Dusty sigraði nýliða Fylkis örugglega Snorri Rafn Hallsson skrifar 27. október 2021 15:30 Þær stóru fréttir bárust í gær að leikmaður Ármanns, Pallib0ndi er genginn til liðs við Dusty þar sem hann mun verma bekkinn, standa fyrir streymi á vegum félagsins og miðla af reynslunni. Dusty tefldi þó fram sínu hefðbundna liði í leiknum gegn Fylki í gær sem fór fram í Vertigo kortinu. Þegar litið er á árangurinn á tímabilinu sést að Dusty voru mun sigurstranglegri fyrir viðureignina, en lið Fylkis hefur þó gert vel að veita sterkari liðum meiri mótspyrnu en búast mátti við. Fylkismenn tóku Dusty í bakaríið í hnífalotunni og fékk því að byrja leikinn í vörn (Counter Terrorists). Gegn ógnarsterku liði eins og Dusty getur það reynst erfitt að byrja í vörn þar sem bíða þarf eftir leikmönnum og Dusty geta skipulagt sig vel. Fylkismenn fóru hins vegar gríðarlega vel af stað og unnu fyrstu þrjár loturnar með sannfærandi hætti, biðu eftir Dusty og flæddu út á hárréttum tímapunkti. Það þurfti þó ekki að bíða lengi eftir að leikmenn Dusty kæmust í gang og voru þeir fljótir að jafna sig og ná tökum á leiknum. Eddezennn átti frábæran leik í sjöundu lotu þar sem hann náði fjórum fellum og kom Dusty yfir í leiknum þrátt fyrir erfiða byrjun á lotunni þar sem Dustymenn féllu hver á fætur öðrum í leit að upplýsingum. Í hvert sinn sem Fylkismönnum tókst að kreista fram sigur gerði Dusty vel í að breyta hraðanum á leik sínum og brydda upp á einhverju nýju til að koma í veg fyrir að Fylkismenn kæmust á einhverja siglingu. Staða í hálfleik: Dusty 9 - 6 Fylkir Dusty hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Thor aftengdi sprengju á síðustu stundu í sextándu lotu og Eddezeen náði aftur fjórfaldri fellu í þeirri sautjándu. Fyrstu fjórar loturnar féllu því Dusty í vil og útlitið svart fyrir Fylkismenn sem þó hafði tekist að fella marga leikmenn Dusty og gáfu loturnar ekki eftir ókeypis. Dusty hafði þar af leiðandi ekki náð að byggja upp mikinn auð þrátt fyrir sigra og nýtti Fylkir sér það til að tengja saman þrjár lotur og koma sér aftur inn í leikinn. Fylkismenn svöruðu fellum Dusty af staðfestu og sýndi Pat ótrúlega seiglu í tuttugustu og annarri lotu þegar hann var ein gegn LeFluff og hafði nauman tíma til að aftengja sprengjuna. Með einungis fimm HP lokkaði Pat Lefluff út með því að þykjast aftengja sprengjuna nokkrum sinnum og fella svo LeFluff og bjarga lotunni fyrir horn. Dusty spýtti þá í lófana og kláraði leikinn með vel tímasettum flössum, samspili og árásargjörnum aðgerðum. Eddezennn var stórskemmtilegur í leiknum, náði þrjátíu og einni fellu, þar af tuttugu og einni með því að hitta í haus, og var í raun allt í öllu í leik Dusty. Lokastaða: Dusty 16 - 9 Fylkir Ekkert lát er á árangri Dusty sem hefur ekki tapað leik á tímabilinu og situr sem fastast á toppnum. Fylkismenn sýndu hins vegar að þrátt fyrir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar ætla þeir ekki að taka því svo auðveldlega. Dusty mætir XY þriðjudaginn 2. nóvember í fimmtu umferð sem fram fer í næstu viku en þann 5. nóvember mætir Fylkir Vallea. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir 3. umferð lokið í CS:GO, Dusty, Þór og XY enn á toppnum Þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Dusty burstaði Kórdrengi 16-3. Leikir umferðarinnar voru spennandi en staðan nokkuð óbreytt. 23. október 2021 19:01 Dusty burstuðu Kórdrengi Nýliðarnir í Kórdrengjum lutu í lægra haldi fyrir Dusty 16-3 í leik liðanna í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi. 23. október 2021 17:01 XY lagði Fylki eftir tvöfalda framlengingu Æsispennandi viðureign XY og Fylkis í Nuke lauk í gærkvöldi með sigri XY 22-20 eftir tvöfalda framlengingu í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. 23. október 2021 15:01
Þær stóru fréttir bárust í gær að leikmaður Ármanns, Pallib0ndi er genginn til liðs við Dusty þar sem hann mun verma bekkinn, standa fyrir streymi á vegum félagsins og miðla af reynslunni. Dusty tefldi þó fram sínu hefðbundna liði í leiknum gegn Fylki í gær sem fór fram í Vertigo kortinu. Þegar litið er á árangurinn á tímabilinu sést að Dusty voru mun sigurstranglegri fyrir viðureignina, en lið Fylkis hefur þó gert vel að veita sterkari liðum meiri mótspyrnu en búast mátti við. Fylkismenn tóku Dusty í bakaríið í hnífalotunni og fékk því að byrja leikinn í vörn (Counter Terrorists). Gegn ógnarsterku liði eins og Dusty getur það reynst erfitt að byrja í vörn þar sem bíða þarf eftir leikmönnum og Dusty geta skipulagt sig vel. Fylkismenn fóru hins vegar gríðarlega vel af stað og unnu fyrstu þrjár loturnar með sannfærandi hætti, biðu eftir Dusty og flæddu út á hárréttum tímapunkti. Það þurfti þó ekki að bíða lengi eftir að leikmenn Dusty kæmust í gang og voru þeir fljótir að jafna sig og ná tökum á leiknum. Eddezennn átti frábæran leik í sjöundu lotu þar sem hann náði fjórum fellum og kom Dusty yfir í leiknum þrátt fyrir erfiða byrjun á lotunni þar sem Dustymenn féllu hver á fætur öðrum í leit að upplýsingum. Í hvert sinn sem Fylkismönnum tókst að kreista fram sigur gerði Dusty vel í að breyta hraðanum á leik sínum og brydda upp á einhverju nýju til að koma í veg fyrir að Fylkismenn kæmust á einhverja siglingu. Staða í hálfleik: Dusty 9 - 6 Fylkir Dusty hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Thor aftengdi sprengju á síðustu stundu í sextándu lotu og Eddezeen náði aftur fjórfaldri fellu í þeirri sautjándu. Fyrstu fjórar loturnar féllu því Dusty í vil og útlitið svart fyrir Fylkismenn sem þó hafði tekist að fella marga leikmenn Dusty og gáfu loturnar ekki eftir ókeypis. Dusty hafði þar af leiðandi ekki náð að byggja upp mikinn auð þrátt fyrir sigra og nýtti Fylkir sér það til að tengja saman þrjár lotur og koma sér aftur inn í leikinn. Fylkismenn svöruðu fellum Dusty af staðfestu og sýndi Pat ótrúlega seiglu í tuttugustu og annarri lotu þegar hann var ein gegn LeFluff og hafði nauman tíma til að aftengja sprengjuna. Með einungis fimm HP lokkaði Pat Lefluff út með því að þykjast aftengja sprengjuna nokkrum sinnum og fella svo LeFluff og bjarga lotunni fyrir horn. Dusty spýtti þá í lófana og kláraði leikinn með vel tímasettum flössum, samspili og árásargjörnum aðgerðum. Eddezennn var stórskemmtilegur í leiknum, náði þrjátíu og einni fellu, þar af tuttugu og einni með því að hitta í haus, og var í raun allt í öllu í leik Dusty. Lokastaða: Dusty 16 - 9 Fylkir Ekkert lát er á árangri Dusty sem hefur ekki tapað leik á tímabilinu og situr sem fastast á toppnum. Fylkismenn sýndu hins vegar að þrátt fyrir að hafa verið spáð neðsta sæti deildarinnar ætla þeir ekki að taka því svo auðveldlega. Dusty mætir XY þriðjudaginn 2. nóvember í fimmtu umferð sem fram fer í næstu viku en þann 5. nóvember mætir Fylkir Vallea. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Tengdar fréttir 3. umferð lokið í CS:GO, Dusty, Þór og XY enn á toppnum Þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Dusty burstaði Kórdrengi 16-3. Leikir umferðarinnar voru spennandi en staðan nokkuð óbreytt. 23. október 2021 19:01 Dusty burstuðu Kórdrengi Nýliðarnir í Kórdrengjum lutu í lægra haldi fyrir Dusty 16-3 í leik liðanna í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi. 23. október 2021 17:01 XY lagði Fylki eftir tvöfalda framlengingu Æsispennandi viðureign XY og Fylkis í Nuke lauk í gærkvöldi með sigri XY 22-20 eftir tvöfalda framlengingu í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. 23. október 2021 15:01
3. umferð lokið í CS:GO, Dusty, Þór og XY enn á toppnum Þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Dusty burstaði Kórdrengi 16-3. Leikir umferðarinnar voru spennandi en staðan nokkuð óbreytt. 23. október 2021 19:01
Dusty burstuðu Kórdrengi Nýliðarnir í Kórdrengjum lutu í lægra haldi fyrir Dusty 16-3 í leik liðanna í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi. 23. október 2021 17:01
XY lagði Fylki eftir tvöfalda framlengingu Æsispennandi viðureign XY og Fylkis í Nuke lauk í gærkvöldi með sigri XY 22-20 eftir tvöfalda framlengingu í þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO. 23. október 2021 15:01
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti