð lóða og byggingarréttar með breyttu skipulagi. „Það eru núna í Reykjavík hægt að byggja þrjú þúsund íbúðir á reitum með breyttu deiliskipulagi sem eru þegar í höndum einkaaðila,“ segir borgarstjóri. Það sé því ekki við borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að sakast. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki nóg að fjölga íbúðum og íbúum. Einnig þurfi að byggja upp innviði á sama tíma.Stöð 2/Arnar Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin þurfi líka að huga að uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúa. „Af því það dugar ekki eingöngu að byggja húsnæði. Flytja inn fólk ef ekki eru til staðar innviðir eins og leikskólar og grunnskólar og annað slíkt,“ segir Aldís. Þá þurfi ríkið að stórauka stofnframlög til uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. „Við höfum verið með mjög stífa kröfu til ríkisstjórnar varðandi það,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina á meginvöxtum sínum í gær sem á skömmum tíma hafa hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna þrálátrar verðbólgu sem nú mælist 4,4 prósent. Með vaxtahækkununum og takmörkunum á greiðslubyrði fólks af íbúðarlánum vill bankinn sporna gegn miklum verðhækkunum á íbúðum sem drífi verðbólguna áfram. Meginvextir Seðlabankans sem hafa síðan bein áhrif á vexti viðskiptabankanna á húsnæðislánum hafa á skömmum tíma hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna mikillar verðbólgu sem hækkun húsnæðisverðs knýr áfram.Vísir/Vilhelm Á sama tíma segir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að skortur sé á íbúðum víðast hvar um landið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki skorta á heimildir til íbúðabygginga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir útlánatregðu bankanna frá 2019 og lækkun vaxta á síðasta ári hafa skapað þá spennu sem nú sé á húsnæðismarkaði.Stöð 2/Arnar „Verðhækkanir á húsnæði eru bein afleiðing af lækkun vaxta. Bankarnir hættu eða drógu verulega saman í lánum til nýrra íbúðaverkefna fyrir um tveimur árum. Þeir töldu þá að það væru svo margar íbúðir að koma inn á markaðinn að það yrði offramboð. Þetta breyttist með vaxtalækkuninni,“ segir Dagur. Þörfinni fyrir nýtt húsnæði verði mætt að hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafi gert þróunaráætlun til næstu fimm ára um jafnt og gott framboð lóða og byggingarréttar með breyttu skipulagi. „Það eru núna í Reykjavík hægt að byggja þrjú þúsund íbúðir á reitum með breyttu deiliskipulagi sem eru þegar í höndum einkaaðila,“ segir borgarstjóri. Það sé því ekki við borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að sakast. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki nóg að fjölga íbúðum og íbúum. Einnig þurfi að byggja upp innviði á sama tíma.Stöð 2/Arnar Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin þurfi líka að huga að uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúa. „Af því það dugar ekki eingöngu að byggja húsnæði. Flytja inn fólk ef ekki eru til staðar innviðir eins og leikskólar og grunnskólar og annað slíkt,“ segir Aldís. Þá þurfi ríkið að stórauka stofnframlög til uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. „Við höfum verið með mjög stífa kröfu til ríkisstjórnar varðandi það,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira