Lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu vísindastarfs á Landspítala Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2021 07:45 Landspítalinn vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Vísir/Vilhelm Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur lýst yfir þungum áhyggjum af bágri stöðu vísindastarfs á spítalanum, en hann vermir nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna þegar kemur að tilvitnunum og er kominn langt undir heimsmeðaltal. Þetta kemur fram í ályktun Læknaráðs, en þar er tekið fram að í árdaga sameinaðs Landspítala, á árunum 1999 til 2002, hafi Landspítali verið með hæsta tilvitnanastuðul fimm norrænna háskólasjúkrahúsa og langt fyrir ofan heimsmeðaltal skv. skýrslu NordForsk. „Síðan þá hefur hallað verulega undan fæti og vermir Landspítali nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Því má segja að um algjört hrun sé að ræða og er það gert að sérstöku umtalsefni í skýrslu NordForsk frá 2017.“ Arbær fjárfesting Læknaráð Landspítala segir það þekkt að öflugt vísinda-og nýsköpunarstarf á sviði heilbrigðisvísinda sé ein arðbærasta fjárfesting sem völ sé á. Auk þess laði slík ráðstöfun fjármuna á háskólasjúkrahúsi að hæft starfsfólk og auki gæði þjónustunnar. „Efling vísinda-og nýsköpunarstarfs hefur því sjaldan verið brýnni en nú, þegar alvarlegur og vaxandi mönnunarvandi blasir við innan margra sérgreina Landspítala. Víðast hvar í hinum vestræna heimi nemur kostnaður við vísinda- og nýsköpunarhlutverk háskólasjúkrahúsa 3-12% af rekstrarkostnaði. Á Landspítala er þetta hlutfall áætlað innan við 1%. Læknaráð Landspítala skorar á framkvæmdastjórn spítalans og á stjórnvöld að hefja þegar aðgerðir til að endurreisa vísindastarf innan spítalans. Auka þarf fjárframlög til vísindastarfs á háskólasjúkrahúsinu í takt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur og eyrnamerkja þau sérstaklega. Einnig er brýnt að tryggja vægi og aðkomu akademísks starfsfólks að stjórnun spítalans og að efla og formgera tengsl Landspítala og Háskóla Íslands þegar kemur að klínísku vísindastarfi. Innan spítalans starfa fjölmargir öflugir vísindamenn sem þekkja vel til vandans og hvetur Læknaráð framkvæmdastjórn spítalans og stjórnvöld til að nýta reynslu þeirra og þekkingu í að móta þær aðgerðir sem óhjákvæmilega þarf að grípa til,“ segir í ályktun Læknaráðs Landspítala. Ályktunin er send á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra Landspítala, og Ólaf Baldursson, framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum. Landspítalinn Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun Læknaráðs, en þar er tekið fram að í árdaga sameinaðs Landspítala, á árunum 1999 til 2002, hafi Landspítali verið með hæsta tilvitnanastuðul fimm norrænna háskólasjúkrahúsa og langt fyrir ofan heimsmeðaltal skv. skýrslu NordForsk. „Síðan þá hefur hallað verulega undan fæti og vermir Landspítali nú botnsætið meðal norrænu háskólasjúkrahúsanna og er kominn langt undir heimsmeðaltal í tilvitnunum. Því má segja að um algjört hrun sé að ræða og er það gert að sérstöku umtalsefni í skýrslu NordForsk frá 2017.“ Arbær fjárfesting Læknaráð Landspítala segir það þekkt að öflugt vísinda-og nýsköpunarstarf á sviði heilbrigðisvísinda sé ein arðbærasta fjárfesting sem völ sé á. Auk þess laði slík ráðstöfun fjármuna á háskólasjúkrahúsi að hæft starfsfólk og auki gæði þjónustunnar. „Efling vísinda-og nýsköpunarstarfs hefur því sjaldan verið brýnni en nú, þegar alvarlegur og vaxandi mönnunarvandi blasir við innan margra sérgreina Landspítala. Víðast hvar í hinum vestræna heimi nemur kostnaður við vísinda- og nýsköpunarhlutverk háskólasjúkrahúsa 3-12% af rekstrarkostnaði. Á Landspítala er þetta hlutfall áætlað innan við 1%. Læknaráð Landspítala skorar á framkvæmdastjórn spítalans og á stjórnvöld að hefja þegar aðgerðir til að endurreisa vísindastarf innan spítalans. Auka þarf fjárframlög til vísindastarfs á háskólasjúkrahúsinu í takt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur og eyrnamerkja þau sérstaklega. Einnig er brýnt að tryggja vægi og aðkomu akademísks starfsfólks að stjórnun spítalans og að efla og formgera tengsl Landspítala og Háskóla Íslands þegar kemur að klínísku vísindastarfi. Innan spítalans starfa fjölmargir öflugir vísindamenn sem þekkja vel til vandans og hvetur Læknaráð framkvæmdastjórn spítalans og stjórnvöld til að nýta reynslu þeirra og þekkingu í að móta þær aðgerðir sem óhjákvæmilega þarf að grípa til,“ segir í ályktun Læknaráðs Landspítala. Ályktunin er send á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, forstjóra Landspítala, og Ólaf Baldursson, framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira