Á annað hundrað milljóna í hættu vegna þurrka, flóða og hita Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 09:25 Jökull á Kilimanjaro-fjalli hverfur að líkindum fyrir miðja öldina ásamt hinum tveimur stóru íshellunum í austanverðri Afríku. Vísir/Getty Allt að 118 milljónir Afríkubúa sem búa við örbirgð verða í hættu vegna þurrka, flóða og öfgahita fyrir lok þessa áratugs verði ekki gripið til mótvægisaðgerða samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) um áhrif loftslagsbreytinga í álfunni. Því hefur lengi verið spáð að loftlagsbreytingar af völdum manna muni leika Afríku grátt þrátt fyrir að íbúar álfunnar beri aðeins ábyrgð á innan við fjórum prósentum uppsafnaðrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum. Þurrkar og uppskerubrestur vegna þeirra er nú þegar stórt vandamál í Afríku. Margar stærstu borgir álfunnar standa við sjávarsíðuna og almenn fátækt íbúa gerir þeim erfitt fyrir að aðlagast breyttu umhverfi. Loftslagsbreytingarnar eru þegar komnar fram. Þurrkar hafa orðið skæðari og mikil flóð urðu í austan- og vestanverðri álfunni í fyrra. Þá gekk sögulega stór engisprettufaraldur yfir í fyrra og árið áður. Áætlað er að um 1,2 milljónir manna hafi hrakist frá heimkynnum sínum vegna storma og flóða í Afríku í fyrra. Það er meira en tvöfalt fleiri en lentu á hrakhólum vegna hernaðarátaka. Skýrsluhöfundar WMO telja að fjárfesta þurfi á bilinu þrjátíu til fimmtíu milljarða dollara í aðlögunaraðgerðir í Afríku sunnan Sahara á hverju ári til að forðast enn verri afleiðingar. Það jafngildir 2-3% af þjóðarframleiðslu heimshlutans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stóru fjallajöklarnir hverfa fyrir miðja öldina Í skýrslunni er reiknað með því að stóru íshellurnar þrjár í austanverðri Afríku; á Kilimanjaro í Tansaníu, Keníufjalli í Kenía og Rwenzoris í Úganda, hverfi alveg á fimmta áratug þessarar aldar. „Hratt hop síðustu jöklanna í austanverðri Afríku, sem er reiknað með að bráðni alveg í náinni framtíð, er merki um ógn óafturkræfra breytinga á jarðkerfinu,“ sagði Petteri Taalas, forstjóri WMO, í formála skýrslunnar. Loftslagsmál Tengdar fréttir Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01 Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Því hefur lengi verið spáð að loftlagsbreytingar af völdum manna muni leika Afríku grátt þrátt fyrir að íbúar álfunnar beri aðeins ábyrgð á innan við fjórum prósentum uppsafnaðrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum. Þurrkar og uppskerubrestur vegna þeirra er nú þegar stórt vandamál í Afríku. Margar stærstu borgir álfunnar standa við sjávarsíðuna og almenn fátækt íbúa gerir þeim erfitt fyrir að aðlagast breyttu umhverfi. Loftslagsbreytingarnar eru þegar komnar fram. Þurrkar hafa orðið skæðari og mikil flóð urðu í austan- og vestanverðri álfunni í fyrra. Þá gekk sögulega stór engisprettufaraldur yfir í fyrra og árið áður. Áætlað er að um 1,2 milljónir manna hafi hrakist frá heimkynnum sínum vegna storma og flóða í Afríku í fyrra. Það er meira en tvöfalt fleiri en lentu á hrakhólum vegna hernaðarátaka. Skýrsluhöfundar WMO telja að fjárfesta þurfi á bilinu þrjátíu til fimmtíu milljarða dollara í aðlögunaraðgerðir í Afríku sunnan Sahara á hverju ári til að forðast enn verri afleiðingar. Það jafngildir 2-3% af þjóðarframleiðslu heimshlutans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stóru fjallajöklarnir hverfa fyrir miðja öldina Í skýrslunni er reiknað með því að stóru íshellurnar þrjár í austanverðri Afríku; á Kilimanjaro í Tansaníu, Keníufjalli í Kenía og Rwenzoris í Úganda, hverfi alveg á fimmta áratug þessarar aldar. „Hratt hop síðustu jöklanna í austanverðri Afríku, sem er reiknað með að bráðni alveg í náinni framtíð, er merki um ógn óafturkræfra breytinga á jarðkerfinu,“ sagði Petteri Taalas, forstjóri WMO, í formála skýrslunnar.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01 Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01
Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00