Enski boltinn

Salah getur orðið markahæsti Afríkumaður úrvalsdeildarinnar í dag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mohamed Salah getur orðið markahæsti Afríkumaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Mohamed Salah getur orðið markahæsti Afríkumaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. AP photo/Rui Vieira

Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah getur orðið markahæsti Afríkumaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar Liverpool mætir Watford í dag.

Salah er sem stendur einu marki á eftir Didier Drogba, sem gerði garðinn frægan með Chelsea á árum áður. Drogba skoraði á sínum tíma 104 mörk fyrir Chelsea.

Salah hefur skorað 103 mörk í ensku úrvalsdeildinni og eitt mark jafnar því met Drogba. Tvö mörk, og hann trónir einn á toppnum.

Í þriðja sæti listans er liðsfélagi Salah hjá Liverpool, Sadio Mané með 99 mörk, en þar á eftir koma Emmanuel Adebayor með 97 mörk og Yakubu með 95.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×