Heimildarmyndin Kolapse heimsfrumsýnd í RIFF-Heima Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2021 17:00 Andri Snær Magnason í Kolapse. Þó að RIFF-hátíðin sé búin að loka dyrum sínum í kvikmyndahúsum er hátíðin enn í gangi á vefnum. Þar má finna íslenska dagskrá til 30. október. „Í þessari viku heimsfrumsýndum við myndina Kolapse sem er alþjóðlegt verkefni sýnt á sama tíma um allan heim og er myndin er aðgengileg öllum frítt. Þess má geta að RIFF er enn í fullum gangi í RIFF-Heima, fram til sunnudags 24. október er enn hægt að sjá myndir úr flokknum Teiknimyndir í RIFF-heima. Í næstu viku taka við myndir úr Ísland í sjónarrönd,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Hægt verður að sjá allt stuttmyndaprógramið og þrjár myndir í fullri lengd. Myndirnar Ekki einleikið eftir Ásthildi Kjartansdóttur, Uglur eftir Teit Magnússon og Hvunndagshetjur eftir Magneu Björk Valdimarsdóttur. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir marga því uppselt var á þessar myndir á hátíðinni.“ Sýningar á heimildarmyndinni Kolapse standa til 30. september en RIFF var þátttakandi í Kolapse fyrr á árinu með vali á íslenskum myndum sem leggja sitt á vogarskálarnar til umhverfismála. Last And First Men eftir Jóhann Jóhannson heitinn, austurríska myndin Earth eftir Nikolaus Geyrhalter sem var á RIFF í fyrra og TED-spjall Andra Snæs Magnasonar. „Kolapse er rafrænn vettvangur sem ætlað er að stuðla að samtali þjóða um neyðarástand í loftslags- og samfélagsmálum. Listamenn úr ólíkum greinum, aðgerðasinnar og leiðtogar sameina krafta sína, kynna verk sín og taka þátt í umræðum um framtíð Jarðar og þær áskoranir sem næstu áratugir munu hafa í för með sér,“ að því er fram kemur í tilkynningu. „Að Kolapse stendur, auk RIFF, vefurinn Kabinett sem er vettvangur og samfélag listamanna sem hefur það markmið að auka meðvitund, upplifa andartök friðar, hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og taka skref fram á við í áríðandi baráttu fyrir umhverfinu og þeim félagslegu vandamálum sem eru aðsteðjandi í samtímanum.“ Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Í þessari viku heimsfrumsýndum við myndina Kolapse sem er alþjóðlegt verkefni sýnt á sama tíma um allan heim og er myndin er aðgengileg öllum frítt. Þess má geta að RIFF er enn í fullum gangi í RIFF-Heima, fram til sunnudags 24. október er enn hægt að sjá myndir úr flokknum Teiknimyndir í RIFF-heima. Í næstu viku taka við myndir úr Ísland í sjónarrönd,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Hægt verður að sjá allt stuttmyndaprógramið og þrjár myndir í fullri lengd. Myndirnar Ekki einleikið eftir Ásthildi Kjartansdóttur, Uglur eftir Teit Magnússon og Hvunndagshetjur eftir Magneu Björk Valdimarsdóttur. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir marga því uppselt var á þessar myndir á hátíðinni.“ Sýningar á heimildarmyndinni Kolapse standa til 30. september en RIFF var þátttakandi í Kolapse fyrr á árinu með vali á íslenskum myndum sem leggja sitt á vogarskálarnar til umhverfismála. Last And First Men eftir Jóhann Jóhannson heitinn, austurríska myndin Earth eftir Nikolaus Geyrhalter sem var á RIFF í fyrra og TED-spjall Andra Snæs Magnasonar. „Kolapse er rafrænn vettvangur sem ætlað er að stuðla að samtali þjóða um neyðarástand í loftslags- og samfélagsmálum. Listamenn úr ólíkum greinum, aðgerðasinnar og leiðtogar sameina krafta sína, kynna verk sín og taka þátt í umræðum um framtíð Jarðar og þær áskoranir sem næstu áratugir munu hafa í för með sér,“ að því er fram kemur í tilkynningu. „Að Kolapse stendur, auk RIFF, vefurinn Kabinett sem er vettvangur og samfélag listamanna sem hefur það markmið að auka meðvitund, upplifa andartök friðar, hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og taka skref fram á við í áríðandi baráttu fyrir umhverfinu og þeim félagslegu vandamálum sem eru aðsteðjandi í samtímanum.“
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira