Vonar að arftakinn beri hag þolenda fyrir brjósti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2021 10:19 Hrönn Stefánsdóttir hefur stýrt gangi mála á Neyðarmóttöku undanfarin fimm ár. Hún flytur sig nú yfir á geðsvið Landspítalans. Vísir/Baldur Hrafnkell Hrönn Stefánsdóttir mun um áramótin láta af störfum sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku Landspítalans. Hún færir sig yfir á geðsvið spítalans. Staða verkefnastjóra Neyðarmóttöku verður auglýst á næstunni. Hrönn greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hefur starfað sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku frá árinu 2016. Þá tók við starfinu af Eyrúnu Björgu Jónsdóttur. „Þarna fékk ég verkefni sem ég svo sannarlega tók ekki léttvægt. Ég ákvað að fara á stúfana, kynna mér öll kerfi, verkefni, umdæmi, stjórnsýslur sem eru og tengjast (sem tengdust samt ekki) og reyna að tengja þau. Það var með meðvitund minni að tengja þau og ég held að það hafi gengið bara ágætlega,“ segir Hrönn. „Fyrir mér er þetta ekkert svo flókið en það er annarra að dæma um það. Ég horfi á það sem svo að við erum frekar lítið land og við eigum að geta tengt kerfi og unnið saman. Það að það eru alls konar ráðuneyti sem tala ekki alltaf saman, það er að mínu mati fáranlegt.“ Hrönn segist virkilega vona að einhver sæki um starf verkefnastjóra Neyðarmóttöku sem brenni fyrir hag þolenda. „Ég mun gera allt til að kynna starfið fyrir þeim einstaklingi,“ segir Hrönn. Hún skrifaði færsluna á miðnætti í gær að loknum annasömum vinnudegi þar sem hún veitti fjórum fjölmiðlum viðtöl um viðkvæm mál. „Ég kalla ekki allt ömmu mína þegar að kemur að viðtölum um flókin málefni. Byrlanir og mansal eru samt erfiðustu málaflokkarnir að mínu mati og ég vanda sérstaklega mál mitt þegar að kemur að umfjöllun um þau málefni.“ Hún segist þakklát ýmsum fyrir samstarfið og tínir til Landspítalann, Frú Ragnheiði, VORteymi Rvk borgar, Kvennaathvarf, Konukot, Bjarkarhlíð, Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Stígamót, Rótin, Barnahús og öll þau ráðuneyti sem hún hafi unnið með. „Bara allir sem ég er kannski að gleyma. Takk fyrir traustið, takk fyrir pallformið, takk fyrir allt í þágu þolenda. Takk fyrir að leyfa mér líka að vinna með ykkur.“ Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Hrönn greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hefur starfað sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku frá árinu 2016. Þá tók við starfinu af Eyrúnu Björgu Jónsdóttur. „Þarna fékk ég verkefni sem ég svo sannarlega tók ekki léttvægt. Ég ákvað að fara á stúfana, kynna mér öll kerfi, verkefni, umdæmi, stjórnsýslur sem eru og tengjast (sem tengdust samt ekki) og reyna að tengja þau. Það var með meðvitund minni að tengja þau og ég held að það hafi gengið bara ágætlega,“ segir Hrönn. „Fyrir mér er þetta ekkert svo flókið en það er annarra að dæma um það. Ég horfi á það sem svo að við erum frekar lítið land og við eigum að geta tengt kerfi og unnið saman. Það að það eru alls konar ráðuneyti sem tala ekki alltaf saman, það er að mínu mati fáranlegt.“ Hrönn segist virkilega vona að einhver sæki um starf verkefnastjóra Neyðarmóttöku sem brenni fyrir hag þolenda. „Ég mun gera allt til að kynna starfið fyrir þeim einstaklingi,“ segir Hrönn. Hún skrifaði færsluna á miðnætti í gær að loknum annasömum vinnudegi þar sem hún veitti fjórum fjölmiðlum viðtöl um viðkvæm mál. „Ég kalla ekki allt ömmu mína þegar að kemur að viðtölum um flókin málefni. Byrlanir og mansal eru samt erfiðustu málaflokkarnir að mínu mati og ég vanda sérstaklega mál mitt þegar að kemur að umfjöllun um þau málefni.“ Hún segist þakklát ýmsum fyrir samstarfið og tínir til Landspítalann, Frú Ragnheiði, VORteymi Rvk borgar, Kvennaathvarf, Konukot, Bjarkarhlíð, Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Stígamót, Rótin, Barnahús og öll þau ráðuneyti sem hún hafi unnið með. „Bara allir sem ég er kannski að gleyma. Takk fyrir traustið, takk fyrir pallformið, takk fyrir allt í þágu þolenda. Takk fyrir að leyfa mér líka að vinna með ykkur.“
Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira