Tólf ára Kristín Erla valin besta aðalleikkonan Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. október 2021 13:31 Stilla úr kvikmyndinni Birta, sem frumsýnd verður hér á landi í næsta mánuði. Birta er barna- og fjölskyldumynd. Aðsent Kristín Erla Pétursdóttir, 12 ára aðalleikkona í kvikmyndinni Birtu eftir Braga Þór Hinriksson, var valin besta leikkonan í hópi ungmenna þvert á aldursflokka frá 7-18 ára á Schlingel í Chemnitz í Þýskalandi, einni af stærstu barnakvikmyndahátíð í Evrópu. Kristín þótti bera af sem leikkona af um það bil 200 kvikmyndum sem sýndar voru á hátíðinni þetta árið. Dómnefndin á Schlingel taldi leik hennar eftirminnilegan og áhrifaríkan þar sem hún þótti fara á afar trúverðugan hátt með hlutverk sitt. Myndin verður frumsýnd hér á landi 5. nóvember næstkomandi. Kristín er í Kvíslarskóla í Mosfellsbæ. Hún hefur leikið umtalsvert síðastliðin ár og meðal annars tekið þátt í Stundinni okkar. Hún sjálf segist ekki hafa búist við þessu og tíðindin hafi komið verulega á óvart þegar nafn hennar var kallað upp. Bragi Þór Hinriksson leikstjóri segir þetta innilega verðskulduð verðlaun fyrir Kristínu Erlu, hún hafi sýnt þvílíka næmni og fagmennsku við leik sinn í Birtu, oft við krefjandi aðstæður. Kristín hafi haft hæfileika til að sýna allan tilfinningaskalann í myndinni sem að hans viti hafi verið fordæmalaust. „Ég er einstaklega stoltur af Kristínu sem leikstjóri og einn framleiðenda myndarinnar. Það er í raun ekki hægt að óska eftir betra hrósi. Við hefðum einnig ekki getað verið heppnari með þessi verðlaun í þeirri hörðu samkeppni sem blasti við okkur. Ég held að allir krakkar á Íslandi geti fundið eitthvað í sjálfum sér við að horfa á leik Kristínar og ég hlakka til að sýna þeim myndina,“ segir Bragi. Stiklu fyrir myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Salka Sól Eyfeld fer með hlutverk móðurinnar í myndinni. Klippa: Birta - sýnishorn Sagan gerist í neðra Breiðholti og fjallar um Birtu Bjarkadóttur 11 ára, sem heyrir fyrir slysni, einstæða móður sína sem vinnur myrkrana á milli sem hjúkrunarfræðingur til að ná endum saman segja við vinkonu í símann að hún hafi ekki efni á að halda jól. Hún þurfi að minnsta kosti hundrað þúsund krónur til að geta haldið mannsæmandi jólahátíð fyrir stelpurnar sínar. Birta tekur þessum fréttum bókstaflega og ákveður að reyna bjarga jólunum fyrir mömmu og litlu systur sína Kötu sem er sex ára. Birta reynir margar leiðir til að hjálpa mömmu sinni án hennar vitneskju að afla fjár en kemst fljótt að því að það er alls ekkert einfalt mál að vinna sér inn pening, hvað þá þegar maður er ellefu ára. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Krakkar Íslendingar erlendis Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kristín þótti bera af sem leikkona af um það bil 200 kvikmyndum sem sýndar voru á hátíðinni þetta árið. Dómnefndin á Schlingel taldi leik hennar eftirminnilegan og áhrifaríkan þar sem hún þótti fara á afar trúverðugan hátt með hlutverk sitt. Myndin verður frumsýnd hér á landi 5. nóvember næstkomandi. Kristín er í Kvíslarskóla í Mosfellsbæ. Hún hefur leikið umtalsvert síðastliðin ár og meðal annars tekið þátt í Stundinni okkar. Hún sjálf segist ekki hafa búist við þessu og tíðindin hafi komið verulega á óvart þegar nafn hennar var kallað upp. Bragi Þór Hinriksson leikstjóri segir þetta innilega verðskulduð verðlaun fyrir Kristínu Erlu, hún hafi sýnt þvílíka næmni og fagmennsku við leik sinn í Birtu, oft við krefjandi aðstæður. Kristín hafi haft hæfileika til að sýna allan tilfinningaskalann í myndinni sem að hans viti hafi verið fordæmalaust. „Ég er einstaklega stoltur af Kristínu sem leikstjóri og einn framleiðenda myndarinnar. Það er í raun ekki hægt að óska eftir betra hrósi. Við hefðum einnig ekki getað verið heppnari með þessi verðlaun í þeirri hörðu samkeppni sem blasti við okkur. Ég held að allir krakkar á Íslandi geti fundið eitthvað í sjálfum sér við að horfa á leik Kristínar og ég hlakka til að sýna þeim myndina,“ segir Bragi. Stiklu fyrir myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Salka Sól Eyfeld fer með hlutverk móðurinnar í myndinni. Klippa: Birta - sýnishorn Sagan gerist í neðra Breiðholti og fjallar um Birtu Bjarkadóttur 11 ára, sem heyrir fyrir slysni, einstæða móður sína sem vinnur myrkrana á milli sem hjúkrunarfræðingur til að ná endum saman segja við vinkonu í símann að hún hafi ekki efni á að halda jól. Hún þurfi að minnsta kosti hundrað þúsund krónur til að geta haldið mannsæmandi jólahátíð fyrir stelpurnar sínar. Birta tekur þessum fréttum bókstaflega og ákveður að reyna bjarga jólunum fyrir mömmu og litlu systur sína Kötu sem er sex ára. Birta reynir margar leiðir til að hjálpa mömmu sinni án hennar vitneskju að afla fjár en kemst fljótt að því að það er alls ekkert einfalt mál að vinna sér inn pening, hvað þá þegar maður er ellefu ára.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Krakkar Íslendingar erlendis Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira