FIFA 22: Litlu breytingarnar skila keimlíkum en skemmtilegum leik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. október 2021 08:46 Liðsmenn Tottenham Hotspur í góðum gír í nýja leiknum. EA SPORTS FIFA 22 er kominn út, mörgum knattspyrnutölvuleikjaáhugamönnum til mikillar gleði. Það er sama hvað hver segir um leikjaseríuna sívinsælu og ágæti hennar. Ef þú hefur áhuga á fótbolta og tölvuleikjum, þá ertu að fara að spila nýjasta FIFA-leikinn þegar hann kemur út, í það minnsta af og til. Í byrjun þessarar gagnrýni, eða tilraunar til gagnrýni, er vert að taka fram að ég er forfallinn FIFA-kall og þó ég kunni að hafa eitt og annað við leikina að athuga þá er ég einfaldlega alltaf að fara að fá mér þá og spila þá. Mikið. Á hverju ári. Það er bara svo gaman. Ég fékk leikinn í hendurnar fljótlega eftir að hann kom út og hoppaði að sjálfsögðu beint í Ultimate Team, vinsælasta hluta leiksins. Venju samkvæmt var mér úthlutað alveg vonlausu liði í byrjun, en líkt og í síðustu útgáfum er maður furðufljótur að vinna sig upp í lið sem fær mann ekki til að vilja hætta strax. Það er líklega mjög meðvituð ákvörðun hjá EA (útgefendum leikjanna), enda eru FIFA-spilarar líklega ekki í hópi þeirra sem vilja hafa fyrir hlutunum þegar kemur að tölvuleikjum. Ultimate Team er eiginlega voðalega svipað og í fyrra. Það er eitthvað aðeins búið að hrista upp í valmyndinni en fúnskjónin er svo gott sem sú sama. Byggja upp lið, kaupa pakka, keppa í mótum, allt það. Sem virðist virka ágætlega fyrir EA, enda sækir leikurinn langmestar tekjur sínar í þennan hluta leiksins. „Ef það er ekki bilað er óþarfi að laga það,“ stendur eflaust á einhverju plakati í höfuðstöðvum EA. Næstum því alveg raunverulegt Áður en við víkjum að spiluninni sjálfri þá er eiginlega vert að taka fram að ég hef að mestu spilað leikinn á Playstation 4. Samúel Karl, ritstjóri Leikjavísis, var þó svo höfðinglegur að bjóða mér heim til sín þar sem ég gat fengið smá tilfinningu fyrir leiknum á nýjustu kynslóð leikjatölva. Það er hálf ótrúlegt hvað spilunin í PS5 er raunveruleg. Ég segi ekki að þetta sé alveg eins og að horfa á alvöru fótboltaleik, en þetta gæti verið svolítið eins og að horfa á alvöru fótboltaleik þegar maður er nývaknaður, eða þegar maður er búinn með nokkra bjóra, eða eitthvað svoleiðis. Ég veit það ekki alveg. Þetta er í öllu falli mjög raunverulegt. Leikspilunin í PS5 er líka ótrúlega „smooth“ og þægileg. Alls konar litlir hlutir þarna sem gera það að verkum að maður lifir sig betur inn í leikinn, eins og til dæmis titringur í fjarstýringunni á spennandi stundum í leiknum og svo hvernig sprett-takkinn veitir manni aukna mótstöðu eftir því sem líður á leikinn og leikmenn þreytast. Allt mjög elegant og gott mál. Þá má nefna að EA er búið að koma á koppinn nýju kerfi í spilunina á nýjustu leikjatölvurnar, sem ber hið hástemmda heiti „HyperMotion.“ Kerfinu er ætlað að gera hreyfingar leikmanna raunverulegri og fjölbreyttari, með því að notast við hreyfiföngun (e. motion capture) á yfir 4.000 hreyfingum úr raunverulegum leikjum. Ég er ekki frá því að það hafi heppnast ágætlega, því þetta er allt saman mjög raunverulegt og flæðandi. Það var svo líka algjör plús að ég fékk að spila við Birgi, samstarfsmann minn, þegar ég var hjá Samma. Ég reyndar rústaði honum svo hrottalega að hann ákvað að skipta um vinnu. En það er annað mál. Ef spilað er á nýjustu kynslóð leikjatölva kemur glögglega í ljós að hreyfingar leikmanna eru afskaplega flæðandi og raunverulegar. EA SPORTS Litlar breytingar á helstu sviðum leiksins Fyrir utan spilun leiksins, það er að segja fótboltann sjálfan, er ekki mikið um betrumbætingar í leiknum. Career Mode, þar sem maður getur sest í sæti knattspyrnustjóra hjá liði að eigin vali, er nánast eins og í síðasta leik, fyrir utan einhverjar algjörar smálagfæringar. Nú hefur reyndar valmöguleikanum um að búa til sitt eigið lið verið bætt við Career Mode. Þá getur maður í raun algerlega ráðið þeim kröfum sem gerðar eru til manns, valið búninga, merki og annað slíkt, í raun einskonar „sandbox-mode.“ Það er ágætt, en ekki beint byltingarkennt þegar kemur að þessum fræðum. Gott ef það var ekki hægt að gera þetta í einhverjum af gömlu leikjunum líka. Allavega. Það hafa verið gerðar einhverjar litlar breytingar á Volta, sem er eins konar arftaki gömlu FIFA-street leikjanna. Ég er ekki mikill Volta-maður og er í raun ekki búinn neinni þekkingu til að segja frá þessu á vitrænan hátt. Þannig að ég ætla bara að sleppa því. Niðurstaðan Sko. Þessi leikur er á heildina litið engin bylting samanborið við fyrri leiki, en ég er ekkert að biðja um það. Það eru eflaust margir sem vilja meina að EA séu ekkert annað en gráðug svín sem komist upp með að gefa út sama leikinn ár eftir ár og græða á tá og fingri. Það vill bara þannig til að mér finnst leikurinn sem um ræðir skemmtilegur, þess vegna spila ég hann ár eftir ár. Eins og áður hefur verið bent á er FIFA fyrst og fremst samkvæmisleikur fyrir rosalega mörgum. Líkt og margir þekkja getur falist í því ótrúlega góð skemmtun að hitta vini sína, rústa þeim í FIFA, gera óhóflegt grín að því hvað þeir eru lélegir í leiknum og fara svo að gera eitthvað skemmtilegt saman. Þannig er það bara, og þannig verður það áfram. Enn og aftur held ég að ég sé að leyfa útgefendum FIFA að komast upp með allt of mikla leti og tregðu við að breyta hlutunum, en mér er alveg sama. Mér hefur hingað til þótt gaman að spila FIFA-leikina og FIFA 22 er engin undantekning. FIFA Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir EA Sports íhuga að slíta sambandinu við FIFA Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins EA Sports eru sagðir íhuga að slíta sambandi þeirra við FIFA-fótboltasambandið. Það fæli í sér að breyta nafni fótboltaleikjanna vinsælu. Meðal annars er það vegna þess að leiðtogar FIFA vilja meira ein milljarð dala á fjögurra ára fresti. 14. október 2021 15:37 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Í byrjun þessarar gagnrýni, eða tilraunar til gagnrýni, er vert að taka fram að ég er forfallinn FIFA-kall og þó ég kunni að hafa eitt og annað við leikina að athuga þá er ég einfaldlega alltaf að fara að fá mér þá og spila þá. Mikið. Á hverju ári. Það er bara svo gaman. Ég fékk leikinn í hendurnar fljótlega eftir að hann kom út og hoppaði að sjálfsögðu beint í Ultimate Team, vinsælasta hluta leiksins. Venju samkvæmt var mér úthlutað alveg vonlausu liði í byrjun, en líkt og í síðustu útgáfum er maður furðufljótur að vinna sig upp í lið sem fær mann ekki til að vilja hætta strax. Það er líklega mjög meðvituð ákvörðun hjá EA (útgefendum leikjanna), enda eru FIFA-spilarar líklega ekki í hópi þeirra sem vilja hafa fyrir hlutunum þegar kemur að tölvuleikjum. Ultimate Team er eiginlega voðalega svipað og í fyrra. Það er eitthvað aðeins búið að hrista upp í valmyndinni en fúnskjónin er svo gott sem sú sama. Byggja upp lið, kaupa pakka, keppa í mótum, allt það. Sem virðist virka ágætlega fyrir EA, enda sækir leikurinn langmestar tekjur sínar í þennan hluta leiksins. „Ef það er ekki bilað er óþarfi að laga það,“ stendur eflaust á einhverju plakati í höfuðstöðvum EA. Næstum því alveg raunverulegt Áður en við víkjum að spiluninni sjálfri þá er eiginlega vert að taka fram að ég hef að mestu spilað leikinn á Playstation 4. Samúel Karl, ritstjóri Leikjavísis, var þó svo höfðinglegur að bjóða mér heim til sín þar sem ég gat fengið smá tilfinningu fyrir leiknum á nýjustu kynslóð leikjatölva. Það er hálf ótrúlegt hvað spilunin í PS5 er raunveruleg. Ég segi ekki að þetta sé alveg eins og að horfa á alvöru fótboltaleik, en þetta gæti verið svolítið eins og að horfa á alvöru fótboltaleik þegar maður er nývaknaður, eða þegar maður er búinn með nokkra bjóra, eða eitthvað svoleiðis. Ég veit það ekki alveg. Þetta er í öllu falli mjög raunverulegt. Leikspilunin í PS5 er líka ótrúlega „smooth“ og þægileg. Alls konar litlir hlutir þarna sem gera það að verkum að maður lifir sig betur inn í leikinn, eins og til dæmis titringur í fjarstýringunni á spennandi stundum í leiknum og svo hvernig sprett-takkinn veitir manni aukna mótstöðu eftir því sem líður á leikinn og leikmenn þreytast. Allt mjög elegant og gott mál. Þá má nefna að EA er búið að koma á koppinn nýju kerfi í spilunina á nýjustu leikjatölvurnar, sem ber hið hástemmda heiti „HyperMotion.“ Kerfinu er ætlað að gera hreyfingar leikmanna raunverulegri og fjölbreyttari, með því að notast við hreyfiföngun (e. motion capture) á yfir 4.000 hreyfingum úr raunverulegum leikjum. Ég er ekki frá því að það hafi heppnast ágætlega, því þetta er allt saman mjög raunverulegt og flæðandi. Það var svo líka algjör plús að ég fékk að spila við Birgi, samstarfsmann minn, þegar ég var hjá Samma. Ég reyndar rústaði honum svo hrottalega að hann ákvað að skipta um vinnu. En það er annað mál. Ef spilað er á nýjustu kynslóð leikjatölva kemur glögglega í ljós að hreyfingar leikmanna eru afskaplega flæðandi og raunverulegar. EA SPORTS Litlar breytingar á helstu sviðum leiksins Fyrir utan spilun leiksins, það er að segja fótboltann sjálfan, er ekki mikið um betrumbætingar í leiknum. Career Mode, þar sem maður getur sest í sæti knattspyrnustjóra hjá liði að eigin vali, er nánast eins og í síðasta leik, fyrir utan einhverjar algjörar smálagfæringar. Nú hefur reyndar valmöguleikanum um að búa til sitt eigið lið verið bætt við Career Mode. Þá getur maður í raun algerlega ráðið þeim kröfum sem gerðar eru til manns, valið búninga, merki og annað slíkt, í raun einskonar „sandbox-mode.“ Það er ágætt, en ekki beint byltingarkennt þegar kemur að þessum fræðum. Gott ef það var ekki hægt að gera þetta í einhverjum af gömlu leikjunum líka. Allavega. Það hafa verið gerðar einhverjar litlar breytingar á Volta, sem er eins konar arftaki gömlu FIFA-street leikjanna. Ég er ekki mikill Volta-maður og er í raun ekki búinn neinni þekkingu til að segja frá þessu á vitrænan hátt. Þannig að ég ætla bara að sleppa því. Niðurstaðan Sko. Þessi leikur er á heildina litið engin bylting samanborið við fyrri leiki, en ég er ekkert að biðja um það. Það eru eflaust margir sem vilja meina að EA séu ekkert annað en gráðug svín sem komist upp með að gefa út sama leikinn ár eftir ár og græða á tá og fingri. Það vill bara þannig til að mér finnst leikurinn sem um ræðir skemmtilegur, þess vegna spila ég hann ár eftir ár. Eins og áður hefur verið bent á er FIFA fyrst og fremst samkvæmisleikur fyrir rosalega mörgum. Líkt og margir þekkja getur falist í því ótrúlega góð skemmtun að hitta vini sína, rústa þeim í FIFA, gera óhóflegt grín að því hvað þeir eru lélegir í leiknum og fara svo að gera eitthvað skemmtilegt saman. Þannig er það bara, og þannig verður það áfram. Enn og aftur held ég að ég sé að leyfa útgefendum FIFA að komast upp með allt of mikla leti og tregðu við að breyta hlutunum, en mér er alveg sama. Mér hefur hingað til þótt gaman að spila FIFA-leikina og FIFA 22 er engin undantekning.
FIFA Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir EA Sports íhuga að slíta sambandinu við FIFA Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins EA Sports eru sagðir íhuga að slíta sambandi þeirra við FIFA-fótboltasambandið. Það fæli í sér að breyta nafni fótboltaleikjanna vinsælu. Meðal annars er það vegna þess að leiðtogar FIFA vilja meira ein milljarð dala á fjögurra ára fresti. 14. október 2021 15:37 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
EA Sports íhuga að slíta sambandinu við FIFA Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins EA Sports eru sagðir íhuga að slíta sambandi þeirra við FIFA-fótboltasambandið. Það fæli í sér að breyta nafni fótboltaleikjanna vinsælu. Meðal annars er það vegna þess að leiðtogar FIFA vilja meira ein milljarð dala á fjögurra ára fresti. 14. október 2021 15:37