Stærsta tap Mourinho á ferlinum á köldu kvöldi í Noregi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. október 2021 07:00 Síðan José Mourinho hóf þjálfaraferil sinn hefur hann aldrei tapað með meiri mun en í gær. Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images José Mourinho, knattpyrnustjóri Roma, mátti þola sitt stærsta tap á ferlinum er liðið heimsótti Alfons Sampsted og félaga í Bodø/Glimt í Sambandsdeild Evrópu í gær. Alfons lagði upp þriðja mark heimaliðsins, en lokatölur urðu 6-1. Staðan var 2-1 í hálfleik, en þá gerði Mourinho þrjár breytingar á liðinu. Sá portúgalski hafði svo notað allar fimm skiptingar sínar eftir um klukkutíma leik þegar staðan var orðin 3-1. Þessar skiptingar komu þó ekki í veg fyrir þrjú mörk í viðbót frá heimamönnum og niðurstaðan varð því stærsta tap Moutinho á ferli sínum sem þjálfari. Þetta var leikur númer 1.008 hjá Mourinho sem þjálfari, og þetta var aðeins í annað skipti á ferlinum sem hann tapar með fimm mörkum. Fyrra skiptið var árið 2010 þegar hann var þjálfari Real Madrid, en þá tapaði liðið 5-0 gegn Barcelona. Þetta er einnig í fyrsta skipti á hans ferli þar sem lið hans fær á sig sex mörk eða meira. Aldrei þessu vant þá ákvað Mourinho að taka ábyrgð á tapinu stóra eftir leik. „Ég ákvað að stilla liðinu svona upp þannig að ábyrgðin er mín,“ sagði Mourinho í samtali við Sky sports Italia í leikslok. MOURINHO: – @Glimt have better players than my players.(@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/yqmIdVAwvr— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) October 21, 2021 „Ég gerði það af góðum ástæðum. Ég vildi gefa leikmönnum tækifæri sem leggja sig fram og til að hræra í liðinu fyrir leik á gervigrasi í köldu veðri.“ „Við töpuðum fyrir liði sem sýndi meiri gæði í kvöld. Svo einfalt er það.“ 1 - A José Mourinho side has conceded 6+ goals in a single game for the first time ever, in what is the 1008th match of his managerial career. Shock. #UECL #BodoGlimtRoma— OptaPaolo 🏆 (@OptaPaolo) October 21, 2021 Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Staðan var 2-1 í hálfleik, en þá gerði Mourinho þrjár breytingar á liðinu. Sá portúgalski hafði svo notað allar fimm skiptingar sínar eftir um klukkutíma leik þegar staðan var orðin 3-1. Þessar skiptingar komu þó ekki í veg fyrir þrjú mörk í viðbót frá heimamönnum og niðurstaðan varð því stærsta tap Moutinho á ferli sínum sem þjálfari. Þetta var leikur númer 1.008 hjá Mourinho sem þjálfari, og þetta var aðeins í annað skipti á ferlinum sem hann tapar með fimm mörkum. Fyrra skiptið var árið 2010 þegar hann var þjálfari Real Madrid, en þá tapaði liðið 5-0 gegn Barcelona. Þetta er einnig í fyrsta skipti á hans ferli þar sem lið hans fær á sig sex mörk eða meira. Aldrei þessu vant þá ákvað Mourinho að taka ábyrgð á tapinu stóra eftir leik. „Ég ákvað að stilla liðinu svona upp þannig að ábyrgðin er mín,“ sagði Mourinho í samtali við Sky sports Italia í leikslok. MOURINHO: – @Glimt have better players than my players.(@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/yqmIdVAwvr— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) October 21, 2021 „Ég gerði það af góðum ástæðum. Ég vildi gefa leikmönnum tækifæri sem leggja sig fram og til að hræra í liðinu fyrir leik á gervigrasi í köldu veðri.“ „Við töpuðum fyrir liði sem sýndi meiri gæði í kvöld. Svo einfalt er það.“ 1 - A José Mourinho side has conceded 6+ goals in a single game for the first time ever, in what is the 1008th match of his managerial career. Shock. #UECL #BodoGlimtRoma— OptaPaolo 🏆 (@OptaPaolo) October 21, 2021
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira