Frá þessu segir á vef forseta Íslands. Þar segir ennfremur að stefnt sé að því að forsætisráðherra skýri forseta næst frá gangi mála við upphaf næstu viku.
Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, hafa átt í viðræðum síðustu vikur um áframhald á stjórnarsamstarfi flokkanna.
Ekki sér fyrir endann á viðræðunum en formennirnir hafa allir sagst telja eðlilegt að viðræðurnar taki nokkurn tíma. Í umræðum hafa loftslagsmál og orkunýting verið nefnd sem helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum flokkanna.