Enski boltinn

Sterling opinn fyrir því að yfirgefa City

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Raheem Sterling segist vera opinn fyrir því að yfirgefa City ef tækifæri fyrir utan landsteinanna býðst.
Raheem Sterling segist vera opinn fyrir því að yfirgefa City ef tækifæri fyrir utan landsteinanna býðst. Getty/Matthew Ashton

Enski sóknarmaðurinn Raheem Sterling segist vera opinn fyrir því að yfirgefa herbúðir Manchester City fái hann ekki meiri spiltíma.

Sterling myndi þó ekki vilja spila fyrir annað lið í ensku úrvalsdeildinni, en hann segist hafa dreymt um það frá unga aldri að spila erlendis.

„Ef að tækifærið býðst, þá væri ég opinn fyrir því að fara eitthvað annað,“ sagði þessi 26 ára sóknarmaður.

„Á þessum tímapunkti í lífi mínu er fótboltinn það allra mikilvægasta. Ég hef alltaf haft þetta á bakvið eyrað að kannski einhverntímann myndi ég vilja spila fyrir utan England og sjá hvernig ég tekst á við þá áskorun.“

Tækifærin hafa verið af skornum skammti fyrir Sterling, en hann hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Koma Jack Grealish hefur aukið samkeppnina, en Sterling gekk til liðs við City árið 2015 frá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×