Kínverskum kolanámumönnum sagt að spýta í lófana Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 10:49 Verkamenn fylla lestarvagn með kolum við námu í Diantou í Shaanxi-héraði. Kínverjar eru stærstu framleiðendur og notendur kola í heiminum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Beijing hafa skapað kolanámufyrirtækjum Kína að auka framleiðslu sína til þess að vinna gegn orkuskorti í landinu. Skerða hefur þurft rafmagn til milljóna heimila og fyrirtækja undanfarnar vikur. Eftirspurn eftir orku hefur aukist margfalt í Kína líkt og víða annars staðar í heiminum eftir að byrjað var að slaka á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrir vikið hefur orðið rafmagnsleysi í nokkrum héruðum í Kína vegna þess að orkuver hafa þurt að skammta rafmagn frá því um miðjan september. Þrjú helstu kolahéruð landsins hafa nú heitið því að herða sig í framleiðslu á kolum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Innri-Mongólíu, annars umsvifamesta kolahéraðsins, hafa sagt stjórnendum fleiri en sjötíu kolanáma að auka árlega framleiðslu um hátt í hundrað milljónir tonna. Það nemur um þremur prósentum af heildarkolanotkun Kína á ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að framleiðsluaukningin muni létta á skortinum en ekki leysa vandamálið. Yfirvöld þurfi áfram að skammta rafmagn til að tryggja framboð yfir vetrarmánuðina. Stjórnvöld hafa þegar látið opna aftur tugi gamalla kolanáma og lagt blessun sína yfir opnun nokkurs fjölda nýrra náma. Indland stendur frammi fyrir orkuvanda Orkuskorts hefur orðið vart víðar um heim á undanförnum vikum, þar á meðal á meginlandi Evrópu, Bretlandi og Indlandi. Ástandið er sagt sérstaklega slæmt á Indlandi þar sem orkufyrirtæki landsins eiga í stökustu vandræðum með að tryggja sér næg kol til að anna eftirspurn eftir rafmagni. Aðeins nokkurra daga byrgðir af kolum eru eftir víða. Um 70% rafmagn er framleitt með bruna á kolum á Indlandi. Af 135 kolaorkuverum eru 108 með lágmarksbyrgðir af kolum, að sögn AP-fréttastofunnar. R.K. Singh, orkumálaráðherra Indlands, segir að Indverjar gætu þurft að búa sig undir fimm til sex mánuði af erfiðleikum vegna orkuskorts. Orkunotkun jókst um fimmtung í ágúst frá sama mánuði árið 2019 áður en faraldurinn hægði á öllum efnahagsumsvifum. Viðsnúningurinn eftir faraldurinn hefur verið mun hraðari en gert var ráð fyrir. Framboðið á orku hefur minnkað enn vegna flóða í kolanámum í óvenjuáköfu úrhelli á Indlandi. Heimsmarkaðsverð á kolum er svo hátt að séfræðingar telja að Indverjar geti ekki bjargað sér með því að flytja þau inn. Kína Loftslagsmál Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira
Eftirspurn eftir orku hefur aukist margfalt í Kína líkt og víða annars staðar í heiminum eftir að byrjað var að slaka á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrir vikið hefur orðið rafmagnsleysi í nokkrum héruðum í Kína vegna þess að orkuver hafa þurt að skammta rafmagn frá því um miðjan september. Þrjú helstu kolahéruð landsins hafa nú heitið því að herða sig í framleiðslu á kolum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í Innri-Mongólíu, annars umsvifamesta kolahéraðsins, hafa sagt stjórnendum fleiri en sjötíu kolanáma að auka árlega framleiðslu um hátt í hundrað milljónir tonna. Það nemur um þremur prósentum af heildarkolanotkun Kína á ári. Reuters-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum að framleiðsluaukningin muni létta á skortinum en ekki leysa vandamálið. Yfirvöld þurfi áfram að skammta rafmagn til að tryggja framboð yfir vetrarmánuðina. Stjórnvöld hafa þegar látið opna aftur tugi gamalla kolanáma og lagt blessun sína yfir opnun nokkurs fjölda nýrra náma. Indland stendur frammi fyrir orkuvanda Orkuskorts hefur orðið vart víðar um heim á undanförnum vikum, þar á meðal á meginlandi Evrópu, Bretlandi og Indlandi. Ástandið er sagt sérstaklega slæmt á Indlandi þar sem orkufyrirtæki landsins eiga í stökustu vandræðum með að tryggja sér næg kol til að anna eftirspurn eftir rafmagni. Aðeins nokkurra daga byrgðir af kolum eru eftir víða. Um 70% rafmagn er framleitt með bruna á kolum á Indlandi. Af 135 kolaorkuverum eru 108 með lágmarksbyrgðir af kolum, að sögn AP-fréttastofunnar. R.K. Singh, orkumálaráðherra Indlands, segir að Indverjar gætu þurft að búa sig undir fimm til sex mánuði af erfiðleikum vegna orkuskorts. Orkunotkun jókst um fimmtung í ágúst frá sama mánuði árið 2019 áður en faraldurinn hægði á öllum efnahagsumsvifum. Viðsnúningurinn eftir faraldurinn hefur verið mun hraðari en gert var ráð fyrir. Framboðið á orku hefur minnkað enn vegna flóða í kolanámum í óvenjuáköfu úrhelli á Indlandi. Heimsmarkaðsverð á kolum er svo hátt að séfræðingar telja að Indverjar geti ekki bjargað sér með því að flytja þau inn.
Kína Loftslagsmál Orkumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Sjá meira
Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. 27. september 2021 11:32