Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Snorri Másson skrifar 10. október 2021 19:31 Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar, sem kemst að lokaniðurstöðu í kærumálum í Norðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ber ábyrgð á einni slíkri kæru. Vísir/Vilhelm Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður, datt út af þingi eftir að niðurstöður endurtalningar lágu fyrir og jöfnunarsætahringekjan svonefnda valt aftur af stað. Hvernig hafa þessir dagar verið? „Þetta hefur verið bara úr hringekju yfir í rússíbana. Þetta hafa verið mjög sérstakir tímar, auðvitað,“ segir Rósa Björk í samtali við fréttastofu. Sagði uppkosningu ýtrasta úrræðið Rósa hefur eins og fleiri kærendur krafist uppkosningar í Norðvesturkjördæmi en segir það stærra mál en svo að það snúist um hagsmuni þeirra þingmanna sem eiga í hlut. Hún óttast aftur á móti að stjórnarþingmenn muni mögulega láta pólitíska hagsmuni ganga framar því að fá rétta niðurstöðu í málið. „Mér finnst óheppilegt þegar formaður undirbúningskjörbréfanefndar lýsir sinni persónulegu skoðun yfir á sunnudag fyrir viku síðan áður en nefndin hefur hafið störf og áður en nefndin er með öll gögnin á borðinu. Það finnst mér óheppilegt,“ segir Rósa Björk. Þar vísar Rósa til ummæla Birgis Ármannsonar, formanns nefndarinnar, í Morgunblaðinu 4. október, sem ætla má að hafi verið sögð daginn áður. Birgir segir þar að enda þótt lögin heimili uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, sé það „ýtrasta úrræðið.“ Fyrst þurfi að skoða „alla aðra möguleika í þaula.“ Með þessu telur Rósa að Birgir hafi lýst skoðun sinni á niðurstöðunni áður en rannsóknin hefur verið leidd til lykta. Undirbúningskjörbréfanefnd er skipuð stjórnarþingmönnum að meirihluta en eins og kunnugt er hélt ríkisstjórnin velli í kosningunum. Rósa segir óheppilegt að þingið kveði sjálft upp úr um eigið lögmæti en bindur vonir við að komist verði að réttri niðurstöðu. Krafa hennar er uppkosning. „Það er í þessu tilviki það mikill vafi að þarna hafi ekki aðeins eitt eða tvo eða þrjú brot á kosningalögum heldur fjölmörg, að ef það er raunin, þurfum við að sýna okkar styrk sem lýðræðisþjóðfélag að geta þá leitt til lykta þessar kosningar í þessu kjördæmi þannig að þær séu lögmætar,“ segir Rósa Björk. Óttastu að stjórnarþingmenn muni láta eigin pólitísku hagsmuni ganga framar því að fá fram rétta niðurstöðu? „Já. Núna er pólitíkin með þetta í höndunum. Við erum með lögfræðina annars vegar sem er bara með kosningalögin og dómaframkvæmd hjá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir framan sig og síðan er það pólitíkin, og það er mjög óheppilegt að pólitíkin sé sjálf að skera úr um eigið lögmæti,“ segir Rósa Björk. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður, datt út af þingi eftir að niðurstöður endurtalningar lágu fyrir og jöfnunarsætahringekjan svonefnda valt aftur af stað. Hvernig hafa þessir dagar verið? „Þetta hefur verið bara úr hringekju yfir í rússíbana. Þetta hafa verið mjög sérstakir tímar, auðvitað,“ segir Rósa Björk í samtali við fréttastofu. Sagði uppkosningu ýtrasta úrræðið Rósa hefur eins og fleiri kærendur krafist uppkosningar í Norðvesturkjördæmi en segir það stærra mál en svo að það snúist um hagsmuni þeirra þingmanna sem eiga í hlut. Hún óttast aftur á móti að stjórnarþingmenn muni mögulega láta pólitíska hagsmuni ganga framar því að fá rétta niðurstöðu í málið. „Mér finnst óheppilegt þegar formaður undirbúningskjörbréfanefndar lýsir sinni persónulegu skoðun yfir á sunnudag fyrir viku síðan áður en nefndin hefur hafið störf og áður en nefndin er með öll gögnin á borðinu. Það finnst mér óheppilegt,“ segir Rósa Björk. Þar vísar Rósa til ummæla Birgis Ármannsonar, formanns nefndarinnar, í Morgunblaðinu 4. október, sem ætla má að hafi verið sögð daginn áður. Birgir segir þar að enda þótt lögin heimili uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, sé það „ýtrasta úrræðið.“ Fyrst þurfi að skoða „alla aðra möguleika í þaula.“ Með þessu telur Rósa að Birgir hafi lýst skoðun sinni á niðurstöðunni áður en rannsóknin hefur verið leidd til lykta. Undirbúningskjörbréfanefnd er skipuð stjórnarþingmönnum að meirihluta en eins og kunnugt er hélt ríkisstjórnin velli í kosningunum. Rósa segir óheppilegt að þingið kveði sjálft upp úr um eigið lögmæti en bindur vonir við að komist verði að réttri niðurstöðu. Krafa hennar er uppkosning. „Það er í þessu tilviki það mikill vafi að þarna hafi ekki aðeins eitt eða tvo eða þrjú brot á kosningalögum heldur fjölmörg, að ef það er raunin, þurfum við að sýna okkar styrk sem lýðræðisþjóðfélag að geta þá leitt til lykta þessar kosningar í þessu kjördæmi þannig að þær séu lögmætar,“ segir Rósa Björk. Óttastu að stjórnarþingmenn muni láta eigin pólitísku hagsmuni ganga framar því að fá fram rétta niðurstöðu? „Já. Núna er pólitíkin með þetta í höndunum. Við erum með lögfræðina annars vegar sem er bara með kosningalögin og dómaframkvæmd hjá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir framan sig og síðan er það pólitíkin, og það er mjög óheppilegt að pólitíkin sé sjálf að skera úr um eigið lögmæti,“ segir Rósa Björk.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31