Urður verðlaunuð fyrir störf sín í þágu fólks með ADHD Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2021 13:55 Urður á málþinginu í dag. Urður Njarðvík prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands var sæmd hvatningarverðlaunum ADHD-samtakanna á málþinginu Orkuboltar og íþróttir sem samtökin standa fyrir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Urður sagðist við afhendingu viðurkenningarinnar bæði hissa og hrærð. Hún hefði átt ákaflega dýrmætt samband við samtökin í langan tíma. Hún hefði kynnst ADHD í Bandaríkjunum og það hefði verið ást við fyrstu sýn. „Það er meginverkefni þegar barn greinist með ADHD að koma í veg fyrir þróun annarra fylgikvilla. Það er alveg nóg að fæðast með ADHD og glíma við það. En að þurfa að takast á við kvíðaraskanir og þunglyndi til viðbótar er algjör óþarfi. Við getum komið í veg fyrir það,“ sagði Urður. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna. Doktorsverkefni hennar fjallaði um túlkun foreldra barna með ADHD á hegðunarvanda og áhrif hennar á meðferðarsamþykki. Urður Njarðvík er fædd þann 11. september 1970 í Gautaborg í Svíþjóð. Foreldrar hennar eru Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus og Bera Þórisdóttir fyrrverandi menntaskólakennari. Eiginmaður Urðar er Ívar Guðjónsson, viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn, Heiði og Baldur. Urður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989 og BA námi í Sálfræði frá Háskóla Íslands 1993. Hún lauk mastersgráðu árið 1997 í Klínískri barnasálfræði frá Louisiana State University og doktorsprófi frá sama skóla árið 2000. Eftir doktorsnám starfaði Urður á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Urður var ráðin lektor við Sálfræðideild árið 2008 og dósent 2013. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna, bæði þróun einkenna eftir aldri og tíðni fylgikvilla eins og kvíða og þunglyndis. Urður hefur jafnframt unnið að þróun meðferðarúrræða fyrir börn með hegðunarvanda þar sem áhersla er lögð á þjálfun í hugrænum þáttum. Háskólar Vísindi Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. 29. október 2021 12:15 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Urður sagðist við afhendingu viðurkenningarinnar bæði hissa og hrærð. Hún hefði átt ákaflega dýrmætt samband við samtökin í langan tíma. Hún hefði kynnst ADHD í Bandaríkjunum og það hefði verið ást við fyrstu sýn. „Það er meginverkefni þegar barn greinist með ADHD að koma í veg fyrir þróun annarra fylgikvilla. Það er alveg nóg að fæðast með ADHD og glíma við það. En að þurfa að takast á við kvíðaraskanir og þunglyndi til viðbótar er algjör óþarfi. Við getum komið í veg fyrir það,“ sagði Urður. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna. Doktorsverkefni hennar fjallaði um túlkun foreldra barna með ADHD á hegðunarvanda og áhrif hennar á meðferðarsamþykki. Urður Njarðvík er fædd þann 11. september 1970 í Gautaborg í Svíþjóð. Foreldrar hennar eru Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus og Bera Þórisdóttir fyrrverandi menntaskólakennari. Eiginmaður Urðar er Ívar Guðjónsson, viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn, Heiði og Baldur. Urður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989 og BA námi í Sálfræði frá Háskóla Íslands 1993. Hún lauk mastersgráðu árið 1997 í Klínískri barnasálfræði frá Louisiana State University og doktorsprófi frá sama skóla árið 2000. Eftir doktorsnám starfaði Urður á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Urður var ráðin lektor við Sálfræðideild árið 2008 og dósent 2013. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna, bæði þróun einkenna eftir aldri og tíðni fylgikvilla eins og kvíða og þunglyndis. Urður hefur jafnframt unnið að þróun meðferðarúrræða fyrir börn með hegðunarvanda þar sem áhersla er lögð á þjálfun í hugrænum þáttum.
Háskólar Vísindi Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. 29. október 2021 12:15 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. 29. október 2021 12:15