Aðstoðað fimmtán ökumenn á sama blettinum Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 19:47 Fjölmargir bílar hafa lent í krapa við Reynisfjall í dag. Bryndís Fanney Harðardóttir Á annan tug bíla hafa farið út af veginum við Reynisfjall í dag en mjög hvasst hefur verið á svæðinu. Fylgdarakstur er nú yfir fjallið en veginum verður lokað klukkan 21 vegna vonskuveðurs og ofankomu. Dagurinn hefur verið annasamur hjá Bryndísi Fanneyju Harðardóttur sem starfar ásamt eiginmanni sínum hjá bifreiðaverkstæðinu og dráttarþjónustunni Framrás í Vík. Þau voru búin að koma fimmtán ökumönnum til aðstoðar á sjötta tímanum í dag en vinnudagurinn hófst klukkan níu í morgun. Ekki sér enn fyrir endann á honum. Öll ökutækin fóru út af þjóðveginum á nokkurra kílómetra kafla norðan við Reynisfjall þar sem vindhviður hafa farið yfir 30 metra á sekúndu. Að sögn Bryndísar er nær eingöngu um að ræða erlenda ferðamenn sem vildu ekki láta veðurviðvaranir trufla þétta dagskrá. Haldi að þau séu á vetrardekkjum Bryndís segir að fjölmargir ferðamenn telji sig vera á vetrardekkjum en svo sé gjarnan ekki. „Þeir spyrja bílaleigurnar hvort það séu vetrardekk undir bílnum og þeim er sagt það en svo eru þeir bara á sumardekkjum.“ Um sé að ræða mjög alvarlegt mál ef satt reynist en hún telur að flestir hafi verið búnir að heyra af veðrinu. „Það virðist vera en það fer samt, sem er auðvitað ekki nógu gott. Þetta fólk á klárlega ekki að vera á ferðinni.“ Margir séu á svefnbílum eða svokölluðum camperum og um borð séu einstaklingar allt frá tveggja ára aldri og upp í gamalmenni. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og sérstaklega varað við sterkum hviðum við fjöll. Ökutækjum af öllum stærðum og gerðum hafa átt erfitt með að komast aftur inn á þjóðveginn. Bryndís Fanney Harðardóttir Keyri oft út af að ástæðulausu Bryndís segir að aðstæðurnar við Reynisfjall komi ökumönnum gjarnan á óvart og þeir keyri oft út af þjóðveginum að ástæðulausu og fljóti þar upp í krapa. Slæm færð hafi verið á veginum og mokstursmenn hafi ekki undan. „Ökumennirnir eru bara hræddir, ráða illa við bílinn og þá skella þeir sér út af.“ Greinilegt sé að fólk sé með stífa dagskrá og velji að taka áhættuna til að halda áætlun og krossa í öll boxin á listanum. „Við biðjum alla um að fara ekki lengra en það er allur gangur á því. Við höfum gáð að því þegar við komum í þorpið og þá eru þeir farnir,“ segir Bryndís. Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Dagurinn hefur verið annasamur hjá Bryndísi Fanneyju Harðardóttur sem starfar ásamt eiginmanni sínum hjá bifreiðaverkstæðinu og dráttarþjónustunni Framrás í Vík. Þau voru búin að koma fimmtán ökumönnum til aðstoðar á sjötta tímanum í dag en vinnudagurinn hófst klukkan níu í morgun. Ekki sér enn fyrir endann á honum. Öll ökutækin fóru út af þjóðveginum á nokkurra kílómetra kafla norðan við Reynisfjall þar sem vindhviður hafa farið yfir 30 metra á sekúndu. Að sögn Bryndísar er nær eingöngu um að ræða erlenda ferðamenn sem vildu ekki láta veðurviðvaranir trufla þétta dagskrá. Haldi að þau séu á vetrardekkjum Bryndís segir að fjölmargir ferðamenn telji sig vera á vetrardekkjum en svo sé gjarnan ekki. „Þeir spyrja bílaleigurnar hvort það séu vetrardekk undir bílnum og þeim er sagt það en svo eru þeir bara á sumardekkjum.“ Um sé að ræða mjög alvarlegt mál ef satt reynist en hún telur að flestir hafi verið búnir að heyra af veðrinu. „Það virðist vera en það fer samt, sem er auðvitað ekki nógu gott. Þetta fólk á klárlega ekki að vera á ferðinni.“ Margir séu á svefnbílum eða svokölluðum camperum og um borð séu einstaklingar allt frá tveggja ára aldri og upp í gamalmenni. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og sérstaklega varað við sterkum hviðum við fjöll. Ökutækjum af öllum stærðum og gerðum hafa átt erfitt með að komast aftur inn á þjóðveginn. Bryndís Fanney Harðardóttir Keyri oft út af að ástæðulausu Bryndís segir að aðstæðurnar við Reynisfjall komi ökumönnum gjarnan á óvart og þeir keyri oft út af þjóðveginum að ástæðulausu og fljóti þar upp í krapa. Slæm færð hafi verið á veginum og mokstursmenn hafi ekki undan. „Ökumennirnir eru bara hræddir, ráða illa við bílinn og þá skella þeir sér út af.“ Greinilegt sé að fólk sé með stífa dagskrá og velji að taka áhættuna til að halda áætlun og krossa í öll boxin á listanum. „Við biðjum alla um að fara ekki lengra en það er allur gangur á því. Við höfum gáð að því þegar við komum í þorpið og þá eru þeir farnir,“ segir Bryndís.
Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29
Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40