Forseti ASÍ segir markmið um kaupmáttaraukningu hafa náðst Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2021 12:41 Markmið lífskjarasamninganna svo kölluðu voru að auka kaupmátt, stytta vinnuvikuna og hækka lægstu laun umfram önnur laun með krónutöluhækkunum. Vísir/Vilhelm Áhrif af styttingu vinnuvikunnar eru mun meiri hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almennum vinnumarkaði samkvæmt skýrslu kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Laun kvenna hafa hækkað meira á yfirstandandi samningstíma en karla. Kjaratölfræðinefnd var sett á laggirnar í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga og er skipuð fulltrúum heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Hagstofu Íslands. Haustskýrslan sem kynnt var í morgun er þriðja skýrsla nefndarinnar og nær yfir þróun launa frá mars 2019 til janúar 2021. Forseti ASÍ segir skýrsluna staðfesta að launamunur kynjanna sé enn til staðar. Laun kvenna hafi hækkað aðeins meira en karlar á samningstímanum vegna þeirrar áherslu að hækka lægstu laun meira en önnur laun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir kjarasamningana frá árinu 2019 hafa skilað sér og skýrslan sýni að tekist hafi að auka kaupmátt. „Það var lögð áhersla á það í þeim kjarasamningum að hækka lægstu laun. Það er að segja þeirra sem eru í starfsgreinasambandsfélögum til dæmis hjá okkur. Það hefur tekist. Það eru meiri launahækkanir þar en annars staðar. Síðan segir þetta mér náttúrlega það að launamunur kynjanna er enn við lýði,“ segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa laun kvenna þó hækkað um rúm sextán prósent á tímabilinu en rúm fimmtán prósent hjá körlum. „Sú áhersla að hækka lægstu laun umfram önnur laun þýðir að það er verið að hækka konur meira en karla í stórum dráttum. Af því að þær eru með lægri laun en karlar,“ segir forseti ASÍ. Í samningunum var samið um styttingu vinnuvikunnar og í skýrslunni segir að áhrifa þess gæti mun meira hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almenna vinnumarkaðnum. Drífa telur það skýrast af því að stærstu skipulagsbreytingarnar hafi átt sér stað hjá vaktavinnufólki hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Almennt hefði þetta einnig gengið eftir á almenna markaðnum. „Þær athugasemdir sem við höfum verið að fá varða aðferðafræði vinnustaða. Hugmyndafræðin var sú að þetta ætti að gerast í samstarfi og samráði við starfsfólk. Yfirleitt hefur það verið gert en það er svona allur gangur á því,“ segir Drífa Snædal. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Kjaratölfræðinefnd var sett á laggirnar í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga og er skipuð fulltrúum heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Hagstofu Íslands. Haustskýrslan sem kynnt var í morgun er þriðja skýrsla nefndarinnar og nær yfir þróun launa frá mars 2019 til janúar 2021. Forseti ASÍ segir skýrsluna staðfesta að launamunur kynjanna sé enn til staðar. Laun kvenna hafi hækkað aðeins meira en karlar á samningstímanum vegna þeirrar áherslu að hækka lægstu laun meira en önnur laun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir kjarasamningana frá árinu 2019 hafa skilað sér og skýrslan sýni að tekist hafi að auka kaupmátt. „Það var lögð áhersla á það í þeim kjarasamningum að hækka lægstu laun. Það er að segja þeirra sem eru í starfsgreinasambandsfélögum til dæmis hjá okkur. Það hefur tekist. Það eru meiri launahækkanir þar en annars staðar. Síðan segir þetta mér náttúrlega það að launamunur kynjanna er enn við lýði,“ segir Drífa. Samkvæmt skýrslunni hafa laun kvenna þó hækkað um rúm sextán prósent á tímabilinu en rúm fimmtán prósent hjá körlum. „Sú áhersla að hækka lægstu laun umfram önnur laun þýðir að það er verið að hækka konur meira en karla í stórum dráttum. Af því að þær eru með lægri laun en karlar,“ segir forseti ASÍ. Í samningunum var samið um styttingu vinnuvikunnar og í skýrslunni segir að áhrifa þess gæti mun meira hjá opinberum starfsmönnum en fólki á almenna vinnumarkaðnum. Drífa telur það skýrast af því að stærstu skipulagsbreytingarnar hafi átt sér stað hjá vaktavinnufólki hjá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum. Almennt hefði þetta einnig gengið eftir á almenna markaðnum. „Þær athugasemdir sem við höfum verið að fá varða aðferðafræði vinnustaða. Hugmyndafræðin var sú að þetta ætti að gerast í samstarfi og samráði við starfsfólk. Yfirleitt hefur það verið gert en það er svona allur gangur á því,“ segir Drífa Snædal.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin. 29. nóvember 2020 22:45
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43