„Mjög gaman að vera svona mikið bleikur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. október 2021 20:14 Þorgils Gunnarsson, starfsmaður BYKO, litaði meira að segja skeggið í tilefni dagsins. Fjölmargir landsmenn klæddust bleiku í dag í tilefni Bleika dagsins þar sem ætlunin er að sýna konum sem hafa greinst með krabbamein samstöðu. Mikil stemning var víða í samfélaginu. Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, og fer fram ár hvert í október. Á Bleika deginum er fólk hvatt til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Mikil stemning var víða í tilefni dagsins þar sem fjölmörg fyrirtæki, skólar og verslanir nýttu tækifærið til að skarta öllu því bleika sem þau áttu til í fataskápnum. Stemninginn var til að mynda frábær í BYKO Breidd í Kópvogi þar sem óhætt er að segja að allt hafi verið lagt í sölurnar. Starfsmenn klæddust þar allir bleiku og var til að mynda keppni milli deilda. „Við settum af stað í fyrra, á bleika deginum líka, keppni um bleikustu deildina, það er að segja hversu bleikir menn geta orðið og sameininguna í deildinni, og svo bleikustu einstaklingarnir,“ segir Kristján Birgisson, starfsmaður BYKO Breidd. „Menn eru að leggja dálítið í þetta.“ „Þetta er bæði gaman og hópefli fyrir fólkið í búðinni og svo til að sýna stuðning við konur þjóðarinnar,“ segir Kristján enn fremur. Samstaðan var mikil meðal starfsmanna sem fréttastofa ræddi við og sögðu þeir mikilvægt að sýna stuðning í verki. Kristján Birgisson segir daginn hafa verið skemmtilegan og keppnin gengið vel. Með bleikan hamar og litað skegg Þrátt fyrir að starfsmenn hafi fyrst og fremst klæðst bleiku í dag til að sýna samstöðu, er óhætt að segja að smá keppnisskap hafi verið í fólki. Einn bleikasti einstaklingurinn var meðal annars með bleikan hamar og bleikt málband til viðbótar við bleikan fatnað, bleika hárkollu, og bleikt skegg. „Þetta er búið að vera mjög gaman og bara mjög gaman að vera svona mikið bleikur og það vekur mikla athygli. Ég hef alltaf verið þannig að ég fer alla leið inn þegar ég geri eitthvað svona,“ segir Þorgils Gunnarsson, starfsmaður verslunarinnar, en hann fékk mikið hrós frá bæði starfsmönnum og viðskiptavinum fyrir klæðaburðinn í dag. Hrærð yfir stuðningnum Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir daginn hafa gengið vonum framar. Salan á Bleiku slaufunni hefur gengið mjög vel og er hún nánast uppseld á flestum sölustöðum. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Krabbameinsfélagið finnur fyrir alveg ótrúlegum stuðning og maður verður eiginlega bara svolítið væminn. Við erum alveg hrærð yfir þessum stuðningi og greinilegt að þjóðin hefur tekið til sín slagorðið; verum til, látum lífið ekki bara líða hjá og verum til taks fyrir allar þær konur sem greinast með krabbamein og fyrir fjölskyldur þeirra,“ segir Halla. „Það er bara um að gera núna að verða sér út um eitthvað bleikt til að skarta á næsta ári. Það veitir ekki af að lífga aðeins upp á skammdegið og sýna með því stuðning í verki,“ segir hún enn fremur. Hér fyrir neðan má finna myndir sem Krabbameinsfélagið fékk sent frá öðrum fyrirtækjum sem tóku þátt í bleika deginum. Ljóst er að gleðin var við völd víða. Heilbrigðismál Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegs árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, og fer fram ár hvert í október. Á Bleika deginum er fólk hvatt til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Mikil stemning var víða í tilefni dagsins þar sem fjölmörg fyrirtæki, skólar og verslanir nýttu tækifærið til að skarta öllu því bleika sem þau áttu til í fataskápnum. Stemninginn var til að mynda frábær í BYKO Breidd í Kópvogi þar sem óhætt er að segja að allt hafi verið lagt í sölurnar. Starfsmenn klæddust þar allir bleiku og var til að mynda keppni milli deilda. „Við settum af stað í fyrra, á bleika deginum líka, keppni um bleikustu deildina, það er að segja hversu bleikir menn geta orðið og sameininguna í deildinni, og svo bleikustu einstaklingarnir,“ segir Kristján Birgisson, starfsmaður BYKO Breidd. „Menn eru að leggja dálítið í þetta.“ „Þetta er bæði gaman og hópefli fyrir fólkið í búðinni og svo til að sýna stuðning við konur þjóðarinnar,“ segir Kristján enn fremur. Samstaðan var mikil meðal starfsmanna sem fréttastofa ræddi við og sögðu þeir mikilvægt að sýna stuðning í verki. Kristján Birgisson segir daginn hafa verið skemmtilegan og keppnin gengið vel. Með bleikan hamar og litað skegg Þrátt fyrir að starfsmenn hafi fyrst og fremst klæðst bleiku í dag til að sýna samstöðu, er óhætt að segja að smá keppnisskap hafi verið í fólki. Einn bleikasti einstaklingurinn var meðal annars með bleikan hamar og bleikt málband til viðbótar við bleikan fatnað, bleika hárkollu, og bleikt skegg. „Þetta er búið að vera mjög gaman og bara mjög gaman að vera svona mikið bleikur og það vekur mikla athygli. Ég hef alltaf verið þannig að ég fer alla leið inn þegar ég geri eitthvað svona,“ segir Þorgils Gunnarsson, starfsmaður verslunarinnar, en hann fékk mikið hrós frá bæði starfsmönnum og viðskiptavinum fyrir klæðaburðinn í dag. Hrærð yfir stuðningnum Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir daginn hafa gengið vonum framar. Salan á Bleiku slaufunni hefur gengið mjög vel og er hún nánast uppseld á flestum sölustöðum. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Krabbameinsfélagið finnur fyrir alveg ótrúlegum stuðning og maður verður eiginlega bara svolítið væminn. Við erum alveg hrærð yfir þessum stuðningi og greinilegt að þjóðin hefur tekið til sín slagorðið; verum til, látum lífið ekki bara líða hjá og verum til taks fyrir allar þær konur sem greinast með krabbamein og fyrir fjölskyldur þeirra,“ segir Halla. „Það er bara um að gera núna að verða sér út um eitthvað bleikt til að skarta á næsta ári. Það veitir ekki af að lífga aðeins upp á skammdegið og sýna með því stuðning í verki,“ segir hún enn fremur. Hér fyrir neðan má finna myndir sem Krabbameinsfélagið fékk sent frá öðrum fyrirtækjum sem tóku þátt í bleika deginum. Ljóst er að gleðin var við völd víða.
Heilbrigðismál Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”