Nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi opnaði í vikunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2021 22:00 Nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi, Arena, opnaði síðastliðinn fimmtudag. Mynd/ArenaGaming.is Síðastliðinn fimmtudag opnaði rafíþróttahöllin Arena í turninum í Kópavogi, en um er að ræða nýjan þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi. Arena býður upp á frábæra aðstöðu til rafíþróttaiðkunnar, sem og tölvuleikjaspilunnar. Hvort sem að um er að ræða tölvuleikjaspilara í leit að afdrepi til að spila í rólegheitum í flottri aðstöðu, eða rafíþróttalið sem stefnir hátt og lætur aðeins bjóða sér það besta, geta allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi á Arena. Boðið er upp á fyrsta flokks aðstöðu á staðnum þar sem að allar PC-tölvurnar eru af nýjustu gerð og á Arena má einnig finna PlayStation 5 tölvur. Hægt er að leigja sali fyrir hópa með PC-tölvum og VIP-herbergi með PlayStation 5 tölvu. Á Arena verður einnig hægt að panta sér veitingar í fljótandi og föstu formi af veitingastaðnum Bytes sem er samtengdur staðnum. View this post on Instagram A post shared by Arena Gaming (@arenagamingisl) Sigurjón Steinsson, framkvæmdarstjóri Arena, sagði í samtali við mbl.is að fyrstu gestirnir hafi verið virkilega ánægðir með aðstöðuna. „Það gekk ótrúlega vel í gær. Allir sem komu voru ánægðir með aðstöðuna og búnaðinn sem við bjóðum uppá. Fólk er ennþá að uppgvöta staðinn og við búumst við því að það verði mikið að gera í dag og um helgina.“ „Við hlökkum til að leyfa fólki að prófa og erum spennt að taka á móti gestum. Við miðum að því að búa til vinalega og skemmtilega stemningu fyrir allan aldur og eru allir velkomnir,“ sagði Sigurjón. Einnig eru á döfinni margir viðburðir hjá Arena, svo sem mót í mismunandi tölvuleikjum og einnig verður hægt að horfa á heimsmeistaramótið í League of Legends á staðnum. Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst einmitt á morgun. Rafíþróttir Kópavogur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Hvort sem að um er að ræða tölvuleikjaspilara í leit að afdrepi til að spila í rólegheitum í flottri aðstöðu, eða rafíþróttalið sem stefnir hátt og lætur aðeins bjóða sér það besta, geta allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi á Arena. Boðið er upp á fyrsta flokks aðstöðu á staðnum þar sem að allar PC-tölvurnar eru af nýjustu gerð og á Arena má einnig finna PlayStation 5 tölvur. Hægt er að leigja sali fyrir hópa með PC-tölvum og VIP-herbergi með PlayStation 5 tölvu. Á Arena verður einnig hægt að panta sér veitingar í fljótandi og föstu formi af veitingastaðnum Bytes sem er samtengdur staðnum. View this post on Instagram A post shared by Arena Gaming (@arenagamingisl) Sigurjón Steinsson, framkvæmdarstjóri Arena, sagði í samtali við mbl.is að fyrstu gestirnir hafi verið virkilega ánægðir með aðstöðuna. „Það gekk ótrúlega vel í gær. Allir sem komu voru ánægðir með aðstöðuna og búnaðinn sem við bjóðum uppá. Fólk er ennþá að uppgvöta staðinn og við búumst við því að það verði mikið að gera í dag og um helgina.“ „Við hlökkum til að leyfa fólki að prófa og erum spennt að taka á móti gestum. Við miðum að því að búa til vinalega og skemmtilega stemningu fyrir allan aldur og eru allir velkomnir,“ sagði Sigurjón. Einnig eru á döfinni margir viðburðir hjá Arena, svo sem mót í mismunandi tölvuleikjum og einnig verður hægt að horfa á heimsmeistaramótið í League of Legends á staðnum. Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst einmitt á morgun.
Rafíþróttir Kópavogur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira