Segir aðgerðirnar ekki skyndilausn og óttast hvernig þróunin verði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. október 2021 21:15 Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur, segir mikilvægt að fólk sé vel undirbúið áður en það fer í aðgerð. Vísir Læknir sem starfar sem ráðgjafi við offitumeðferð óttast að fólk fari mögulega í magaermisaðgerðir án þess að kynna sér þær nógu vel. Slíkum aðgerðum hafi oft verið lýst sem einfaldri lausn við offitu en staðreyndin sé sú að um ævilanga meðferð sé að ræða. Vinsældir magaermisaðgerða hafa aukist mikið hér á landi og í ár leituðu til að mynda fóru um þúsund manns í slíka aðgerð hjá Klíníkinni í Ármúla. Aldrei hafa fleiri undirgengist slíka aðgerð vegna ofþyngdar hér á landi eins og í ár. Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur, segir áhuga á aðgerðum á borð við magaermi hafa aukist töluvert en ítrekar að aðgerðirnar séu engin skyndilausn. „Við sjáum alltaf ákveðnar svona hjarðhegðun. Fyrir nokkrum árum þá var það magabandið og nú eru allir búnir að sjá að það var ekki sérstaklega góð hugmynd í langflestum tilvikum, ég er mjög hrædd um hvað gerist eftir tvö eða þrjú ár,“ segir Erla. Hún segist reglulega sjá fólk fara lítið sem ekkert undirbúið í aðgerðir eins og magaermi og oft sé það ekki heppilegasta aðgerðin, ef valið er að fara í aðgerð á annað borð. Þá sinni fólk ekki eftirfylgni nægilega vel oft og tíðum. „Það virðist eins og að umræðan gangi um að þetta sé lausnin og það besta sem er hægt að gera í stöðunni. Þetta er kannski svolítið einfölduð umræða í kringum aðgerðirnar eins og er. Þetta getur verið góður kostur en það þarf að vanda sig óskaplega vel,“ segir Erla Erla segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þeirri óvissuferð sem tekur við og ítrekar að ekki sé um að ræða skammtímalausn. Þá þurfi að vanda mikið undirbúninginn fyrir slíkar aðgerðir „Þetta er í rauninni mjög flókið og viðamikið inngrip. Fólk áttar sig oft ekki á hvað er í raun að gerast í líkamanum og hvað við erum að gera með aðgerðinni, hvað það þýðir og hvernig líkaminn muni síðan bregðast við,“ segir Erla. Undir venjulegum kringumstæðum bregst líkaminn við hungri með því að minnka fitubrennslu og ræsa hungurkerfið. Við aðgerð er þetta samtal meltingavegar og heila aftengt tímabundið þannig fólk getur lést. Kerfin fara þó aftur í gang eftir ákveðinn tíma, vanalegast um ári eftir magaermisaðgerð. „Fyrstu fimm árin þá er líkaminn stanslaust að leita að leið til að koma þessu á til að bjarga okkur. Þannig meðferðin eftur á gengur svo mikið út á að líkaminn upplifi öryggi,“ segir Erla og vísar þar til að huga þurfi vel að næringu, vökva, vítamínum og öðru. „Þá er mögulegt að aðgerðin verði sú langvarandi lausn sem við leitum eftir.“ Hún segir þó að þar sem kerfin eru svo sterk er eðlilegt að líkaminn reyni að fitna aftur. Fólk kunni að veigra sér við að leita sér aðstoðar í þeim tilfellum þar sem það telur sig hafa klúðrað sjálft en mikilvægt sé að grípa inn í. Verið er að byggja upp betri meðferðarúrræði og hefur Heilsugæslan sýnt þessum málaflokknum áhuga. „Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki hvers lags óvissuferð þetta er sem tekur við og við getum aldrei fyrirfram vitað hvernig líkaminn bregst við,“ segir Erla. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt að leita eftir góðri faglegri aðstoð, þetta er ekki megrunarleið.