„Mjög gaman að vera svona mikið bleikur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. október 2021 20:14 Þorgils Gunnarsson, starfsmaður BYKO, litaði meira að segja skeggið í tilefni dagsins. Fjölmargir landsmenn klæddust bleiku í dag í tilefni Bleika dagsins þar sem ætlunin er að sýna konum sem hafa greinst með krabbamein samstöðu. Mikil stemning var víða í samfélaginu. Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, og fer fram ár hvert í október. Á Bleika deginum er fólk hvatt til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Mikil stemning var víða í tilefni dagsins þar sem fjölmörg fyrirtæki, skólar og verslanir nýttu tækifærið til að skarta öllu því bleika sem þau áttu til í fataskápnum. Stemninginn var til að mynda frábær í BYKO Breidd í Kópvogi þar sem óhætt er að segja að allt hafi verið lagt í sölurnar. Starfsmenn klæddust þar allir bleiku og var til að mynda keppni milli deilda. „Við settum af stað í fyrra, á bleika deginum líka, keppni um bleikustu deildina, það er að segja hversu bleikir menn geta orðið og sameininguna í deildinni, og svo bleikustu einstaklingarnir,“ segir Kristján Birgisson, starfsmaður BYKO Breidd. „Menn eru að leggja dálítið í þetta.“ „Þetta er bæði gaman og hópefli fyrir fólkið í búðinni og svo til að sýna stuðning við konur þjóðarinnar,“ segir Kristján enn fremur. Samstaðan var mikil meðal starfsmanna sem fréttastofa ræddi við og sögðu þeir mikilvægt að sýna stuðning í verki. Kristján Birgisson segir daginn hafa verið skemmtilegan og keppnin gengið vel. Með bleikan hamar og litað skegg Þrátt fyrir að starfsmenn hafi fyrst og fremst klæðst bleiku í dag til að sýna samstöðu, er óhætt að segja að smá keppnisskap hafi verið í fólki. Einn bleikasti einstaklingurinn var meðal annars með bleikan hamar og bleikt málband til viðbótar við bleikan fatnað, bleika hárkollu, og bleikt skegg. „Þetta er búið að vera mjög gaman og bara mjög gaman að vera svona mikið bleikur og það vekur mikla athygli. Ég hef alltaf verið þannig að ég fer alla leið inn þegar ég geri eitthvað svona,“ segir Þorgils Gunnarsson, starfsmaður verslunarinnar, en hann fékk mikið hrós frá bæði starfsmönnum og viðskiptavinum fyrir klæðaburðinn í dag. Hrærð yfir stuðningnum Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir daginn hafa gengið vonum framar. Salan á Bleiku slaufunni hefur gengið mjög vel og er hún nánast uppseld á flestum sölustöðum. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Krabbameinsfélagið finnur fyrir alveg ótrúlegum stuðning og maður verður eiginlega bara svolítið væminn. Við erum alveg hrærð yfir þessum stuðningi og greinilegt að þjóðin hefur tekið til sín slagorðið; verum til, látum lífið ekki bara líða hjá og verum til taks fyrir allar þær konur sem greinast með krabbamein og fyrir fjölskyldur þeirra,“ segir Halla. „Það er bara um að gera núna að verða sér út um eitthvað bleikt til að skarta á næsta ári. Það veitir ekki af að lífga aðeins upp á skammdegið og sýna með því stuðning í verki,“ segir hún enn fremur. Hér fyrir neðan má finna myndir sem Krabbameinsfélagið fékk sent frá öðrum fyrirtækjum sem tóku þátt í bleika deginum. Ljóst er að gleðin var við völd víða. Heilbrigðismál Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, og fer fram ár hvert í október. Á Bleika deginum er fólk hvatt til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Mikil stemning var víða í tilefni dagsins þar sem fjölmörg fyrirtæki, skólar og verslanir nýttu tækifærið til að skarta öllu því bleika sem þau áttu til í fataskápnum. Stemninginn var til að mynda frábær í BYKO Breidd í Kópvogi þar sem óhætt er að segja að allt hafi verið lagt í sölurnar. Starfsmenn klæddust þar allir bleiku og var til að mynda keppni milli deilda. „Við settum af stað í fyrra, á bleika deginum líka, keppni um bleikustu deildina, það er að segja hversu bleikir menn geta orðið og sameininguna í deildinni, og svo bleikustu einstaklingarnir,“ segir Kristján Birgisson, starfsmaður BYKO Breidd. „Menn eru að leggja dálítið í þetta.“ „Þetta er bæði gaman og hópefli fyrir fólkið í búðinni og svo til að sýna stuðning við konur þjóðarinnar,“ segir Kristján enn fremur. Samstaðan var mikil meðal starfsmanna sem fréttastofa ræddi við og sögðu þeir mikilvægt að sýna stuðning í verki. Kristján Birgisson segir daginn hafa verið skemmtilegan og keppnin gengið vel. Með bleikan hamar og litað skegg Þrátt fyrir að starfsmenn hafi fyrst og fremst klæðst bleiku í dag til að sýna samstöðu, er óhætt að segja að smá keppnisskap hafi verið í fólki. Einn bleikasti einstaklingurinn var meðal annars með bleikan hamar og bleikt málband til viðbótar við bleikan fatnað, bleika hárkollu, og bleikt skegg. „Þetta er búið að vera mjög gaman og bara mjög gaman að vera svona mikið bleikur og það vekur mikla athygli. Ég hef alltaf verið þannig að ég fer alla leið inn þegar ég geri eitthvað svona,“ segir Þorgils Gunnarsson, starfsmaður verslunarinnar, en hann fékk mikið hrós frá bæði starfsmönnum og viðskiptavinum fyrir klæðaburðinn í dag. Hrærð yfir stuðningnum Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir daginn hafa gengið vonum framar. Salan á Bleiku slaufunni hefur gengið mjög vel og er hún nánast uppseld á flestum sölustöðum. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Krabbameinsfélagið finnur fyrir alveg ótrúlegum stuðning og maður verður eiginlega bara svolítið væminn. Við erum alveg hrærð yfir þessum stuðningi og greinilegt að þjóðin hefur tekið til sín slagorðið; verum til, látum lífið ekki bara líða hjá og verum til taks fyrir allar þær konur sem greinast með krabbamein og fyrir fjölskyldur þeirra,“ segir Halla. „Það er bara um að gera núna að verða sér út um eitthvað bleikt til að skarta á næsta ári. Það veitir ekki af að lífga aðeins upp á skammdegið og sýna með því stuðning í verki,“ segir hún enn fremur. Hér fyrir neðan má finna myndir sem Krabbameinsfélagið fékk sent frá öðrum fyrirtækjum sem tóku þátt í bleika deginum. Ljóst er að gleðin var við völd víða.
Heilbrigðismál Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira