„Ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2021 20:00 Kristján Ingi Mikaelsson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Stöð 2 Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði sögulegu hámarki í vikunni. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs telur öruggt að virðið haldi áfram að hækka á næstu árum en fólk verði að fara varlega, ætli það sér að fjárfesta. „Virði Bitcoin var áður hæst í apríl síðastliðnum þegar það náði rétt tæpum 65 þúsund dölum, eða um 8,4 milljónum íslenskra króna. Virði myntarinnar hríðféll svo yfir sumarmánuðina, náði 30 þúsund dala lágmarki í júlí en náði nýju meti fyrr í vikunni, um 67 þúsund dölum. En hvað veldur þessari sögulegu sveiflu nú? „Bitcoin var skráð á amerískar kauphallir undir svokölluðu ETF-formerki sem þýðir að þetta hefur hlotið í raun og veru hæstu skráningu sem hægt er að hafa sem eignarflokkur,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Best að kynna sér málið áður en er fjárfest Kristján segir ómögulegt að segja til um hvort nú stefni í mikla virðislækkun á ný. Það sem fari upp fari þó gjarnan aftur niður. „Til lengri tíma er nánast öruggt, ef sagan heldur áfram að endurtaka sig, að Bitcoin haldi áfram að trenda svona upp.“ En rafmyntakapphlaupið er ekki allra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því fyrr á árinu að fólk keypti sér rafmyntir á borð við Bitcoin og líkti þeim við píramídasvindl. Kristján segir fólk alls ekki of seint að stökkva á Bitcoin-vagninn - en fara þurfi varlega. „Ekki fara og kaupa Bitcoin án þess að vita neitt um þetta. Þetta er flókið og fjárfestingar eru flóknar. Það sem er best að gera er að kynna sér þetta, kaupa þetta í skömmtum einu sinni í mánuði, taka part af sparnaðinum sínum og taka þátt í þessu trendi. Því þetta er langtímabylgja sem er þarna í raun og veru að eiga sér stað og ekki horfa á þetta á lilum tímarömmum.“ Dæmi séu um að Íslendingar hafi efnast um hundruð milljónir - og jafnvel milljarða - af Bitcoin. Átt þú Bitcoin sjálfur? „Ég á Bitcoin sjálfur og eignaðist mitt fyrsta Bitcoin 2013, í febrúar. Og hef átt Bitcoin allar götur síðan og ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það,“ segir Kristján. Rafmyntir Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19 Musk veltir Bitcoin aftur af stað Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf. 14. júní 2021 16:45 Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
„Virði Bitcoin var áður hæst í apríl síðastliðnum þegar það náði rétt tæpum 65 þúsund dölum, eða um 8,4 milljónum íslenskra króna. Virði myntarinnar hríðféll svo yfir sumarmánuðina, náði 30 þúsund dala lágmarki í júlí en náði nýju meti fyrr í vikunni, um 67 þúsund dölum. En hvað veldur þessari sögulegu sveiflu nú? „Bitcoin var skráð á amerískar kauphallir undir svokölluðu ETF-formerki sem þýðir að þetta hefur hlotið í raun og veru hæstu skráningu sem hægt er að hafa sem eignarflokkur,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Best að kynna sér málið áður en er fjárfest Kristján segir ómögulegt að segja til um hvort nú stefni í mikla virðislækkun á ný. Það sem fari upp fari þó gjarnan aftur niður. „Til lengri tíma er nánast öruggt, ef sagan heldur áfram að endurtaka sig, að Bitcoin haldi áfram að trenda svona upp.“ En rafmyntakapphlaupið er ekki allra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því fyrr á árinu að fólk keypti sér rafmyntir á borð við Bitcoin og líkti þeim við píramídasvindl. Kristján segir fólk alls ekki of seint að stökkva á Bitcoin-vagninn - en fara þurfi varlega. „Ekki fara og kaupa Bitcoin án þess að vita neitt um þetta. Þetta er flókið og fjárfestingar eru flóknar. Það sem er best að gera er að kynna sér þetta, kaupa þetta í skömmtum einu sinni í mánuði, taka part af sparnaðinum sínum og taka þátt í þessu trendi. Því þetta er langtímabylgja sem er þarna í raun og veru að eiga sér stað og ekki horfa á þetta á lilum tímarömmum.“ Dæmi séu um að Íslendingar hafi efnast um hundruð milljónir - og jafnvel milljarða - af Bitcoin. Átt þú Bitcoin sjálfur? „Ég á Bitcoin sjálfur og eignaðist mitt fyrsta Bitcoin 2013, í febrúar. Og hef átt Bitcoin allar götur síðan og ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það,“ segir Kristján.
Rafmyntir Efnahagsmál Neytendur Tengdar fréttir Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19 Musk veltir Bitcoin aftur af stað Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf. 14. júní 2021 16:45 Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Kínverjar banna rafmyntir og gröft Stjórnvöld í Beijing lýstu öll viðskipti með rafmyntir ólögleg og bönnuðu svonefndan gröft eftir rafmyntum í dag. Bannið á meðal annars að hjálpa Kínverjum að ná markmiðum sínum um samdrátt gróðurhúsalofttegunda. 24. september 2021 12:19
Musk veltir Bitcoin aftur af stað Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf. 14. júní 2021 16:45
Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42