Haukur hættir eftir átta ár sem forseti Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2021 09:18 Haukur Örn Birgisson er að hætta sem forseti GSÍ. vísir/stefán Eftir átta ár sem forseti Golfsambands Íslands hefur Haukur Örn Birgisson ákveðið að láta gott heita. Nýr forseti mun því taka við í næsta mánuði. Haukur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann hefur starfað fyrir Golfsambandið í tvo áratugi og setið í stjórn sambandsins í 16 ár. „Þetta hefur verið æðislegur tími og ég hef notið hverrar mínútu. Í störfum mínum fyrir íslenskt golf hef ég kynnst ótal manns og eignast vini til lífstíðar. Þá hafa störf mín leitt mig áfram á alþjóðlegar brautir golfíþróttarinnar, sem ég hef enn ekki sagt skilið við. Fyrir allt þetta verð ég ævinlega þakklátur,“ segir Haukur en hann var kjörinn forseti Golfsambands Evrópu árið 2019. Haukur bendir á að síðustu ár hafi golfíþróttin notið sögulegrar velgengni og vinsælda hér á landi. Hann skilur því sáttur við sín störf. „Ég er afar stoltur af þeirri vinnu sem ég, stjórnir sambandsins og starfsfólk höfum skilað af okkur á þessum tveimur áratugum og ég veit að golfsambandið er á góðum stað í dag. Golfíþróttin hefur aldrei staðið styrkari fótum og hvert sem litið er, þá nýtur íþróttin sögulegrar velgengni. Mér finnst þetta því vera góður tímapunktur til að láta af störfum og fela nýjum aðilum verkefnið. Ég hlakka til að fylgjast með íþróttinni dafna af hliðarlínunni.“ Nýr forseti verður kjörinn á Golfþingi þann 20. nóvember. Golf Vistaskipti Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Haukur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann hefur starfað fyrir Golfsambandið í tvo áratugi og setið í stjórn sambandsins í 16 ár. „Þetta hefur verið æðislegur tími og ég hef notið hverrar mínútu. Í störfum mínum fyrir íslenskt golf hef ég kynnst ótal manns og eignast vini til lífstíðar. Þá hafa störf mín leitt mig áfram á alþjóðlegar brautir golfíþróttarinnar, sem ég hef enn ekki sagt skilið við. Fyrir allt þetta verð ég ævinlega þakklátur,“ segir Haukur en hann var kjörinn forseti Golfsambands Evrópu árið 2019. Haukur bendir á að síðustu ár hafi golfíþróttin notið sögulegrar velgengni og vinsælda hér á landi. Hann skilur því sáttur við sín störf. „Ég er afar stoltur af þeirri vinnu sem ég, stjórnir sambandsins og starfsfólk höfum skilað af okkur á þessum tveimur áratugum og ég veit að golfsambandið er á góðum stað í dag. Golfíþróttin hefur aldrei staðið styrkari fótum og hvert sem litið er, þá nýtur íþróttin sögulegrar velgengni. Mér finnst þetta því vera góður tímapunktur til að láta af störfum og fela nýjum aðilum verkefnið. Ég hlakka til að fylgjast með íþróttinni dafna af hliðarlínunni.“ Nýr forseti verður kjörinn á Golfþingi þann 20. nóvember.
Golf Vistaskipti Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira