Finnur Freyr: Við trúum því að þetta lið sé nógu gott til að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann Árni Jóhannsson skrifar 14. október 2021 22:33 Finnur var ánægður með sína menn í kvöld Valsmenn fóru með sigur af hólmi gegn Grindvíkingum í kvöld þegar liðin áttust við í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn endaði 81-77 í leik sem var kaflaskiptur og var Finnur ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. Valsmenn fóru með sigur af hólmi gegn Grindvíkingum í kvöld þegar liðin áttust við í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn endaði 81-77 í leik sem var kaflaskiptur og var Finnur ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. Finnur var spurður að því hvað hafi skilið liðin að og svaraði hann um hæl „fjögur stig“ og brosti áður en hann hélt áfram í greiningu á leiknum. „Nokkur stopp í leiknum. Við náðum að byggja upp ágætis mun nokkrum sinnum í leiknum en missum hann alltaf til baka og kredit á sérstaklega Kidda að setja niður stór skot í lokin en við við kláruðum þetta fyrst og fremst með smá iðnaði. Sterk fráköst og varnarstopp þegar það skipti máli.“ Sóknarleikur beggja liða var mjög stífur framan af og var Finnur spurður út í hvað hann hafi séð í sínu liði sem batnaði þegar leið á leikinn. „Mér finnst við vera að læra betur inn á hvorn annan eftir því sem líður á. Grindvíkingarnir eru þéttir og hávaxnir og geta skipt á stöðum. Ivan er svo gríðarlega grimmur undir körfunni þannig að ég var mjög ánægður með að við fórum að finna lausnir og fórum t.d. að finna Callum á fleiri stöðum. Það hefur vantað í fyrstu tveimur leikjunum og svo er jákvætt að strákar eins og Sveinn Búi komi inn og þori þegar mest á reynir.“ Áður nefndur Sveinn Búi Birgisson átti flotta innkomu af bekknum og skoraði átta stig og var Finnur inntur eftir því hvort það væru ekki jákvæð teikn að hann fengi framlag frá mörgum leikmönnum og þar á meðal ungum leikmanni eins og Sveini. „Þetta er það sem ég hef séð frá Sveini Búa á undirbúningstímabilinu og svo hefur Ástþór einnig verið að sýna þetta. Það er krafan að þeir geri eitthvða svona þegar þeir koma inn. Kannski ekki í hverjum leik en að þeir séu tilbúnir að koma inn og vera ógn. Þeir eru báðir góðir skotmenn og frábærir sóknarmenn og eru að batna varnarlega og eftir því sem við þjöppum okkur meira saman og lærum meira inn á hvern annann að þá fer flæðið að koma og menn finna meira og meira svigrúm til að gera sína hluti.“ Að lokum var spurt að því hvort eitthvað væri að frétta af leikmanni sem telst til kanaígildis hjá Valsmönnum en það hefur verið rætt hvort þannig leikmaður sé á leið til liðsins. „Nei, við trúum því að þetta lið sem við erum með sé nógu gott til að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og það er náttúrlega okkar markmið. Okkur dreymir en við vitum að til þess að það gerist þá þurfum við að leggja gríðarlega mikið á okkur og hlutirnir þurfa að falla fyrir okkur. Við skoðum þau mál bara ef þau koma upp og ef það þróast þannig en við erum ánægðir með hópinn eins og hann er í dag.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 81-77 | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla Miklar væntingar eru gerðar til Valsmanna í vetur og liðið þarf að sanna sig eftir skella á Króknum í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Nú koma Grindvíkingar í heimsókn á Hlíðarenda. 14. október 2021 22:15 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Valsmenn fóru með sigur af hólmi gegn Grindvíkingum í kvöld þegar liðin áttust við í annarri umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn endaði 81-77 í leik sem var kaflaskiptur og var Finnur ánægður með ýmsa hluti í leik sinna manna. Finnur var spurður að því hvað hafi skilið liðin að og svaraði hann um hæl „fjögur stig“ og brosti áður en hann hélt áfram í greiningu á leiknum. „Nokkur stopp í leiknum. Við náðum að byggja upp ágætis mun nokkrum sinnum í leiknum en missum hann alltaf til baka og kredit á sérstaklega Kidda að setja niður stór skot í lokin en við við kláruðum þetta fyrst og fremst með smá iðnaði. Sterk fráköst og varnarstopp þegar það skipti máli.“ Sóknarleikur beggja liða var mjög stífur framan af og var Finnur spurður út í hvað hann hafi séð í sínu liði sem batnaði þegar leið á leikinn. „Mér finnst við vera að læra betur inn á hvorn annan eftir því sem líður á. Grindvíkingarnir eru þéttir og hávaxnir og geta skipt á stöðum. Ivan er svo gríðarlega grimmur undir körfunni þannig að ég var mjög ánægður með að við fórum að finna lausnir og fórum t.d. að finna Callum á fleiri stöðum. Það hefur vantað í fyrstu tveimur leikjunum og svo er jákvætt að strákar eins og Sveinn Búi komi inn og þori þegar mest á reynir.“ Áður nefndur Sveinn Búi Birgisson átti flotta innkomu af bekknum og skoraði átta stig og var Finnur inntur eftir því hvort það væru ekki jákvæð teikn að hann fengi framlag frá mörgum leikmönnum og þar á meðal ungum leikmanni eins og Sveini. „Þetta er það sem ég hef séð frá Sveini Búa á undirbúningstímabilinu og svo hefur Ástþór einnig verið að sýna þetta. Það er krafan að þeir geri eitthvða svona þegar þeir koma inn. Kannski ekki í hverjum leik en að þeir séu tilbúnir að koma inn og vera ógn. Þeir eru báðir góðir skotmenn og frábærir sóknarmenn og eru að batna varnarlega og eftir því sem við þjöppum okkur meira saman og lærum meira inn á hvern annann að þá fer flæðið að koma og menn finna meira og meira svigrúm til að gera sína hluti.“ Að lokum var spurt að því hvort eitthvað væri að frétta af leikmanni sem telst til kanaígildis hjá Valsmönnum en það hefur verið rætt hvort þannig leikmaður sé á leið til liðsins. „Nei, við trúum því að þetta lið sem við erum með sé nógu gott til að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og það er náttúrlega okkar markmið. Okkur dreymir en við vitum að til þess að það gerist þá þurfum við að leggja gríðarlega mikið á okkur og hlutirnir þurfa að falla fyrir okkur. Við skoðum þau mál bara ef þau koma upp og ef það þróast þannig en við erum ánægðir með hópinn eins og hann er í dag.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 81-77 | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla Miklar væntingar eru gerðar til Valsmanna í vetur og liðið þarf að sanna sig eftir skella á Króknum í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Nú koma Grindvíkingar í heimsókn á Hlíðarenda. 14. október 2021 22:15 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 81-77 | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla Miklar væntingar eru gerðar til Valsmanna í vetur og liðið þarf að sanna sig eftir skella á Króknum í fyrstu umferð Subway-deildar karla. Nú koma Grindvíkingar í heimsókn á Hlíðarenda. 14. október 2021 22:15
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum