Þórsarar stimpla sig inn með sigri á Fylki Snorri Rafn Hallsson skrifar 16. október 2021 13:59 Í gærkvöldi lauk annarri umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Kvöldið hófst á viðureign Fylkis og Þórs. Fylkir léku þar með sinn annan leik í umferðinni eftir að hafa setið hjá í síðustu. Bæði liðin höfðu unnið einn leik og gátu með sigri tyllt sér við hlið toppliða XY og Dusty. Þórsarar höfðu pakkað Vallea hratt og örugglega saman í síðustu umferð á meðan Fylkir þurfti að hafa mikið fyrir því að ráða við Kórdrengi og unnu ekki fyrr en í framlengingu. Liðin mættust á toppi skýjakljúfs í Vertigo kortinu, korti sem Þórsmönnum líður afar vel í. Það var því pressa á Fylki að halda uppi tempói og gefa ekkert eftir ef þeir vildu sækja sér tvö stig til viðbótar í þessari umferð. Þór hafði betur í hnífalotunni og byrjaði því í vörn (Counter-Terrorists) á meðan Fylkismenn brugðu sér í hlutverk hryðjuverkamannanna. Leikurinn fór brösulega af stað hjá Fylki í sókninni. Fyrsta lota féll Þór í vil eftir örlítil tæknileg vandamál en í annarri lotu kom Fylkir sprengjunni fyrir hratt og örugglega, og það manni fleiri. Fylkir fékk nægan tíma til að staðsetja leikmenn og verja sprengjuna en þegar sprækir Þórsarar mættu á sprengjusvæðið féll allt um sjálft sig. Þór missti ekki mann í slagnum og aftengdi sprengjuna. Lið Þórs var bæði öruggara í aðgerðum sínum og nýttu sprengjur gríðarlega vel til að ná stjórn á leiknum, valda skaða og tefja fyrir Fylkismönnum það sem eftir lifði hálfleiks. Staða í hálfleik: Fylkir 5 - 10 Þór Leikurinn snerist örlítið við þegar liðin skiptu um hlutverk. Fylki gekk betur að verjast og loka á tækifæri Þórsara sem þó voru ansi brattir. Munaði þar miklu um Zerq sem var allt í öllu í vörn Fylkis og tókst að klemma nítjándu lotu með tveimur fellum og aftengingu vopnaður engu nema USP-skammbyssu gegn Rean og StebbaC0C0. Zerq átti eftir að ná langflestum fellum fyrir Fylki en eftir að liðin voru jöfn í stöðunni 11-11 spýttu Þórsarar í lófana og sigldu sigrinum heim með góðum opnunum og sterku samspili. Lokastaða Fylkir 11 - 16 Þór Þórsarar voru ekki jafn sannfærandi og í fyrsta leik sínum en engu að síður er liðið komið með fullt hús stiga og situr á toppnum með XY og Dusty. Næsta þriðjudag mætir liðið svo Ármanni en liðunum var einmitt spáð þriðja og fjórða sæti í deildinni. Fylkismenn geta verið ánægðir með sína frammistöðu og að hafa veit Þór nokkra mótstöðu en ljóst er að liðið þarf að vinna betur í leikskipulagi sínu og samstilla aðgerðir betur þegar á ríður í bardögum. Næst leikur Fylkir gegn XY föstudaginn 22. Október. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Þór Akureyri Fylkir Tengdar fréttir Fylkir vann Kórdrengi í framlengingu Leika þurfti 35 lotur til að skera úr um hver hefði betur í leik Fylkis og Kórdrengja í annarri umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Fylkir vann að lokum 19-16. 13. október 2021 17:00 Dusty hafði betur gegn Sögu Dusty lagði línurnar fyrir aðra umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO þegar liðið vann Sögu Esport 16-10 í stórskemmtilegri viðureign. 13. október 2021 15:46 1. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lokið: Staðan, liðin og spáin Fyrstu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO 2021-2021 lauk í gær þegar ríkjandi meistarar Dusty unnu stórsigur á Ármanni. 9. október 2021 17:01
