Disney frestar frumsýningu á Indiana Jones, Thor og öðrum stórmyndum Atli Ísleifsson skrifar 19. október 2021 08:12 Fókus, Dr Jones! Getty Ljóst er að aðdáendur kvikmynda úr smiðju Disney munu þurfa að bíða lengur eftir nokkrum þeim myndum fyrirtækisins sem væntanlegar eru á stóra tjaldið. Disney birti í gær uppfærða dagskrá sína, en búið er að fresta frumsýningu á fjölda stórmynda, þeirra á meðal fimmtu myndinni um Indiana Jones. Upphaflega átti að frumsýna nýjustu myndina um fornleifafræðinginn knáa þann 29. júlí á næsta ári en nú stendur til að frumsýna hana 30. júní 2023. Er ástæðan meðal annars sögð vera að Harrison Ford, sem fer með titilhlutverkið í myndinni, hafi slasast við tölur á myndinni sem hafi svo seinkað öllu framleiðsluferlinu. Frumsýningum á öðrum stórmyndum svo sem Doctor Strange in the Multiverse, Madness, Thor: Love and Thunder og Black Panther: Wakanda Forever hefur einnig verið frestað um einhverja mánuði og munu rata á tjaldið síðar á árinu 2022 en upphafilega var ætlað. Vegna alls þessa hefur frumsýningu myndarinnar The Marvels einnig verið frestað til snemma árs 2023 og Ant-Man and the Wasp: Quantumania frestað frá 17. febrúar 2023 til 28. júlí sama ár. Uppfærð frumsýningaráætlun Disneys: Doctor Strange in the Multiverse of Madness: Frumsýnd 6. maí 2022 í stað 25. mars. Thor: Love and Thunder: 8. júlí 2022 í stað 6. maí 2022. Black Panther: Wakanda Forever: 11. nóvember 2022 í stað 8. júlí 2022 Ónefnd mynd um Indiana Jones: 30. júní 2023 í stað 29. júlí 2022. The Marvels: 17. febrúar 2023 í stað 11. nóvember 2022 Ant-Man and the Wasp: Quantumania: 28. júlí 2023 í stað 17. febrúar 2023. Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Disney birti í gær uppfærða dagskrá sína, en búið er að fresta frumsýningu á fjölda stórmynda, þeirra á meðal fimmtu myndinni um Indiana Jones. Upphaflega átti að frumsýna nýjustu myndina um fornleifafræðinginn knáa þann 29. júlí á næsta ári en nú stendur til að frumsýna hana 30. júní 2023. Er ástæðan meðal annars sögð vera að Harrison Ford, sem fer með titilhlutverkið í myndinni, hafi slasast við tölur á myndinni sem hafi svo seinkað öllu framleiðsluferlinu. Frumsýningum á öðrum stórmyndum svo sem Doctor Strange in the Multiverse, Madness, Thor: Love and Thunder og Black Panther: Wakanda Forever hefur einnig verið frestað um einhverja mánuði og munu rata á tjaldið síðar á árinu 2022 en upphafilega var ætlað. Vegna alls þessa hefur frumsýningu myndarinnar The Marvels einnig verið frestað til snemma árs 2023 og Ant-Man and the Wasp: Quantumania frestað frá 17. febrúar 2023 til 28. júlí sama ár. Uppfærð frumsýningaráætlun Disneys: Doctor Strange in the Multiverse of Madness: Frumsýnd 6. maí 2022 í stað 25. mars. Thor: Love and Thunder: 8. júlí 2022 í stað 6. maí 2022. Black Panther: Wakanda Forever: 11. nóvember 2022 í stað 8. júlí 2022 Ónefnd mynd um Indiana Jones: 30. júní 2023 í stað 29. júlí 2022. The Marvels: 17. febrúar 2023 í stað 11. nóvember 2022 Ant-Man and the Wasp: Quantumania: 28. júlí 2023 í stað 17. febrúar 2023.
Uppfærð frumsýningaráætlun Disneys: Doctor Strange in the Multiverse of Madness: Frumsýnd 6. maí 2022 í stað 25. mars. Thor: Love and Thunder: 8. júlí 2022 í stað 6. maí 2022. Black Panther: Wakanda Forever: 11. nóvember 2022 í stað 8. júlí 2022 Ónefnd mynd um Indiana Jones: 30. júní 2023 í stað 29. júlí 2022. The Marvels: 17. febrúar 2023 í stað 11. nóvember 2022 Ant-Man and the Wasp: Quantumania: 28. júlí 2023 í stað 17. febrúar 2023.
Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira