Evergrande tekist að greiða gjaldfallna vaxtagreiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 22. október 2021 11:44 Til stóð að selja helmingshlut í fasteignaumsýsludeild Evergrande Group til samkeppnisaðilans Hopson Development Holdings í byrjun október. Ekki varð af sölunni. AP/Vincent Yu Kínverska fasteignafélagið Evergrande Group greiddi í dag 83,5 milljóna Bandaríkjadala vaxtagreiðslu á erlendu skuldabréfi, að sögn kínversks ríkismiðils. Mánuður er síðan Evergrande átti að standa skil á greiðslunni og óttuðust áhyggjusamir fjárfestar að skuldabréfið gæti orðið félaginu að falli. Upphæðin nemur um 10,8 milljörðum íslenskra króna. Fjármálamarkaðir hafa fylgst náið með stöðu Evergrande sem hefur barist við að bjarga sér frá gjaldþroti síðustu mánuði með því að draga úr skuldum. Heildarskuldir þessa skuldsettasta fasteignafélags heims nema yfir 300 milljörðum Bandaríkjadala og óttast fjárfestar að gjaldþrot þess gæti haft keðjuverkandi áhrif og ýtt af stað fjármálakreppu. Fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar að Evergrande hafi ekki náð að standa skil á vaxtagreiðslum til erlendra fjárfesta í lok september og byrjun október. Forsvarsmenn fasteignafélagsins greindu frá því á miðvikudag að fyrirtækinu hafi verði veittur 30 daga frestur til að borga áður. Stjórnvöld vilja að fyrirtæki minnki skuldir Kínverskir ráðamenn hafa reynt að róa fjármálamarkaði, sagt að skuldavandinn sé viðráðanlegur og ætti ekki að hafa áhrif á fjármálaiðnaðinn. Kommúnistaflokkurinn Í Kína hefur að undanförnu þrýst á kínversk fyrirtæki sem talin eru vera með hættulega hátt skuldahlutfall til að bæta ráð sitt. Samhliða því hefur hið opinbera sett auknar takmarkanir á veitingu lánsfjár. Hagfræðingar telja að yfirvöld í Beijing geti komið í veg fyrir að lánsfjárkreppu í landinu ef Evergrande nær ekki að greiða af lánum frá kínverskum fjámálastofnunum og fjárfestum. Stjórnvöld vilji hins vegar forðast að reyna að bjarga félaginu á sama tíma og öðrum fyrirtækjum er gert að bæta skuldastöðu sína. Kína Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Mánuður er síðan Evergrande átti að standa skil á greiðslunni og óttuðust áhyggjusamir fjárfestar að skuldabréfið gæti orðið félaginu að falli. Upphæðin nemur um 10,8 milljörðum íslenskra króna. Fjármálamarkaðir hafa fylgst náið með stöðu Evergrande sem hefur barist við að bjarga sér frá gjaldþroti síðustu mánuði með því að draga úr skuldum. Heildarskuldir þessa skuldsettasta fasteignafélags heims nema yfir 300 milljörðum Bandaríkjadala og óttast fjárfestar að gjaldþrot þess gæti haft keðjuverkandi áhrif og ýtt af stað fjármálakreppu. Fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar að Evergrande hafi ekki náð að standa skil á vaxtagreiðslum til erlendra fjárfesta í lok september og byrjun október. Forsvarsmenn fasteignafélagsins greindu frá því á miðvikudag að fyrirtækinu hafi verði veittur 30 daga frestur til að borga áður. Stjórnvöld vilja að fyrirtæki minnki skuldir Kínverskir ráðamenn hafa reynt að róa fjármálamarkaði, sagt að skuldavandinn sé viðráðanlegur og ætti ekki að hafa áhrif á fjármálaiðnaðinn. Kommúnistaflokkurinn Í Kína hefur að undanförnu þrýst á kínversk fyrirtæki sem talin eru vera með hættulega hátt skuldahlutfall til að bæta ráð sitt. Samhliða því hefur hið opinbera sett auknar takmarkanir á veitingu lánsfjár. Hagfræðingar telja að yfirvöld í Beijing geti komið í veg fyrir að lánsfjárkreppu í landinu ef Evergrande nær ekki að greiða af lánum frá kínverskum fjámálastofnunum og fjárfestum. Stjórnvöld vilji hins vegar forðast að reyna að bjarga félaginu á sama tíma og öðrum fyrirtækjum er gert að bæta skuldastöðu sína.
Kína Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira