Á annað hundrað milljóna í hættu vegna þurrka, flóða og hita Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 09:25 Jökull á Kilimanjaro-fjalli hverfur að líkindum fyrir miðja öldina ásamt hinum tveimur stóru íshellunum í austanverðri Afríku. Vísir/Getty Allt að 118 milljónir Afríkubúa sem búa við örbirgð verða í hættu vegna þurrka, flóða og öfgahita fyrir lok þessa áratugs verði ekki gripið til mótvægisaðgerða samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) um áhrif loftslagsbreytinga í álfunni. Því hefur lengi verið spáð að loftlagsbreytingar af völdum manna muni leika Afríku grátt þrátt fyrir að íbúar álfunnar beri aðeins ábyrgð á innan við fjórum prósentum uppsafnaðrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum. Þurrkar og uppskerubrestur vegna þeirra er nú þegar stórt vandamál í Afríku. Margar stærstu borgir álfunnar standa við sjávarsíðuna og almenn fátækt íbúa gerir þeim erfitt fyrir að aðlagast breyttu umhverfi. Loftslagsbreytingarnar eru þegar komnar fram. Þurrkar hafa orðið skæðari og mikil flóð urðu í austan- og vestanverðri álfunni í fyrra. Þá gekk sögulega stór engisprettufaraldur yfir í fyrra og árið áður. Áætlað er að um 1,2 milljónir manna hafi hrakist frá heimkynnum sínum vegna storma og flóða í Afríku í fyrra. Það er meira en tvöfalt fleiri en lentu á hrakhólum vegna hernaðarátaka. Skýrsluhöfundar WMO telja að fjárfesta þurfi á bilinu þrjátíu til fimmtíu milljarða dollara í aðlögunaraðgerðir í Afríku sunnan Sahara á hverju ári til að forðast enn verri afleiðingar. Það jafngildir 2-3% af þjóðarframleiðslu heimshlutans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stóru fjallajöklarnir hverfa fyrir miðja öldina Í skýrslunni er reiknað með því að stóru íshellurnar þrjár í austanverðri Afríku; á Kilimanjaro í Tansaníu, Keníufjalli í Kenía og Rwenzoris í Úganda, hverfi alveg á fimmta áratug þessarar aldar. „Hratt hop síðustu jöklanna í austanverðri Afríku, sem er reiknað með að bráðni alveg í náinni framtíð, er merki um ógn óafturkræfra breytinga á jarðkerfinu,“ sagði Petteri Taalas, forstjóri WMO, í formála skýrslunnar. Loftslagsmál Tengdar fréttir Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01 Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Því hefur lengi verið spáð að loftlagsbreytingar af völdum manna muni leika Afríku grátt þrátt fyrir að íbúar álfunnar beri aðeins ábyrgð á innan við fjórum prósentum uppsafnaðrar losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum. Þurrkar og uppskerubrestur vegna þeirra er nú þegar stórt vandamál í Afríku. Margar stærstu borgir álfunnar standa við sjávarsíðuna og almenn fátækt íbúa gerir þeim erfitt fyrir að aðlagast breyttu umhverfi. Loftslagsbreytingarnar eru þegar komnar fram. Þurrkar hafa orðið skæðari og mikil flóð urðu í austan- og vestanverðri álfunni í fyrra. Þá gekk sögulega stór engisprettufaraldur yfir í fyrra og árið áður. Áætlað er að um 1,2 milljónir manna hafi hrakist frá heimkynnum sínum vegna storma og flóða í Afríku í fyrra. Það er meira en tvöfalt fleiri en lentu á hrakhólum vegna hernaðarátaka. Skýrsluhöfundar WMO telja að fjárfesta þurfi á bilinu þrjátíu til fimmtíu milljarða dollara í aðlögunaraðgerðir í Afríku sunnan Sahara á hverju ári til að forðast enn verri afleiðingar. Það jafngildir 2-3% af þjóðarframleiðslu heimshlutans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stóru fjallajöklarnir hverfa fyrir miðja öldina Í skýrslunni er reiknað með því að stóru íshellurnar þrjár í austanverðri Afríku; á Kilimanjaro í Tansaníu, Keníufjalli í Kenía og Rwenzoris í Úganda, hverfi alveg á fimmta áratug þessarar aldar. „Hratt hop síðustu jöklanna í austanverðri Afríku, sem er reiknað með að bráðni alveg í náinni framtíð, er merki um ógn óafturkræfra breytinga á jarðkerfinu,“ sagði Petteri Taalas, forstjóri WMO, í formála skýrslunnar.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01 Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Ekki á réttri leið í losun eftir faraldurinn Ekkert bendir til töluverður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda í kórónuveirufaraldrinum í fyrra hafi nokkur varanleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Losun vegna orkuframleiðslu og iðnaðar var þegar orðin jafnmikil eða meiri á fyrri helmingi þessa árs en fyrir faraldurinn. 16. september 2021 07:01
Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00