Tom Holland stígur í spor ævintýramannsins kjarkmikla, Nathan Drake, og Wahlberg leikur læriföður hans Sully. Saman ferðast þeir um heiminn, leita að fjársjóðum, leysa gátur og kljást við vont fólk.
Leikstjóri Uncharted er Ruben Fleischer, sem er hvað þekktastur fyrir að leikstýra Zombieland og Venom.
Til stendur að frumsýna Uncharted þann 11. febrúar.
Sony birti stikluna eftir að upptaka af hluta hennar var birt á netinu.
Gerð Uncharted hefur tekið langan tíma en hún hófst fyrst árið 2008. Hún flakkaði milli leikstjóra í nokkur ár og þar að auki var skipt um aðalleikarar. Spjótin beindust lengi að Nathan Fillion en svo varð Wahlberg fyrir valinu. Hann endaði þó með að leika Sully og var ákveðið að gera uppruna Drake skil á hvíta tjaldinu.
Framleiðslu og frumsýningu myndarinnar var svo frestað vegna heimsfaraldursins.