“ Þá segir hún mikilvægt að útrýma fordómum í samfélaginu. „Í okkar þjóðfélagi þá eru allir þessir fordómar og þetta viðhorf um að við stjórnum líkamsþyngdinni okkar og við séum bara aumingjar ef við gerum það ekki, við þurfum svo mikið að komast út úr þessu,“ segir Erla. Hér fyrir neðan má finna frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag þar sem fjallað var um ásókn í magaermisaðgerðir og rætt við Aðalstein Arnarsson, skurðlækni á Klíníkinni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Vinsældir magaermisaðgerða hafa aukist mikið hér á landi og í ár leituðu til að mynda fóru um þúsund manns í slíka aðgerð hjá Klíníkinni í Ármúla. Aldrei hafa fleiri undirgengist slíka aðgerð vegna ofþyngdar hér á landi eins og í ár. Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur, segir áhuga á aðgerðum á borð við magaermi hafa aukist töluvert en ítrekar að aðgerðirnar séu engin skyndilausn. „Við sjáum alltaf ákveðnar svona hjarðhegðun. Fyrir nokkrum árum þá var það magabandið og nú eru allir búnir að sjá að það var ekki sérstaklega góð hugmynd í langflestum tilvikum, ég er mjög hrædd um hvað gerist eftir tvö eða þrjú ár,“ segir Erla. Hún segist reglulega sjá fólk fara lítið sem ekkert undirbúið í aðgerðir eins og magaermi og oft sé það ekki heppilegasta aðgerðin, ef valið er að fara í aðgerð á annað borð. Þá sinni fólk ekki eftirfylgni nægilega vel oft og tíðum. „Það virðist eins og að umræðan gangi um að þetta sé lausnin og það besta sem er hægt að gera í stöðunni. Þetta er kannski svolítið einfölduð umræða í kringum aðgerðirnar eins og er. Þetta getur verið góður kostur en það þarf að vanda sig óskaplega vel,“ segir Erla Erla segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þeirri óvissuferð sem tekur við og ítrekar að ekki sé um að ræða skammtímalausn. Þá þurfi að vanda mikið undirbúninginn fyrir slíkar aðgerðir „Þetta er í rauninni mjög flókið og viðamikið inngrip. Fólk áttar sig oft ekki á hvað er í raun að gerast í líkamanum og hvað við erum að gera með aðgerðinni, hvað það þýðir og hvernig líkaminn muni síðan bregðast við,“ segir Erla. Undir venjulegum kringumstæðum bregst líkaminn við hungri með því að minnka fitubrennslu og ræsa hungurkerfið. Við aðgerð er þetta samtal meltingavegar og heila aftengt tímabundið þannig fólk getur lést. Kerfin fara þó aftur í gang eftir ákveðinn tíma, vanalegast um ári eftir magaermisaðgerð. „Fyrstu fimm árin þá er líkaminn stanslaust að leita að leið til að koma þessu á til að bjarga okkur. Þannig meðferðin eftur á gengur svo mikið út á að líkaminn upplifi öryggi,“ segir Erla og vísar þar til að huga þurfi vel að næringu, vökva, vítamínum og öðru. „Þá er mögulegt að aðgerðin verði sú langvarandi lausn sem við leitum eftir.“ Hún segir þó að þar sem kerfin eru svo sterk er eðlilegt að líkaminn reyni að fitna aftur. Fólk kunni að veigra sér við að leita sér aðstoðar í þeim tilfellum þar sem það telur sig hafa klúðrað sjálft en mikilvægt sé að grípa inn í. Verið er að byggja upp betri meðferðarúrræði og hefur Heilsugæslan sýnt þessum málaflokknum áhuga. „Við erum að reyna að útskýra fyrir fólki hvers lags óvissuferð þetta er sem tekur við og við getum aldrei fyrirfram vitað hvernig líkaminn bregst við,“ segir Erla. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt að leita eftir góðri faglegri aðstoð, þetta er ekki megrunarleið.“ Þá segir hún mikilvægt að útrýma fordómum í samfélaginu. „Í okkar þjóðfélagi þá eru allir þessir fordómar og þetta viðhorf um að við stjórnum líkamsþyngdinni okkar og við séum bara aumingjar ef við gerum það ekki, við þurfum svo mikið að komast út úr þessu,“ segir Erla. Hér fyrir neðan má finna frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag þar sem fjallað var um ásókn í magaermisaðgerðir og rætt við Aðalstein Arnarsson, skurðlækni á Klíníkinni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Margfalt fleiri fara í aðgerð vegna offitu Klíníkin framkvæmir metfjölda offituaðgerða árið 2021 og stefnir í að þær verði tvöfalt fleiri en í fyrra. 9. maí 2021 16:34
Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00