„Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Snorri Másson skrifar 10. október 2021 17:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðir fámennasta þingflokk á Alþingi um þessar mundir, en heitir því að beita sér áfram gegn ríkisstjórninni. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. Sigmundur var í viðtali, sem sjá má í heild sinni hér að neðan, spurður hvað hann teldi að hafi leitt til þess að Birgir Þórarinsson hafi ákveðið eins snarlega að yfirgefa þingflokkinn og hann gerði. Þar léku sjálfstæðismenn lykilhlutverk, segir Sigmundur. „Mér heyrðist að það hafi verið einhverjir snillingar í Sjálfstæðisflokknum sem töldu sig geta komið í veg fyrir að Miðflokkurinn næði að stofna þingflokk ef þeir næðu einum manni nógu snemma, en höfðu ekki lesið þingskaparlögin nógu vel,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Klippa: Sjálfstæðismenn hafi bruggað Miðflokknum launráð Í lögunum segir að í þingflokki skuli vera a.m.k. þrír þingmenn. Þar segir þó einnig að tveir þingmenn geti myndað þingflokk ef stofnað er til þingflokksins „þegar að loknum kosningum“ og ef þingmennirnir hafi verið kosnir undir merkjum sama flokks. „Þannig að það er hægt að stofna þingflokk með tveimur mönnum ef það er gert strax eftir kosningar. Þannig að við drifum í því og við erum komnir með þingflokk,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Eitthvað hljóta þeir að hafa boðið honum“ Hvernig heldur Sigmundur að Birgi gangi að laga sig að Sjálfstæðisflokknum? Sigmundur telur að hið gagnstæða þurfi nú að eiga sér stað. „Nú hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að þurfa að laga sig að Birgi Þórarinssyni. Eitthvað hljóta þeir nú að hafa boðið honum fyrir að koma svona skyndilega til sín. Þannig að ég hlakka til að sjá hvernig gengur hjá Sjálfstæðisflokknum að laga sig að Birgi,“ segir Sigmundur. Ákvörðun Birgis voru að sögn Sigmundar svik við fólkið sem hjálpaði honum inn á þing fyrir Miðflokkinn. Formaðurinn heitir því að Miðflokkurinn muni láta heyra í sér á komandi þingi þótt það segi sig sjálft að það muni ekki veitast flokknum eins auðvelt að tefja eða koma í veg fyrir mál ríkisstjórnarinnar. Þess skal getið að sitjandi ráðherrar hafa ekki gefið kost á viðtali um nýjan liðsmann Sjálfstæðisflokks um helgina, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir fréttastofu til að ná í nær alla ráðherra ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki viljað veita viðtöl og það hefur Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins á eftir Birgi, ekki heldur gert. Ekki liggur enn fyrir hvort hún fylgi Birgi yfir í Sjálfstæðisflokk, þótt hans málflutningur hafi allur verið á þá leið. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Líkir Birgi við Júdas Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. 10. október 2021 13:07 Tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu og biður kjósendur flokksins afsökunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur beðið kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi afsökunar vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar, nú þingmanns Sjálfstæðisflokksins, úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. 10. október 2021 11:55 Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Sigmundur var í viðtali, sem sjá má í heild sinni hér að neðan, spurður hvað hann teldi að hafi leitt til þess að Birgir Þórarinsson hafi ákveðið eins snarlega að yfirgefa þingflokkinn og hann gerði. Þar léku sjálfstæðismenn lykilhlutverk, segir Sigmundur. „Mér heyrðist að það hafi verið einhverjir snillingar í Sjálfstæðisflokknum sem töldu sig geta komið í veg fyrir að Miðflokkurinn næði að stofna þingflokk ef þeir næðu einum manni nógu snemma, en höfðu ekki lesið þingskaparlögin nógu vel,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Klippa: Sjálfstæðismenn hafi bruggað Miðflokknum launráð Í lögunum segir að í þingflokki skuli vera a.m.k. þrír þingmenn. Þar segir þó einnig að tveir þingmenn geti myndað þingflokk ef stofnað er til þingflokksins „þegar að loknum kosningum“ og ef þingmennirnir hafi verið kosnir undir merkjum sama flokks. „Þannig að það er hægt að stofna þingflokk með tveimur mönnum ef það er gert strax eftir kosningar. Þannig að við drifum í því og við erum komnir með þingflokk,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Eitthvað hljóta þeir að hafa boðið honum“ Hvernig heldur Sigmundur að Birgi gangi að laga sig að Sjálfstæðisflokknum? Sigmundur telur að hið gagnstæða þurfi nú að eiga sér stað. „Nú hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að þurfa að laga sig að Birgi Þórarinssyni. Eitthvað hljóta þeir nú að hafa boðið honum fyrir að koma svona skyndilega til sín. Þannig að ég hlakka til að sjá hvernig gengur hjá Sjálfstæðisflokknum að laga sig að Birgi,“ segir Sigmundur. Ákvörðun Birgis voru að sögn Sigmundar svik við fólkið sem hjálpaði honum inn á þing fyrir Miðflokkinn. Formaðurinn heitir því að Miðflokkurinn muni láta heyra í sér á komandi þingi þótt það segi sig sjálft að það muni ekki veitast flokknum eins auðvelt að tefja eða koma í veg fyrir mál ríkisstjórnarinnar. Þess skal getið að sitjandi ráðherrar hafa ekki gefið kost á viðtali um nýjan liðsmann Sjálfstæðisflokks um helgina, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir fréttastofu til að ná í nær alla ráðherra ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki viljað veita viðtöl og það hefur Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins á eftir Birgi, ekki heldur gert. Ekki liggur enn fyrir hvort hún fylgi Birgi yfir í Sjálfstæðisflokk, þótt hans málflutningur hafi allur verið á þá leið.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Líkir Birgi við Júdas Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. 10. október 2021 13:07 Tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu og biður kjósendur flokksins afsökunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur beðið kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi afsökunar vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar, nú þingmanns Sjálfstæðisflokksins, úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. 10. október 2021 11:55 Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Líkir Birgi við Júdas Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. 10. október 2021 13:07
Tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu og biður kjósendur flokksins afsökunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur beðið kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi afsökunar vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar, nú þingmanns Sjálfstæðisflokksins, úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. 10. október 2021 11:55
Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38