Gæti orðið fyrsta undankeppnin í meira en fjörutíu ár án heimasigurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 12:31 Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu hafa uppskorið lítið á Laugardalsvellinum í þessari undankeppni. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld er síðasti möguleikinn fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu að vinna leik á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í Katar 2022. Íslenska liðið tekur á móti Liechtenstein sem jafnframt verður fimmti heimaleikur liðsins í röð í þessari undankeppni. Íslensku strákarnir hafa fagnað mörgum sigrum í Laugardalnum undanfarin ár en svo hefur ekki verið í þessari fyrstu undankeppni undir stjórn þeirra Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Í síðustu tveimur undankeppnum (HM 2018 og EM 2020) unnust níu af tíu heimaleikjum liðsins og tíundi heimasigurinn kom síðan í umpilsleik á móti Rúmeníu. Nú er staðan allt önnur og liðið bíður enn eftir fyrsta heimasigri sínum. Íslenska liðið hefur aðeins náð tveimur stigum samanlagt út úr fjórum fyrstu heimaleikjum sínum og er eins og er með fleiri stig á útivelli en á heimavelli í keppninni. Íslensku strákarnir náðu að jafna metin á móti Norður-Makedóníu og Armeníu en töpuðu heimaleikjum sínum á móti Þýskalandi og Rúmeníu. Takist liðinu ekki að vinna lið Liechtenstein í kvöld þá yrði þetta fyrsta undankeppnin í meira en fjörutíu ár þar sem liðið nær ekki að vinna heimaleik. Íslenska liðið tapaði öllum sínum heimaleikjum í undankeppni EM 1980 en íslenska liðið var þá í riðli með Hollandi, Póllandi, Austur-Þýskalandi og Sviss. Heimaleikirnir töpuðust með markatölunni 1-11. Þegar kemur að undankeppnum heimsmeistaramótsins þá hefur íslenska liðið unnið að minnsta kosti einn leik allar götur síðan í undankeppni HM 1974. Þá spilaði íslenska liðið reyndar aðeins einn heimaleik hér á landi en heimaleikirnir á móti Hollandi og Belgíu voru báðir spilaðir erlendis. Heimaleikir Íslands í undankeppnum HM 2018 og EM 2020: 9 sigrar í 10 leikjum 1 tapleikur Markatala: +16 (18-4) - Heimaleikir Íslands í undankeppni HM 2022: 0 sigrar í 4 leikjum 2 tapleikir Markatala: -6 (3-9) HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Íslenska liðið tekur á móti Liechtenstein sem jafnframt verður fimmti heimaleikur liðsins í röð í þessari undankeppni. Íslensku strákarnir hafa fagnað mörgum sigrum í Laugardalnum undanfarin ár en svo hefur ekki verið í þessari fyrstu undankeppni undir stjórn þeirra Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Í síðustu tveimur undankeppnum (HM 2018 og EM 2020) unnust níu af tíu heimaleikjum liðsins og tíundi heimasigurinn kom síðan í umpilsleik á móti Rúmeníu. Nú er staðan allt önnur og liðið bíður enn eftir fyrsta heimasigri sínum. Íslenska liðið hefur aðeins náð tveimur stigum samanlagt út úr fjórum fyrstu heimaleikjum sínum og er eins og er með fleiri stig á útivelli en á heimavelli í keppninni. Íslensku strákarnir náðu að jafna metin á móti Norður-Makedóníu og Armeníu en töpuðu heimaleikjum sínum á móti Þýskalandi og Rúmeníu. Takist liðinu ekki að vinna lið Liechtenstein í kvöld þá yrði þetta fyrsta undankeppnin í meira en fjörutíu ár þar sem liðið nær ekki að vinna heimaleik. Íslenska liðið tapaði öllum sínum heimaleikjum í undankeppni EM 1980 en íslenska liðið var þá í riðli með Hollandi, Póllandi, Austur-Þýskalandi og Sviss. Heimaleikirnir töpuðust með markatölunni 1-11. Þegar kemur að undankeppnum heimsmeistaramótsins þá hefur íslenska liðið unnið að minnsta kosti einn leik allar götur síðan í undankeppni HM 1974. Þá spilaði íslenska liðið reyndar aðeins einn heimaleik hér á landi en heimaleikirnir á móti Hollandi og Belgíu voru báðir spilaðir erlendis. Heimaleikir Íslands í undankeppnum HM 2018 og EM 2020: 9 sigrar í 10 leikjum 1 tapleikur Markatala: +16 (18-4) - Heimaleikir Íslands í undankeppni HM 2022: 0 sigrar í 4 leikjum 2 tapleikir Markatala: -6 (3-9)
Heimaleikir Íslands í undankeppnum HM 2018 og EM 2020: 9 sigrar í 10 leikjum 1 tapleikur Markatala: +16 (18-4) - Heimaleikir Íslands í undankeppni HM 2022: 0 sigrar í 4 leikjum 2 tapleikir Markatala: -6 (3-9)
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira