XY kreysti fram sigur gegn Sögu Snorri Rafn Hallsson skrifar 9. október 2021 14:00 Eftir frábæran leik fyrr í vikunni hélt XY þar sem frá var horfið og mættu sjóðheitir til leiks í gærkvöldi. Lið Sögu samanstendur að stórum hluta af liðsmönnum Þórs frá því á síðasta tímabili þar sem liðið lenti í fimmta sæti í deildinni. Leikurinn fór fram á Nuke kortinu og hafði XY betur í hnífalotunni og fékk því að velja sér hlið til að byrja á. XY hóf leikinn í Vörn (Counter-Terrorists) en Saga brá sér í hlutverk hryðjuverkamannanna. XY unni sér heldur betur vel í vörninni til að byrja með og nýttu handsprengjur og reyksprengjur vel til að stilla upp þéttum vegg og sækja fellur í upphafi lotanna. XY gaf engin færi á sér og aðgerðir Sögu reyndust marklausar. XY sigldi því fram úr og vann fyrstu sjö loturnar nokkuð auðveldlega. Um miðjan fyrri hálfleik tók Saga sitt annað leikhlé og reyndist það gríðarlega mikilvægt. Liðsmenn komu rólegir til baka í leikinn og nýttu sér græðgi XY til að komast í yfirtölu í áttundu lotu. Þannig sýndi liðið á sér nýja hlið, en á síðasta tímabili þurfti lið Sögu að byrja leiki vel til þess að eiga nokkurn möguleika á sigri. Liðið er ekki þekkt fyrir að vera sérlega dýnamískt í sókninni og keyrir gjarnan á sama leikskipulagi, en um leið og Saga fann veikan punkt á vörn XY á útisvæðinu var ekki aftur snúið. Saga vann næstu sex lotur og hefði staðan ekki getað verið jafnari eftir fyrri hálfleik. Staða í hálfleik: Saga 7 - 8 XY Saga hélt uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks þar sem ADHD felldi fjóra andstæðinga í einni lotu með Scout-byssunni og handsprengjunum rigndi yfir liðsmenn XY. Þannig komst Saga fram úr XY en eftir frábæran sprett hjá XY þar sem KeliTURBO felldi þrjá menn tvær lotur í röð náði XY aftur yfirhöndinni í leiknum. Saga þurfti að spara við sig í vopnakaupum en spilaði þó vel úr því sem leikmenn þó höfðu og veittu góða viðspyrnu. Allt fram í síðustu lotu leiksins gat leikurinn farið á báðu vegu en honum lauk með sigri XY þegar Keliturbo felldi ADHD til að krækja í sigurinn. Lokastaða: Saga 14 - 16 XY XY sem lék tvo leiki í fyrstu umferð en situr hjá í þeirri næstu hefur unnið báða sína leiki og situr því á toppi deildarinnar. Lið Sögu þarf hins vegar að taka á honum stóra sínum næsta þriðjudag þegar liðið mætur ríkjandi meisturum Dusty. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir Sprækir Þórsarar burstuðu ringlað lið Vallea Nýtt lið Þórs gerði sér lítið fyrir og gjörsigraði Vallea í fyrsta leik liðanna á tímabilinu. Vallea kom engum vörnum við gegn StebbaC0C0 sem átti stóran þátt í 16-3 sigri Þórs. 6. október 2021 13:15 Vodafonedeildin í beinni: Tveir hörkuleikir í kvöld Vodafone-deildin í Counter Strike: Global Offensive, eða einfaldlega CS:GO, heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum. 8. október 2021 20:11
Eftir frábæran leik fyrr í vikunni hélt XY þar sem frá var horfið og mættu sjóðheitir til leiks í gærkvöldi. Lið Sögu samanstendur að stórum hluta af liðsmönnum Þórs frá því á síðasta tímabili þar sem liðið lenti í fimmta sæti í deildinni. Leikurinn fór fram á Nuke kortinu og hafði XY betur í hnífalotunni og fékk því að velja sér hlið til að byrja á. XY hóf leikinn í Vörn (Counter-Terrorists) en Saga brá sér í hlutverk hryðjuverkamannanna. XY unni sér heldur betur vel í vörninni til að byrja með og nýttu handsprengjur og reyksprengjur vel til að stilla upp þéttum vegg og sækja fellur í upphafi lotanna. XY gaf engin færi á sér og aðgerðir Sögu reyndust marklausar. XY sigldi því fram úr og vann fyrstu sjö loturnar nokkuð auðveldlega. Um miðjan fyrri hálfleik tók Saga sitt annað leikhlé og reyndist það gríðarlega mikilvægt. Liðsmenn komu rólegir til baka í leikinn og nýttu sér græðgi XY til að komast í yfirtölu í áttundu lotu. Þannig sýndi liðið á sér nýja hlið, en á síðasta tímabili þurfti lið Sögu að byrja leiki vel til þess að eiga nokkurn möguleika á sigri. Liðið er ekki þekkt fyrir að vera sérlega dýnamískt í sókninni og keyrir gjarnan á sama leikskipulagi, en um leið og Saga fann veikan punkt á vörn XY á útisvæðinu var ekki aftur snúið. Saga vann næstu sex lotur og hefði staðan ekki getað verið jafnari eftir fyrri hálfleik. Staða í hálfleik: Saga 7 - 8 XY Saga hélt uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks þar sem ADHD felldi fjóra andstæðinga í einni lotu með Scout-byssunni og handsprengjunum rigndi yfir liðsmenn XY. Þannig komst Saga fram úr XY en eftir frábæran sprett hjá XY þar sem KeliTURBO felldi þrjá menn tvær lotur í röð náði XY aftur yfirhöndinni í leiknum. Saga þurfti að spara við sig í vopnakaupum en spilaði þó vel úr því sem leikmenn þó höfðu og veittu góða viðspyrnu. Allt fram í síðustu lotu leiksins gat leikurinn farið á báðu vegu en honum lauk með sigri XY þegar Keliturbo felldi ADHD til að krækja í sigurinn. Lokastaða: Saga 14 - 16 XY XY sem lék tvo leiki í fyrstu umferð en situr hjá í þeirri næstu hefur unnið báða sína leiki og situr því á toppi deildarinnar. Lið Sögu þarf hins vegar að taka á honum stóra sínum næsta þriðjudag þegar liðið mætur ríkjandi meisturum Dusty. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir Sprækir Þórsarar burstuðu ringlað lið Vallea Nýtt lið Þórs gerði sér lítið fyrir og gjörsigraði Vallea í fyrsta leik liðanna á tímabilinu. Vallea kom engum vörnum við gegn StebbaC0C0 sem átti stóran þátt í 16-3 sigri Þórs. 6. október 2021 13:15 Vodafonedeildin í beinni: Tveir hörkuleikir í kvöld Vodafone-deildin í Counter Strike: Global Offensive, eða einfaldlega CS:GO, heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum. 8. október 2021 20:11
Sprækir Þórsarar burstuðu ringlað lið Vallea Nýtt lið Þórs gerði sér lítið fyrir og gjörsigraði Vallea í fyrsta leik liðanna á tímabilinu. Vallea kom engum vörnum við gegn StebbaC0C0 sem átti stóran þátt í 16-3 sigri Þórs. 6. október 2021 13:15
Vodafonedeildin í beinni: Tveir hörkuleikir í kvöld Vodafone-deildin í Counter Strike: Global Offensive, eða einfaldlega CS:GO, heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum. 8. október 2021 20:11
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti