Lífið

Todmobile aftur á svið eftir fimmtán ára hlé

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Andrea Gylfa er einstök á sviði.
Andrea Gylfa er einstök á sviði.

Upprunaleg útgáfa hljómsveitarinnar Todmobile sem stofnuð var árið 1988 ætlar að koma tónleikagestum í Hörpu í nostalgíukast á laugardag. 

Andrea Gylfa, Eyþór Arnalds og Þorvaldur Bjarni hafa engu gleymt og hver veit nema Brúðkaupslagið ómi í Eldborgarsal Hörpu um helgina.

Upprunalega þríeykið hefur ekki spilað saman síðan árið 2006 en ásamt þeim stíga á stokk á tónleikunum Eiður Arnarsson bassaleikari, Ólafur Hólm trommuleikari og Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari. Seinni Todmobile Eyþórinn mundar líka míkrafóninn en það er núverandi kjarnameðlimur hljómsveitarinnar, söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af Todmobile á sviði í gegnum árin.

Þessi mynd var sennilega tekin í kringum árið 2000.
Eyþór Arnalds á bassanum.
Þorvaldur Bjarni í stuði.
Todmobile á góðri stundu.Aðsent
Tónleikarnir Todmobile-Endurkoma fara fram í Hörpu um helgina.Tix.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×