Íslensk sundmenning til umfjöllunar hjá Vogue Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 16:31 Íslensk sundmenning hefur greinilega vakið upp spurningar hjá blaðamanni Vogue, sem tók nokkrar íslenskar konur á tal um Íslendinga og almenningssund. Vogue/Skjáskot Sundmenning Íslendinga er ekki lengur bara eitthvað sem landsmenn njóta heldur er hún til umfjöllunar hjá Vogue, helsta tískutímariti heims. Umfjöllun um þessa einstöku menningu og dægrastyggingu birtist á netmiðli tímaritsins fyrir helgi, þar sem meðal annars er rætt um málið við Elizu Reid, forsetafrú. „Þessi baðmenning er engri annarri lík. Til staðar eru fullt af óskrifuðum siðareglum og eiginlegum reglum um hreinlæti og kurteisissiðir, sem eru skemmtilega strangir þegar kemur að því að fara skuli úr skóm, hvar skuli hætta að nota snjalltæki og að maður þurfi að fara í sápusturtu nakinn áður en farið er ofan í laugina.“ Eliza Reid, forsetafrú, er ein íslenskra kvenna til viðtals í greininni.Vísir/Vilhelm Þetta segir í greininni sem birt var á Vogue síðasta miðvikudag. Höfundur greinarinnar rekur þar að hún eigi reglulega leið um landið, sem stæri sig af hundruðum baðstaða þrátt fyrir aðeins 360 þúsund manna þjóð. Hún hafi sjálf fengið að njóta góðs af reglulegum sundferðum hér á landi. Í fyrsta sinn í heilt ár hafi verkur sem hún hafði í hnakka hætt að angra hana. Íslensk sundmenning er að mati blaðamanns Vogue einstök.Vísir/Vilhelm „Þegar þú ert í vatninu geturðu ekki verið í símanum. Þú ert hér og nú, annað hvort einn með sjálfum þér, með fólkinu sem þú ferðast með eða með ókunnugu fólki sem situr í heita pottinum með þér,“ er haft eftir Elizu Reid forsetafrú í greininni. „Einhvern vegin hverfur allt veraldlegt, sem skilur fólk að, ofan í vatninu. Þú sérð ekki muninn á milli pípara og stjórnmálamanns,“ segir Eliza og bendir á að sundlaugarnar, sérstaklega í Reykjavík, séu táknmynd framþróunar í samfélaginu. „Margar sundlaugar, sérstaklega í Reykjavík, bjóða núna upp á kynhlutlausa klefa. Trans fólk getur valið á milli búningsklefa og farið þangað sem það vill. Konur mega líka fara ofan í sundlaugar berar að ofan. Það er kannski ekki algengt en það má og sýnir á hvaða stað jafnrétti er hér á landi.“ Sundlaugar eru ófáar hér á landi.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra BioEffect, að sundlaugar séu táknmynd íslensks samfélags. „Hreinlæti skiptir sundgesti miklu máli, sem þýðir að þú þarft að þvo þér vel áður en þú ferð ofan í laugina,“ segir Liv. „Í sumum menningarheimum er nekt einkamál en hérna á Íslandi böðum við okkur saman, alnakin, í sturtuklefunum.“ „Þetta sýnir okkur án einhverrar glansmyndar. Við erum alls konar í laginu, af allskonar stærðum og litum með ör, húðflúr, fyllingar - svona er heiðarlegur raunveruleikinn.“ Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér. Sundlaugar Menning Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Þessi baðmenning er engri annarri lík. Til staðar eru fullt af óskrifuðum siðareglum og eiginlegum reglum um hreinlæti og kurteisissiðir, sem eru skemmtilega strangir þegar kemur að því að fara skuli úr skóm, hvar skuli hætta að nota snjalltæki og að maður þurfi að fara í sápusturtu nakinn áður en farið er ofan í laugina.“ Eliza Reid, forsetafrú, er ein íslenskra kvenna til viðtals í greininni.Vísir/Vilhelm Þetta segir í greininni sem birt var á Vogue síðasta miðvikudag. Höfundur greinarinnar rekur þar að hún eigi reglulega leið um landið, sem stæri sig af hundruðum baðstaða þrátt fyrir aðeins 360 þúsund manna þjóð. Hún hafi sjálf fengið að njóta góðs af reglulegum sundferðum hér á landi. Í fyrsta sinn í heilt ár hafi verkur sem hún hafði í hnakka hætt að angra hana. Íslensk sundmenning er að mati blaðamanns Vogue einstök.Vísir/Vilhelm „Þegar þú ert í vatninu geturðu ekki verið í símanum. Þú ert hér og nú, annað hvort einn með sjálfum þér, með fólkinu sem þú ferðast með eða með ókunnugu fólki sem situr í heita pottinum með þér,“ er haft eftir Elizu Reid forsetafrú í greininni. „Einhvern vegin hverfur allt veraldlegt, sem skilur fólk að, ofan í vatninu. Þú sérð ekki muninn á milli pípara og stjórnmálamanns,“ segir Eliza og bendir á að sundlaugarnar, sérstaklega í Reykjavík, séu táknmynd framþróunar í samfélaginu. „Margar sundlaugar, sérstaklega í Reykjavík, bjóða núna upp á kynhlutlausa klefa. Trans fólk getur valið á milli búningsklefa og farið þangað sem það vill. Konur mega líka fara ofan í sundlaugar berar að ofan. Það er kannski ekki algengt en það má og sýnir á hvaða stað jafnrétti er hér á landi.“ Sundlaugar eru ófáar hér á landi.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra BioEffect, að sundlaugar séu táknmynd íslensks samfélags. „Hreinlæti skiptir sundgesti miklu máli, sem þýðir að þú þarft að þvo þér vel áður en þú ferð ofan í laugina,“ segir Liv. „Í sumum menningarheimum er nekt einkamál en hérna á Íslandi böðum við okkur saman, alnakin, í sturtuklefunum.“ „Þetta sýnir okkur án einhverrar glansmyndar. Við erum alls konar í laginu, af allskonar stærðum og litum með ör, húðflúr, fyllingar - svona er heiðarlegur raunveruleikinn.“ Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.
Sundlaugar Menning Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira