Sérstakt og skrýtið að vera umfjöllunarefni nýrrar óperu Kolbeinn Tumi Daðason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. október 2021 16:01 Vigdís er mikill tónlistarunnandi, hefur sótt tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands um árabil og verið mikill talsmaður menningar. Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað mjög sérstakt og skrýtið. Ég vona bara að ég standi undir því,“ segir Vigdís Finnbogadóttir forseti um nýja óperu sem samin var til heiðurs henni og verður frumflutt í Grafarvogskirkju á laugardaginn kemur. Um er að ræða óperuna Góðan daginn, Frú forseti eftir Alexöndru Chernysovu. Óperan er í þremur þáttum, samin fyrir tólf einsöngvara, tvo kóra og hljómsveit, og fjallar um ævi og störf Vigdísar. „Eftir að hafa búið hér á Íslandi í yfir átján ár hef ég kynnst mörgum konum sem eru mjög framúrskarandi og eiga skilið að fá óperu, en Vigdís Finnbogadóttir skarar fram úr öllum. Fyrir sitt framlag til menningarinnar, menntunar og í stjórnmálum, um allan heim. Það er heiður fyrir mig að gera óperu um hana,“ sagði Alexandra í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem áhorfendur fengu að heyra brot úr verkinu. „Ég hef ekki séð þetta, ekki heyrt það. En saga mín er auðvitað svolítið sérstæð að því leyti að ég varð fyrsti kvenforseti í heiminum og nú er komin ópera,“ sagði Vigdís sem var stödd á æfingu í gær. Ljóðin í óperunni eru eftir Sigurð Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ástu Björk Sveinbjörnsdóttur, Þórhall Barðason og Elísabetu Þorgeirsdóttur. Einsöngvarar í verkinu eru þau Alexandra Chernyshova, Jóhann Smári Sævarsson, Gissur Páll Gissurarson, Elsa Waage, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Íris Sveinsdóttir, Gerður Bolladóttir, Guðmundur Karl Eiríksson og Viðar Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri er Garðar Cortes sem stýrir 22 manna hljómsveit. Kórar úr Grafarvogi og af Suðurnesjum sameina krafta sína Karlakór Grafarvogs og Kvennakór Suðurnesja syngja en Íris Erlingsdóttir og Dagný Jónsdóttir eru kórstjórar. Konsertmeistarar eru þau Guðný Guðmundsdóttir og Einar Bjartur Egilsson. Alexandra Chernyshova er sópransöngkona, tónskáld og kennari. Hún er fædd og uppalin í Úkraínu og Rússlandi en fluttist til Íslands árið 2003. Alexandra hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, stofnað kóra, óperufélag, haldið fjölmarga tónleika, gefið út geisladiska, samið tónlist og í öllum þessum verkefnum virkjað og fengið til liðs við sig ótrúlegan fjölda listamanna, innlenda sem erlenda. Alexandra býr í Njarðvík ásamt eiginmanni sínum og sonum. Hún hefur rekið ásamt eiginmanni menningar- og fræðslufyrirtækið „DreamVoices“ frá árinu 2006. Söngkonurnar Alexandra og Elsa Waage litu við í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddu óperuna. Reykjavík Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Um er að ræða óperuna Góðan daginn, Frú forseti eftir Alexöndru Chernysovu. Óperan er í þremur þáttum, samin fyrir tólf einsöngvara, tvo kóra og hljómsveit, og fjallar um ævi og störf Vigdísar. „Eftir að hafa búið hér á Íslandi í yfir átján ár hef ég kynnst mörgum konum sem eru mjög framúrskarandi og eiga skilið að fá óperu, en Vigdís Finnbogadóttir skarar fram úr öllum. Fyrir sitt framlag til menningarinnar, menntunar og í stjórnmálum, um allan heim. Það er heiður fyrir mig að gera óperu um hana,“ sagði Alexandra í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem áhorfendur fengu að heyra brot úr verkinu. „Ég hef ekki séð þetta, ekki heyrt það. En saga mín er auðvitað svolítið sérstæð að því leyti að ég varð fyrsti kvenforseti í heiminum og nú er komin ópera,“ sagði Vigdís sem var stödd á æfingu í gær. Ljóðin í óperunni eru eftir Sigurð Ingólfsson, Hannes Hafstein, Ástu Björk Sveinbjörnsdóttur, Þórhall Barðason og Elísabetu Þorgeirsdóttur. Einsöngvarar í verkinu eru þau Alexandra Chernyshova, Jóhann Smári Sævarsson, Gissur Páll Gissurarson, Elsa Waage, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Íris Sveinsdóttir, Gerður Bolladóttir, Guðmundur Karl Eiríksson og Viðar Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri er Garðar Cortes sem stýrir 22 manna hljómsveit. Kórar úr Grafarvogi og af Suðurnesjum sameina krafta sína Karlakór Grafarvogs og Kvennakór Suðurnesja syngja en Íris Erlingsdóttir og Dagný Jónsdóttir eru kórstjórar. Konsertmeistarar eru þau Guðný Guðmundsdóttir og Einar Bjartur Egilsson. Alexandra Chernyshova er sópransöngkona, tónskáld og kennari. Hún er fædd og uppalin í Úkraínu og Rússlandi en fluttist til Íslands árið 2003. Alexandra hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, stofnað kóra, óperufélag, haldið fjölmarga tónleika, gefið út geisladiska, samið tónlist og í öllum þessum verkefnum virkjað og fengið til liðs við sig ótrúlegan fjölda listamanna, innlenda sem erlenda. Alexandra býr í Njarðvík ásamt eiginmanni sínum og sonum. Hún hefur rekið ásamt eiginmanni menningar- og fræðslufyrirtækið „DreamVoices“ frá árinu 2006. Söngkonurnar Alexandra og Elsa Waage litu við í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddu óperuna.
Reykjavík Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira