Úrslit: Everton - West Ham 0-1 | Ogbonna hetja West Ham

Charles Ogbonna
Charles Ogbonna vísir/getty

Fyrir leikinn voru Everton með fjórtán stig í sjötta sætinu en Hamrarnir voru með ellefu stig í tólfta sæti. Leikurinn bar þess merki að hvorugt liðið vildi tapa. Frekar varfærin fyrri hálfleikur þar sem bæði lið áttu ágætis hálffæri en ekki mikið meira en það.

Það var meira fjör í síðari hálfleik og West Ham fengu nokkur ákjósanleg færi til þess að taka forystuna en inn vildi boltinn ekki. Munaði þar miklu um að Michal Antonio átti ekki sinn besta leik og virtist ekki ganga alveg heill til skógar.

Á 74. mínútu fengu West Ham hornspyrnu. Jarrod Bowen tók hornið og sendi boltann beint á kollinn á Charles Ogbonna sem sneiddi boltann fallega í fjærhornið. 0-1. Everton gerðu eins og þeir gátu til þess að jafna leikinn en ekkert gekk og leikmenn West Ham fögnuðu sigri.

West Ham komst með sigrinum upp að hlið Everton með fjórtán stig en betri markatölu. Þar með er West Ham í sjötta sætinu en Everton í því sjöunda.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira