Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. október 2021 19:20 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóli Íslands. Vísir/Egill Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. Stúdentaráð Háskóla Íslands, sem hefur beitt sér mjög fyrir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa fékk formann Happdrættis Háskólans á fund með sér nú nýverið, þar sem hann lýsti því að lokun spilakassa myndi óhjákvæmilega leiða af sér skólagjöld, eða því sem nemur um 1,5 til 2 milljónum króna. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þessar hugmyndir ekki eiga við nein rök að styðjast. „Háskóli Íslands er opinber háskóli og hefur ekki leyfi til töku skólagjalda. Við höfum leyfi til að taka skrásetningargjöld að hámarki 75 þúsund krónur, en ég veit ekki hvaðan þessar hugmyndir koma,” segir Jón Atli. Að því sögðu standi ekki til að loka spilakössum. Fjármunir þeirra séu háskólanum mikilvægir og stuðli meðal annars að uppbyggingu innviða og viðhaldi. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” segir hann. Stendur háskólinn og fellur með fjármunum úr happdrættinu? „Ég myndi ekki segja það. Það er svolítið djúpt í árin tekið en þeir eru okkur gríðarlega mikilvægir.” Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir í skriflegu svari til fréttastofu að skólagjöld verði ekki hækkuð vegna málsins. Fram hafi komið að hún styðji auknar fjárveitingar til háskólans og að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna háskólann. Aðspurður hvaða rök liggi þá að baki því að halda áfram rekstri, þegar stjórnvöld hyggist tryggja áframhaldandi fjárveitingar til skólans, segist Jón Atli þurfa að halda áfram samtali við stjórnvöld. „Við höfum ekki tekið þetta samtal, ég og menntamálaráðherra. Núna þegar nýtt kjörtímabil er hafið þá þurfum við bara að fara yfir þetta mál en ég vil ítreka að fjármögnunin er gríðarlega mikilvæg.” Fjárhættuspil Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands, sem hefur beitt sér mjög fyrir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa fékk formann Happdrættis Háskólans á fund með sér nú nýverið, þar sem hann lýsti því að lokun spilakassa myndi óhjákvæmilega leiða af sér skólagjöld, eða því sem nemur um 1,5 til 2 milljónum króna. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þessar hugmyndir ekki eiga við nein rök að styðjast. „Háskóli Íslands er opinber háskóli og hefur ekki leyfi til töku skólagjalda. Við höfum leyfi til að taka skrásetningargjöld að hámarki 75 þúsund krónur, en ég veit ekki hvaðan þessar hugmyndir koma,” segir Jón Atli. Að því sögðu standi ekki til að loka spilakössum. Fjármunir þeirra séu háskólanum mikilvægir og stuðli meðal annars að uppbyggingu innviða og viðhaldi. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” segir hann. Stendur háskólinn og fellur með fjármunum úr happdrættinu? „Ég myndi ekki segja það. Það er svolítið djúpt í árin tekið en þeir eru okkur gríðarlega mikilvægir.” Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir í skriflegu svari til fréttastofu að skólagjöld verði ekki hækkuð vegna málsins. Fram hafi komið að hún styðji auknar fjárveitingar til háskólans og að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna háskólann. Aðspurður hvaða rök liggi þá að baki því að halda áfram rekstri, þegar stjórnvöld hyggist tryggja áframhaldandi fjárveitingar til skólans, segist Jón Atli þurfa að halda áfram samtali við stjórnvöld. „Við höfum ekki tekið þetta samtal, ég og menntamálaráðherra. Núna þegar nýtt kjörtímabil er hafið þá þurfum við bara að fara yfir þetta mál en ég vil ítreka að fjármögnunin er gríðarlega mikilvæg.”
Fjárhættuspil Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12