Í gærkvöldi lauk annarri umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Kvöldið hófst á viðureign Fylkis og Þórs. Fylkir léku þar með sinn annan leik í umferðinni eftir að hafa setið hjá í síðustu. Bæði liðin höfðu unnið einn leik og gátu með sigri tyllt sér við hlið toppliða XY og Dusty. Þórsarar höfðu pakkað Vallea hratt og örugglega saman í síðustu umferð á meðan Fylkir þurfti að hafa mikið fyrir því að ráða við Kórdrengi og unnu ekki fyrr en í framlengingu. Liðin mættust á toppi skýjakljúfs í Vertigo kortinu, korti sem Þórsmönnum líður afar vel í. Það var því pressa á Fylki að halda uppi tempói og gefa ekkert eftir ef þeir vildu sækja sér tvö stig til viðbótar í þessari umferð. Þór hafði betur í hnífalotunni og byrjaði því í vörn (Counter-Terrorists) á meðan Fylkismenn brugðu sér í hlutverk hryðjuverkamannanna. Leikurinn fór brösulega af stað hjá Fylki í sókninni. Fyrsta lota féll Þór í vil eftir örlítil tæknileg vandamál en í annarri lotu kom Fylkir sprengjunni fyrir hratt og örugglega, og það manni fleiri. Fylkir fékk nægan tíma til að staðsetja leikmenn og verja sprengjuna en þegar sprækir Þórsarar mættu á sprengjusvæðið féll allt um sjálft sig. Þór missti ekki mann í slagnum og aftengdi sprengjuna. Lið Þórs var bæði öruggara í aðgerðum sínum og nýttu sprengjur gríðarlega vel til að ná stjórn á leiknum, valda skaða og tefja fyrir Fylkismönnum það sem eftir lifði hálfleiks. Staða í hálfleik: Fylkir 5 - 10 Þór Leikurinn snerist örlítið við þegar liðin skiptu um hlutverk. Fylki gekk betur að verjast og loka á tækifæri Þórsara sem þó voru ansi brattir. Munaði þar miklu um Zerq sem var allt í öllu í vörn Fylkis og tókst að klemma nítjándu lotu með tveimur fellum og aftengingu vopnaður engu nema USP-skammbyssu gegn Rean og StebbaC0C0. Zerq átti eftir að ná langflestum fellum fyrir Fylki en eftir að liðin voru jöfn í stöðunni 11-11 spýttu Þórsarar í lófana og sigldu sigrinum heim með góðum opnunum og sterku samspili. Lokastaða Fylkir 11 - 16 Þór Þórsarar voru ekki jafn sannfærandi og í fyrsta leik sínum en engu að síður er liðið komið með fullt hús stiga og situr á toppnum með XY og Dusty. Næsta þriðjudag mætir liðið svo Ármanni en liðunum var einmitt spáð þriðja og fjórða sæti í deildinni. Fylkismenn geta verið ánægðir með sína frammistöðu og að hafa veit Þór nokkra mótstöðu en ljóst er að liðið þarf að vinna betur í leikskipulagi sínu og samstilla aðgerðir betur þegar á ríður í bardögum. Næst leikur Fylkir gegn XY föstudaginn 22. Október. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Þór Akureyri Fylkir Tengdar fréttir Fylkir vann Kórdrengi í framlengingu Leika þurfti 35 lotur til að skera úr um hver hefði betur í leik Fylkis og Kórdrengja í annarri umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Fylkir vann að lokum 19-16. 13. október 2021 17:00 Dusty hafði betur gegn Sögu Dusty lagði línurnar fyrir aðra umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO þegar liðið vann Sögu Esport 16-10 í stórskemmtilegri viðureign. 13. október 2021 15:46 1. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lokið: Staðan, liðin og spáin Fyrstu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO 2021-2021 lauk í gær þegar ríkjandi meistarar Dusty unnu stórsigur á Ármanni. 9. október 2021 17:01
Fylkir vann Kórdrengi í framlengingu Leika þurfti 35 lotur til að skera úr um hver hefði betur í leik Fylkis og Kórdrengja í annarri umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. Fylkir vann að lokum 19-16. 13. október 2021 17:00
Dusty hafði betur gegn Sögu Dusty lagði línurnar fyrir aðra umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO þegar liðið vann Sögu Esport 16-10 í stórskemmtilegri viðureign. 13. október 2021 15:46
1. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lokið: Staðan, liðin og spáin Fyrstu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO 2021-2021 lauk í gær þegar ríkjandi meistarar Dusty unnu stórsigur á Ármanni. 9. október 2021 17:01
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti