Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2021 12:15 Börn að leik í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Á málþinginu verða Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna afhent í fyrsta sinn - einstaklingi sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt af mörkum til að bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Á málþinginu verða kynntar ýmsar nýjar leiðir sem farnar hafa verið í nálgun og vinnu með börnum með ADHD. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Bæði íþrótta- og tómstundastarf reynir mikið á félagsfærni barna með ADHD sem oft er af skornum skammti. Málþingið fjallar um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Kynnt verður nýtt námskeið ADHD samtakanna er nefnist TÍA- tómstundir, íþróttir og ADHD auk þess sem fjallað verður um nokkrar nýstárlegar þjálfunarleiðir sem gefið hafa góða raun í vinnu með börnum með ADHD. Hvetjum alla til að taka þátt í málþingi ADHD samtakanna og fræðast um hvernig hægt er vinna með styrkleika og hámarka árangur barna með ADHD í íþróttum- og tómstundum. Dagskrá Málþingsins 12:30 – 13:00 Móttaka og skráning 13:00 – 13:10 Setning málþings – Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna 13:10 – 13:20 Ávarp - Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 13:20 – 13:30 Hvatningarverðlaun ADHD Samtakanna 13:30 – 14:00 TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD - Bóas Valdórsson sálfræðingur MH 14:00 – 14:30 YAP – Young Ahlete Project- Hreyfiáætlun Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, Heilsuleikskólinn Skógarás. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari/fagstjóri hreyfingu, Heilsuleikskólinn Skógarás. 14:30 – 14:45 Gunnar Helgason kynnir bókina „ Alexander Daníel Hermann Dawidsson, BANNAÐ AÐ EYÐILEGGJA“ 14:45 – 15:00 KAFFIHLÉ 15:00 – 15:30 Ævintýrabúðir og íþróttastarf SLF - Margrét Vala Marteinsdóttir, Styrktarfélagi Lamaðra og fatlaðra 15:30 – 16:00 „Sestu, leggstu, hoppa, húlla“ Að styðjast við hund í vinnu með börnum - Gunnhildur Jakobsdóttir, Æfingastöðinni 16:00 Samantekt og málþingsslit Fundarstjóri: Gunnar Helgason, rithöfundur, leikstjóri og leikari Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Á málþinginu verða Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna afhent í fyrsta sinn - einstaklingi sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt af mörkum til að bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Á málþinginu verða kynntar ýmsar nýjar leiðir sem farnar hafa verið í nálgun og vinnu með börnum með ADHD. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Bæði íþrótta- og tómstundastarf reynir mikið á félagsfærni barna með ADHD sem oft er af skornum skammti. Málþingið fjallar um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Kynnt verður nýtt námskeið ADHD samtakanna er nefnist TÍA- tómstundir, íþróttir og ADHD auk þess sem fjallað verður um nokkrar nýstárlegar þjálfunarleiðir sem gefið hafa góða raun í vinnu með börnum með ADHD. Hvetjum alla til að taka þátt í málþingi ADHD samtakanna og fræðast um hvernig hægt er vinna með styrkleika og hámarka árangur barna með ADHD í íþróttum- og tómstundum. Dagskrá Málþingsins 12:30 – 13:00 Móttaka og skráning 13:00 – 13:10 Setning málþings – Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna 13:10 – 13:20 Ávarp - Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 13:20 – 13:30 Hvatningarverðlaun ADHD Samtakanna 13:30 – 14:00 TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD - Bóas Valdórsson sálfræðingur MH 14:00 – 14:30 YAP – Young Ahlete Project- Hreyfiáætlun Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, Heilsuleikskólinn Skógarás. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari/fagstjóri hreyfingu, Heilsuleikskólinn Skógarás. 14:30 – 14:45 Gunnar Helgason kynnir bókina „ Alexander Daníel Hermann Dawidsson, BANNAÐ AÐ EYÐILEGGJA“ 14:45 – 15:00 KAFFIHLÉ 15:00 – 15:30 Ævintýrabúðir og íþróttastarf SLF - Margrét Vala Marteinsdóttir, Styrktarfélagi Lamaðra og fatlaðra 15:30 – 16:00 „Sestu, leggstu, hoppa, húlla“ Að styðjast við hund í vinnu með börnum - Gunnhildur Jakobsdóttir, Æfingastöðinni 16:00 Samantekt og málþingsslit Fundarstjóri: Gunnar Helgason, rithöfundur, leikstjóri og leikari
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira