Húsnæðisverð hækkaði meira en spár gerðu ráð fyrir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. október 2021 16:22 Vond lykt í Lauganeshverfi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist nú 4,5 prósent. Þetta er mesta verðbólga á árinu frá því í apríl þegar hún mældist 4,6%. Verðbólgan er að miklu leyti til knúin áfram af miklum hækkunum á íbúðaverði að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Verðbólgan er í samræmi við spá hagfræðideildar bankans en húsnæðisverð hækkaði þó meira en sérfræðingar áttu von á. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið frá því í febrúar en í október mældist ríflega 15 prósent hækkun á húsnæðisverði á tólf mánaða grundvelli og hefur ekki verið meiri frá því í nóvember 2017. Talið er að verðhækkanir á fasteignamarkaði muni fara minnkandi á næstu mánuðum og gerir hagfræðideild bankans ráð fyrir að íbúðaverð hækki um níu prósent á næsta ári en fjögur til fimm prósent næstu tvö ár þar á eftir. Verðbólga án húsnæðis hefur þó hjaðnað jafnt og þétt á árinu og munar nú 1,5 prósentustigum milli verðbólgumælingar með og án húsnæðis. Ekki hefur verið meiri munur þar á frá því í apríl 2018. Auk hækkunar húsnæðisverðs hafði hækkun á bensíni og olíu, og húsgögnum og heimilisbúnaði, mest áhrif til hækkunar á verðbólgu. Lækkun flugfargjalda til útlanda höfðu mest áhrif til lækkunar. Verðbólga hefur einnig farið vaxandi í helstu viðskiptalöndum Íslands á undanförnum mánuðum en verðhækkanir hafa fyrst og fremst verið knúnar áfram af hækkun hrávöruverðs, orkuverðs og flutningskostnaði. Í Bandaríkjunum mældist verðbólga 5,4 prósent í september og hefur ekki mælst hærri í fimmtán ár. Svipaða sögu má segja á evrusvæðinu þar sem verðbólgan var 3,4 prósent í september og hefur heldur ekki verið jafn mikil í þrettán ár. Verði verðbólga enn há í heimshagkerfinu gæti það leitt til frekari verðbólgu með tilheyrandi kostnaði. Slíkt muni skila sér hingað til Íslands í hærra innflutningsverði og hærri verðbólgu. Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Verðbólgan er í samræmi við spá hagfræðideildar bankans en húsnæðisverð hækkaði þó meira en sérfræðingar áttu von á. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið frá því í febrúar en í október mældist ríflega 15 prósent hækkun á húsnæðisverði á tólf mánaða grundvelli og hefur ekki verið meiri frá því í nóvember 2017. Talið er að verðhækkanir á fasteignamarkaði muni fara minnkandi á næstu mánuðum og gerir hagfræðideild bankans ráð fyrir að íbúðaverð hækki um níu prósent á næsta ári en fjögur til fimm prósent næstu tvö ár þar á eftir. Verðbólga án húsnæðis hefur þó hjaðnað jafnt og þétt á árinu og munar nú 1,5 prósentustigum milli verðbólgumælingar með og án húsnæðis. Ekki hefur verið meiri munur þar á frá því í apríl 2018. Auk hækkunar húsnæðisverðs hafði hækkun á bensíni og olíu, og húsgögnum og heimilisbúnaði, mest áhrif til hækkunar á verðbólgu. Lækkun flugfargjalda til útlanda höfðu mest áhrif til lækkunar. Verðbólga hefur einnig farið vaxandi í helstu viðskiptalöndum Íslands á undanförnum mánuðum en verðhækkanir hafa fyrst og fremst verið knúnar áfram af hækkun hrávöruverðs, orkuverðs og flutningskostnaði. Í Bandaríkjunum mældist verðbólga 5,4 prósent í september og hefur ekki mælst hærri í fimmtán ár. Svipaða sögu má segja á evrusvæðinu þar sem verðbólgan var 3,4 prósent í september og hefur heldur ekki verið jafn mikil í þrettán ár. Verði verðbólga enn há í heimshagkerfinu gæti það leitt til frekari verðbólgu með tilheyrandi kostnaði. Slíkt muni skila sér hingað til Íslands í hærra innflutningsverði og hærri verðbólgu.
Húsnæðismál Verðlag Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20
Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04