SA og VÍ svara Samkeppniseftirlitinu: „Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu?“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 18:25 Í yfirlýsingu frá SA og VÍ, sem ber titilinn „Dæmalaus aðför Samkeppniseftirlitsins að upplýstri umræðu“, segir að það sé meginhlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs. Eðlilegt sé að þau ræði málefni sem tengist félagsmönnum og atvinnulífinu í heild. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands segja engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það sé ekki úr lausu lofti gripið að verðhækkanir séu líklegar og það sé í raun óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða. Þetta kemur fram í svari SA og VÍ við tilkynningu Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í dag. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins var brýnt var fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu þar sem slíkt gæti verið óheimilt samkvæmt samkeppnislögum. Vísað var til ummæla framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar, og formanns Bændasamtaka Íslands í fjölmiðlum þar sem þeir töluðu um breytingar á verðlagi í ljósi vöruskorts, hækkandi hrávöruverðs og efnahagslegra afleiðinga faraldursins. Lýsa skömmunum sem dæmalausri aðför Er það mat Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt og að um sé að ræða dæmalausa aðför að upplýstri umræðu. Í yfirlýsingu frá SA og VÍ, sem ber titilinn „Dæmalaus aðför Samkeppniseftirlitsins að upplýstri umræðu“, segir að það sé meginhlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs. Eðlilegt sé að þau ræði málefni sem tengist félagsmönnum og atvinnulífinu í heild. Þar megi meðal annars nefnda umræðu um launakjör, kvaðir stjórnvalda á borð við gjöld og leyfisveitingar og hrávöruverð. „Að benda á þá staðreynd að þróun varðandi fyrrgreind atriði geti leitt til verðhækkana felur hvorki í sér brot á samkeppnislögum né hvetur það til þeirra. Í raun er óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða þegar ýmsar kvaðir sem stjórnvöld setja hafa áhrif á verðlag á þeim vörum og þjónustu sem félagsmenn þeirra bjóða upp á,“ segir í yfirlýsingunni. Segjast ekki hafa hvatt til verðhækkana Þá er bent á að SA standi fyrir ársfjórðungslegri könnun í samstarfi við Seðlabanka Íslands þar sem forsvarsmenn stærstu fyrirtækja landsins eru spurðir út í stöðu og horfur á efnahagslífinu. Niðurstöðurnar séu nýttar við vinnslu Peningamála Seðlabankans. „Á að skilja tilkynningu Samkeppniseftirlitsins sem svo að hagsmunasamtök fyrirtækja megi ekki lengur tjá sig um efni þessarar mikilvægu könnunar?“ er spurt í áðurnefndri yfirlýsingu. SA og VÍ segja að í þeim tilfellum sem Samkeppniseftirlitið vísi í sé verið að ræða um lýsingar á opinberum hagtölum. Ekki sé verið að hvetja til verðhækkana. Það sé vel þekkt að hrávöruverð og erlendu verðbólguþróun hafi áhrif á neysluverð í einstaka löndum og þau áhrif komi fram með tímatöf. Er vísað til rannsókna sem sýna fram á að áhrif erlendrar verðþróunar á neysluverð. „Engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það er mat SA og VÍ að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt. Hversu langt má ganga? Hverjir mega tjá sig? Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu? Eða greiningaraðila, t.d. innan viðskiptabankanna? Mega hagsmunasamtök fyrirtækja tjá sig um vaxtahækkanir?“ Áhugasamir geta lesið yfirlýsingu SA og VÍ hér á vef SA. Efnahagsmál Samkeppnismál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þetta kemur fram í svari SA og VÍ við tilkynningu Samkeppniseftirlitsins frá því fyrr í dag. Í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins var brýnt var fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu þar sem slíkt gæti verið óheimilt samkvæmt samkeppnislögum. Vísað var til ummæla framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar, og formanns Bændasamtaka Íslands í fjölmiðlum þar sem þeir töluðu um breytingar á verðlagi í ljósi vöruskorts, hækkandi hrávöruverðs og efnahagslegra afleiðinga faraldursins. Lýsa skömmunum sem dæmalausri aðför Er það mat Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt og að um sé að ræða dæmalausa aðför að upplýstri umræðu. Í yfirlýsingu frá SA og VÍ, sem ber titilinn „Dæmalaus aðför Samkeppniseftirlitsins að upplýstri umræðu“, segir að það sé meginhlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að standa vörð um hagsmuni íslensks atvinnulífs. Eðlilegt sé að þau ræði málefni sem tengist félagsmönnum og atvinnulífinu í heild. Þar megi meðal annars nefnda umræðu um launakjör, kvaðir stjórnvalda á borð við gjöld og leyfisveitingar og hrávöruverð. „Að benda á þá staðreynd að þróun varðandi fyrrgreind atriði geti leitt til verðhækkana felur hvorki í sér brot á samkeppnislögum né hvetur það til þeirra. Í raun er óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða þegar ýmsar kvaðir sem stjórnvöld setja hafa áhrif á verðlag á þeim vörum og þjónustu sem félagsmenn þeirra bjóða upp á,“ segir í yfirlýsingunni. Segjast ekki hafa hvatt til verðhækkana Þá er bent á að SA standi fyrir ársfjórðungslegri könnun í samstarfi við Seðlabanka Íslands þar sem forsvarsmenn stærstu fyrirtækja landsins eru spurðir út í stöðu og horfur á efnahagslífinu. Niðurstöðurnar séu nýttar við vinnslu Peningamála Seðlabankans. „Á að skilja tilkynningu Samkeppniseftirlitsins sem svo að hagsmunasamtök fyrirtækja megi ekki lengur tjá sig um efni þessarar mikilvægu könnunar?“ er spurt í áðurnefndri yfirlýsingu. SA og VÍ segja að í þeim tilfellum sem Samkeppniseftirlitið vísi í sé verið að ræða um lýsingar á opinberum hagtölum. Ekki sé verið að hvetja til verðhækkana. Það sé vel þekkt að hrávöruverð og erlendu verðbólguþróun hafi áhrif á neysluverð í einstaka löndum og þau áhrif komi fram með tímatöf. Er vísað til rannsókna sem sýna fram á að áhrif erlendrar verðþróunar á neysluverð. „Engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það er mat SA og VÍ að með aðfinnslum sínum sé Samkeppniseftirlitið komið langt út fyrir lögbundið hlutverk sitt. Hversu langt má ganga? Hverjir mega tjá sig? Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu? Eða greiningaraðila, t.d. innan viðskiptabankanna? Mega hagsmunasamtök fyrirtækja tjá sig um vaxtahækkanir?“ Áhugasamir geta lesið yfirlýsingu SA og VÍ hér á vef SA.
Efnahagsmál Samkeppnismál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira